Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur

Verknúmer : SN150706

136. fundur 2016
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og breytta landnotkun á RÚV reitnum.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Jafnframt samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi skv. 2. mgr.30. gr. skipulagslaga.



132. fundur 2016
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. desember 2015, um samþykki borgarráðs, dags. 10. desember 2015, vegna lýsingar á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna lóðar RÚV við Efstaleiti.



128. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög að verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2015, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og landnotkun á RÚV reitnum.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Lýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs

.