Heiðmörk
Verknúmer : US160001
136. fundur 2016
Heiðmörk, ályktun um Heiðmerkurveg
Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. desember 2015, varðandi ályktun um Heiðmerkurveg. Einnig er lagt fram minnisblað samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016.
Kl. 10:00 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016 samþykkt.
132. fundur 2016
Heiðmörk, ályktun um Heiðmerkurveg
Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. desember 2015, varðandi ályktun um Heiðmerkurveg. Einnig er lagt fram minnisblað samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. desember 2015.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
Kl. 11:04 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi og Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá var einnig búið að kynna liði nr. 7 og 12 í fundargerðinni.