Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins

Verknúmer : US160033

139. fundur 2016
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins, fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík
Á fundi umhverfis- og skiplagsráðs 3. febrúar 2016 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir fram eftrifarandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík. Fjölgun gistirýma, og íbúða sem notaðar eru í skammtímaleigu, hefur verið gríðarlega mikil. Slík ör breyting á borgarbragnum veldur skiljanlegu óöryggi borgarbúa í nærumhverfi sínu. Þær áhyggjur sem heyrst hafa um að stefnuleysi sé varðandi utanumhald þeirrar nýju stöðu sé komið á hættustig eru því skiljanlegar. Kvótar hafa verið settir varðandi hótelrými í Kvosinni, en hvaða reglur gilda um hótelrými á öðrum svæðum miðborgarinnar og aðliggjandi hverfa? Hvaða stefnumótun er um önnur gistirými og gistiheimili? Nauðsynlegt er að eftirlit sé virkt og fyrir liggi hvernig til dæmis eigi að meta og mæla vistvæni hverfa, s.s. hvenær talið sé að gengið sé á félagsauð þeirra.



136. fundur 2016
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins, fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík. Fjölgun gistirýma, og íbúða sem notaðar eru í skammtímaleigu, hefur verið gríðarlega mikil. Slík ör breyting á borgarbragnum veldur skiljanlegu óöryggi borgarbúa í nærumhverfi sínu. Þær áhyggjur sem heyrst hafa um að stefnuleysi sé varðandi utanumhald þeirrar nýju stöðu sé komið á hættustig eru því skiljanlegar. Kvótar hafa verið settir varðandi hótelrými í Kvosinni, en hvaða reglur gilda um hótelrými á öðrum svæðum miðborgarinnar og aðliggjandi hverfa? Hvaða stefnumótun er um önnur gistirými og gistiheimili? Nauðsynlegt er að eftirlit sé virkt og fyrir liggi hvernig til dæmis eigi að meta og mæla vistvæni hverfa, s.s. hvenær talið sé að gengið sé á félagsauð þeirra.
Frestað.