Örfirisey

Verknúmer : SN140611

123. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 29 júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015. Einnig er lögð fram lagfærð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Leiðrétt er bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015 svohljóðandi: "samþykkja framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015.
Rétt bókun er:
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2015

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja afgreiðslu erindisins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afreiðslu erindisins og bóka:
"Ekki er lagst gegn lagfræringu á bókun fulltrúa meirihlutaflokkanna í umhverfis og skipulagsráði frá síðustu viku. Minniháttar breyting á orðalagi bókunarinnar er fyrst og fremst formlegs eðlis og skýrir nánar afstöðu fulltrúanna til deiliskipulags Örfiriseyjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Sú afstaða er óbreytt".

Vísað til borgarráðs.





122. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 29 júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:
"Tillaga að deiliskipulagi Örfiriseyjar horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Tillagan sem fulltrúar meirihlutans leggja hér fram er að mestu staðfesting á úreltum skipulagsáætlunum sem fyrir löngu er orðið tímabært að færa til nútímalegra horfs. Hér skortir hugmyndaauðgi og frjóar tillögur sem miða að því að gera svæðið áhugavert og styðja við nærliggjandi íbúðarbyggð í Vesturbænum ásamt því að tengja það við miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og listamenn sem fóru að starfa í gömlu verbúðunum fyrir sex árum hafa opnað augu þeirra sem stunda atvinnurekstur í Örfirisey fyrir því að hafnsækin starfsemi og iðandi mannlíf borgarbúa og aðkomufólks fer vel saman. Því til staðfestingar er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Grandi, nú að bjóða listasöfnum að hefja starfsemi í elsta hluta starfsstöðvar sinnar þar sem einnig er stefnt að veitingarekstri. Engu líkara er en að Örfirisey hafi gleymst í því aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2014. Sem dæmi má nefna að þar er sett fram sú stefna að útiloka landfyllingar næstu áratugina. Að baki slíki stefnu liggur engin vinna, engar samanburðaráætlanir, ekkert samráð eða hugmyndaleit að fjölbreytilegri nýtingu sem svæðið býður upp á. Með þessari gamaldags tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar er verið að glata tækifæri til að glæða borgina lífi og samtvinna atvinnu- og íbúðabyggð með spennandi hætti."

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal, og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson bóka:
"Tillagan að deiliskipulagi Örfiriseyjar er í samræmi við þá stefnu borgarinnar að gamla hafnarsvæðið í Reykjavík dafni sem vettvangur fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Við Örfirisey er ein stærsta sjávarútvegshöfn landsins. Deiliskipulagið verndar þá starfsemi. Stór hluti hafnarsvæðisins við Austurhöfn, Suðurhöfn og Vesturbugt er nú helguð menningarstarfsemi, íbúðaruppbyggingu, hótelstarfsemi, verslunum og veitingastöðum. Fyrir vikið hefur skapast skemmtilegt mannlíf og einstakt sambýli ólíkra atvinnugreina á hafnarsvæðinu. Öflug sjávarútvegsstarfsemi er lykilatriði í þessu samspili og mikilvægt að halda opnum möguleikum á eflingu hennar á svæðinu."

Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason bókar:
"Ég tel að nýta hefði mátt tækifærið við skipulagsgerðina til að bæta með markvissum hætti umferð gangandi og hjólandi að þeim verslunar- og þjónustusvæðum sem má finna næst íbúðabyggðinni. Aðgengismál þar eru alls ekki til fyrirmyndar. Slíkar framkvæmdir geta þó að einhverju leyti farið fram án þess að skipulagi sé breytt og væri óskandi að slíkt mætti verða".

Vísað til borgarráðs.




120. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Frestað.

553. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

114. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um endurauglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar.



112. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015.

Hidlur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar samþykkja að endurauglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna um nýja auglýsingu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna og bóka: "Skipulag Örfiriseyjar er betra í þeirri tillögu sem fyrir mistök var auglýst en með þeim breytingum sem meirihlutinn í Reykjavík vill halda til streitu. Þá þarf að ítreka að mun betur mætti vinna með skipulag í Örfirisey. Mjög spennandi tækifæri til uppbyggingar liggja á svæðinu en með því að einskorða sig svo við hafnarsækna starfsemi er ljóst tækifærum fækkar. Örfirisey gæti verið eitt af vinsælustu svæðum í Reykjavík og blönduð byggð ásamt hafnsækinni starfsemi þar myndi styðja mun betur við meginmarkmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar en það skipulag sem fyrir liggur."

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarráðs.


544. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Tillagan var auglýst frá 16. febrúar til og með 30. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lindberg ehf. dags. 25. mars 2015, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 30. mars 2015, Gunnar Bergmann Stefánsson f.h. lóðareiganda Fiskislóðar 43 dags. 30. mars 2015 og Þormóður Sveinsson f.h. eigenda Fiskislóðar 31 móttekið 14. apríl 2015. Tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015. Erindið er lagt fram að nýju ásamt breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

534. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Tillagan var auglýst frá 16. febrúar til og með 30. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Lindberg ehf. dags. 25. mars 2015, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 30. mars 2015 og Gunnar Bergmann Stefánsson f.h. lóðareiganda Fiskislóðar 43 dags. 30. mars 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

96. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar.



94. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 br. 12. desember 2014 og uppfært 20. janúar 2015 að deiliskipulagi Örfiriseyjar.

Uppdráttur 001
uppdráttur 002
uppdráttur 003
Uppdráttur 004
Uppdráttur 005

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Tillagan er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlun en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðarþróunar, sem liggja í svæðinu. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi samþykkja þeir að auglýsa hana en setja fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðarþróun og betri borg. "
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarráðs.




91. fundur 2015
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar.

Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka:
"Tillagan er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlun en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðarþróunar, sem liggja í svæðinu. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi samþykkja þeir að auglýsa hana en setja fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðarþróun og betri borg. "

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.



90. fundur 2014
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar.

Uppdráttur 1
Uppdráttur 2
Uppdráttur 3
Uppdráttur 4
Uppdráttur 5.

Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:10.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið
Vignir Albertsson og Gylfi Guðjónsson kynna.
Frestað.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 11:06 þá var jafnframt búið að kynna lið nr. 6 á dagskránni Háskólinn í Reykjavík.




520. fundur 2014
Örfirisey, deiliskipulag
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2014 var lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

517. fundur 2014
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.