Stefnu um úrgangsforvarnir 2015-202,
Endurheimt votlendis í Reykjavík,
Aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík.,
Klambratún,
Reykjavíkurtjörn,
Fríkirkjuvegur USK2015010064,
Miklabraut við Klambratún USK2015010065,
Víkurvegur-Þúsöld,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Álfsnes, Sorpa,
Kvosin,
Grjótaþorp,
Efstaleiti 1,
Örfirisey,
Nauthólsvegur 50,
Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð,
Hlíðarendi,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Skipholt 70,
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna,
Grettisgata 9A og 9B,
Laugavegur 120,
94. fundur 2015
Ár 2015, miðvikudaginn 28. janúar kl. 09:06, var haldinn 94. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 150024
1. Stefnu um úrgangsforvarnir 2015-202,
Lögð fram umsögn umhverfis- og skiplagssviðs dags. 23. janúar 2015 um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026.
Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsókn nr. 140241
2. Endurheimt votlendis í Reykjavík,
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. desember 2014 varðandi endurheimt votlendis í Reykjavík. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. janúar 2015.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Staða málsins kynnt.
Umsókn nr. 150025
3. Aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík.,
Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. janúar 2015 varðandi aðgerðir gegn tröllahvönnum í borgarlandinu.
Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsókn nr. 140193
4. Klambratún, tímabundin æfingaaðstaða fyrir knattspyrnufélagið Valur.
US140193
Lagt fram bréf Jóns Valgeirs Björnssonar f.h. samráðs- og samhæfingarhóps vegna uppbyggingar og framkvæmda við Hlíðarenda ódags. um tímabundna æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnufélagið Val á Klambratúni. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða dags. 3. nóvember 2014, umsögn hverfisráðs Hlíða dags. 21. nóvember 2014 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. janúar 2015.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. janúar 2015 samþykkt.
Umsókn nr. 130037
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5. Reykjavíkurtjörn, skýrsla 2012, 2013, 2014
Lögð fram skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar dags. í janúar 2015 um ástand fuglastofna Tjarnarinnar 2015. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015.
Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 150021
6. Fríkirkjuvegur USK2015010064, hjólastígur
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs ásamt tillögu Eflu dags. 28. janúar 2015 varðandi hjólastíg og nýja gangstétt með upphitun á Fríkirkjuvegi.
Samþykkt.
Umsókn nr. 150022
7. Miklabraut við Klambratún USK2015010065, strætórein
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, tillaga umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. jan. 2012 og umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. feb. 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012.
Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008.
.
Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 12:09 undir þessum lið Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma þá var einnig búið að afgreiða liða 10, 11, 12 og 14 í fundargerðinni.
Kynnt.
Umsókn nr. 150027
8. Víkurvegur-Þúsöld,
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 ásamt tillögu Vinnustofunnar Þverá dags. 14. janúar 2015 er varðar breytingu á umferðarljósum og gatnamótum Víkurvegar og Þúsaldar.
Samþykkt.
Umsókn nr. 10070
9. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 23. janúar 2015.
Umsókn nr. 140258 (36.2)
510588-1189
SORPA bs.
Gylfaflöt 5 112 Reykjavík
10. Álfsnes, Sorpa, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. október 2014 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagsviðs dags. 12. desember 2014 ásamt lagfærðum uppdr. dags. 23. maí 2014 síðast br. 26. janúar 2015 og greinargerð dags. 5. september 2014 síðast br. 26. janúar 2015.
Heiða Aðalsteinsdóttir fulltrúi Alta ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna um nýja auglýsingu og kynna tillöguna sérstaklega fyrir bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140559 (01.1)
11. Kvosin, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á skilmálum vegna gistiþjónustu á deiliskiplagssvæðinu. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 26. janúar 2015.
Anna María Bogadóttir arkitekt og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt var samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka "Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillögu að deiliskipulagi Kvosarinnar í auglýsingu en setja fyrirvara um endanlega afstöðu þar til borgarbúar og hagsmunaaðilar hafa fengið tillöguna til umfjöllunar. Óskað er eftir því að tekið verði saman lögfræðilegt álit þar sem lagt verði mat á þær leiðir sem sveitarfélög hafa til að stýra starfsemi og uppbyggingu eins og stefnt er að í tillögunni. Mikilvægt er að hafa fast land undir fótum í þeim efnum."
