Miklabraut við Klambratún
Verknúmer : US150022
110. fundur 2015
Miklabraut við Klambratún, strætórein (USK2015010065)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. Uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. febrúar 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008. Jafnframt er lögð fram tillaga Landslags f.h. umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. mars 2015, umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 29. maí 2015 og tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 8. júní 2015.
Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á grundvelli tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 8. júní 2015.
101. fundur 2015
Miklabraut við Klambratún, strætórein (USK2015010065)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, og umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. feb. 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008. Jafnframt er lögð fram tillaga Landslags fh. umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. mars 2015.
Erindinu vísað til kynningar hjá hverfisráði Hlíða.
94. fundur 2015
Miklabraut við Klambratún, strætórein (USK2015010065)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, tillaga umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. jan. 2012 og umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. feb. 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012.
Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008.
.
Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 12:09 undir þessum lið Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma þá var einnig búið að afgreiða liða 10, 11, 12 og 14 í fundargerðinni.
Kynnt.