Nauthólsvegur 50

Verknúmer : SN150026

96. fundur 2015
Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Nauthólsvegi 50.



94. fundur 2015
Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 15. janúar 2015.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið


Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


524. fundur 2015
Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

523. fundur 2015
Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.