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150046 (01.13.6)
12. Grjótaþorp, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Grjótaþorps. Í tillögunni felst breyting á skilmálum vegna gistiþjónustu á deiliskiplagssvæðinu. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 26. janúar 2015.
Anna María Bogadóttir arkitekt og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt var samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir vísa í bókun í lið nr. 11.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140656 (01.74.54)
13. Efstaleiti 1, drög að forsögn
Lögð fram drög að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2015 vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti ásamt drögum að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1. við Efstaleiti. Jafnframt var kynntur samningur Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar vegna lóðarinnar Efstaleiti 1 .
Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Forsögn samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 13:00 þá var að hefjast kynning á lið nr. 20 í dagskránni "100 ára afmæli kosningaréttar kvenna"
Jafnframt átti eftir að afgreiða lið nr. 9 í dagskránni "Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur"
Umsókn nr. 140611 (01.1)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
14. Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 br. 12. desember 2014 og uppfært 20. janúar 2015 að deiliskipulagi Örfiriseyjar.
Uppdráttur 001
uppdráttur 002
uppdráttur 003
Uppdráttur 004
Uppdráttur 005
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Tillagan er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlun en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðarþróunar, sem liggja í svæðinu. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi samþykkja þeir að auglýsa hana en setja fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðarþróun og betri borg. "
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150026
630306-0350
Iceeignir ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
710178-0119
Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
15. Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 15. janúar 2015.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140444 (01.27)
16. Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð, breyting á deiliskipulagi
Kynntar hugmyndir Arkþings ehf., dags. september 2014, Yrki arkitekta dags. 27. október 2014, Ydda arkitekta dags. 27. október 2014 og A2F arkitekta dags. 27. október 2014 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraskóli-Bólstaðahlíð.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Umhverfis- og skipulagsráðs samþykka að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag af svæðinu með hliðsjón af tillögum A2F arkitekta dags. 27. október 2014.
Umsókn nr. 150032 (01.62)
491299-2239
Valsmenn hf.
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
17. Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015.
Hildur Gunnlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar samþykkja að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði greiddu atkvæði gegn deiliskipulagi Hlíðarenda þann 5. nóvember 2014 og gerðu þá skýra grein fyrir atkvæðum sínum með ítarlegum bókunum. Með sama hætti afgreiddu borgarfulltrúar þessara sömu flokka deiliskipulagið í borgarstjórn 2. desember sl. Afstaða fulltrúanna er enn óbreytt".
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 45423
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 812 frá 27. janúar 2015.
Umsókn nr. 140676 (01.25.52)
710178-0119
Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
19. Skipholt 70, málskot
Lagt fram málskot Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2014 um hækkun hússins á lóðinni nr. 70 við Skipholt um eina inndregna hæð ásamt breytingu á notkun annarrar hæðar hússins úr atvinnuhúsnæði í íbúðir/gistiheimili.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að unnin verði breyting á deiliskipulagi varðandi hækkun hússins ásamt breytingu á notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðir. Ekki er samþykkt að leyfa gististað eða skammtímaleigu í húsinu.
Skipulag skal miða að því að íbúðir á efri hæðum skerði ekki starfsemi á jarðhæð og verði útfært með metnaðarfullum hætti.
Umsókn nr. 150026
20. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna,
Kynning á verkefninu "100 ára afmæli kosningaréttar kvenna" .
Sóley Tómasdóttir forseti borgastjórnar og Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 140689 (01.17.22)
500591-2189
Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21. Grettisgata 9A og 9B, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 15. janúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, lóðirnar Grettisgata 9A og 9B.
Umsókn nr. 140584 (01.24.02)
411112-0200
Mannverk ehf.
Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur
610711-1030
Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
22. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. janúar 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 20. janúar 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.210.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg.