Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Fossaleynir 19-23,
Njálsgötureitur 3,
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Aðgerðaráætlun vegna hávaða,
Hofsvallagata,
Umhverfis- og skipulagsráð,
Umhverfis- og skipulagsráð,
Gangbrautir,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024,
Efstaleiti 5,
Kvosin, Landsímareitur,
Garðastræti 21,
Útilistaverk,
Vogabyggð,
Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2013-2017,
Umhverfis- og skipulagssviðs,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Betri hverfi 2013,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Ægisíða 74,
Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B,
Hverfisgata 103,
Frakkastígsreitur 1.172.1,
Reitur 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur,
Húsahverfi svæði C,
34. fundur 2013
Ár 2013, miðvikudaginn 18. september2013 kl. 09:20, var haldinn 34. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Geirsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 13. september 2013.
Umsókn nr. 130355 (02.46.81)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2. Fossaleynir 19-23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkþings dags. 17. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19-23 við Fossaleyni. Í breytingunni felst stækkun lóðar, aukning á byggingarmagni, fjölgun á innkeyrslum o.fl., samkvæmt uppdrætti Arkþings dags. í september 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 130157 (01.19.03)
3. Njálsgötureitur 3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits 3, dags. 9. júlí 2013. Skipulagssvæðið afmarkast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. júlí 2013. Tillagan var auglýst frá 19. júlí til og með 30. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök miðborgar dags. 27. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs Miðborgar dags. 26. ágúst 2013 ásamt bókun dags. 22. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2013.
Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2013.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120514
540169-6249
Félagsstofnun stúdenta
Háskólatorgi Sæmundar 101 Reykjavík
4. Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Breytt tillaga var endurauglýst frá 15. júlí 2013 til og með 27. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir við endurauglýsingu: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. ágúst 2013, Húsfélagið Ásholti 2-42, Friðjón Bjarnason dags. 22. ágúst 2013, Hvíta húsið dags. 23. ágúst 2013, Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 26. ágúst 2103, Jón Ágúst Ragnarsson dags. 26. ágúst 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 27 ágúst 2013, Iðnmennt ses dags. 27. ágúst 2013 og Snorri Waage dags. 28. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða vegna bókunar Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013 með 8 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páli Hjaltasyni. Elsu Hrafnhildi Yeoman og Karli Sigurðssyni og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmari Sveinssyni og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson greiðir atkvæði á móti tillögunni og bókar:"Borgarbúar eiga að geta treyst því að deiliskipulagsáætlanir haldi gildi sínu og að frá þeim verði ekki vikið í veigamiklum þáttum. Sérstaklega á það við í eldri hlutum borgarinnar enda byggjast fasteignakaup oft á tíðum á þeim gögnum sem aðgengileg eru borgarbúum um framtíðaruppbyggingu í samræmi við staðfest deiliskipulag. Lóðirnar að Ásholti 2-42 og Brautarholti 7 liggja saman og mynda eina byggingarheild. Íbúar í Ásholti 2-42 hafa mótmælt uppbyggingu á Brautarholti 7 enda er hún að mjög verulegu leyti í ósamræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1987.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir því að á lóðinni Brautarholti 7 muni rísa 54 íbúðir ásamt atvinnuhúsnæði. Gert er ráð fyrir 86 bílastæðum. Nýtt deiliskipulag sem auglýst hefur verið gerir ráð fyrir því að á lóðinni verði 96 íbúðir en bílastæði verði aðeins 20. Hvergi hefur hlutfall bílastæða á íbúð við sambærilegar aðstæður verið jafn lágt en gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverjar fimm íbúðir.
Gert er ráð fyrir því að á lóð númer 7 við Brautarholt rísi stúdentaíbúðir og þess vegna færri bílum en í venjulegu íbúðarhverfi en hér er gengið of langt. Auk þess verður að gera ráð fyrir svigrúmi komi til breytinga á nýtingu lóðarinnar í framtíðinni ekki síst vegna staðsetningar hennar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á nærliggjandi reitum.
Rétt hefði verið að taka tillit til mjög skýrra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið."
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka: "Borgarbúar eiga fyrst og fremst að geta treyst á skipulag sem stuðlar að lífvænlegri borg, þar sem ólíkum samgönguháttum er gert jafnhátt undir höfði. Það er sannkallað fagnaðarefni að eigendur lóðarinnar telji sig aðeins þurfa 20 bílastæði, þannig er hægt að nýta borgarlandið og fjármuni í annað og þarfara en einkabílinn sem líður engan skort í Reykjavík í dag."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bóka: "Það er fagnaðarefni að nú liggi fyrir skipulag að nýjum íbúðareiningum fyrir stúdenta í miðborginni. Brýn þörf er fyrir fleiri íbúðir og herbergi fyrir stúdenta í Reykjavík, en talið er að um 1100 íbúðareiningar fyrir stúdenta vanti í borgina til að uppfylla eftirspurn. Þau 98 herbergi sem hér eru samþykkt verða kærkomin viðbót við það takmarkaða framboð sem þegar er fyrir hendi.
Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af bílastæðamálum, sem er skiljanlegt. Því er skorað á umhverfis- og skipulagssvið að hefja þegar í stað viðræður við íbúa nærliggjandi húsa til að bjóða upp á mótvægisaðgerðir svo engin hætta sé á að stúdentar fylli öll laus stæði í hverfinu. Til þess eru margar leiðir færar. Benda má á að engin vandræði hafa skapast við stúdentaíbúðirnar á Lindargötu, þótt þar séu færri stæði á hvern stúdent en verður í þessu nýja skipulagi. En áhyggjum íbúanna ber að taka alvarlega og tryggja að ekki sé gengið á rétt þeirra."
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 45423
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 747 frá 17. september 2013.
Umsókn nr. 130174
510402-2940
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6. Aðgerðaráætlun vegna hávaða, tillaga
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013 varðandi tillögu að aðgerðaráætlun dags. júní 2013 í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013.
Stefán Agnar Finnsson yfirverfræðingur situr fundinn undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 130234
7. Hofsvallagata,
Breytingar á tímabundnum breytingum við Hofsvallagötu og svör við athugasemdum og spurningum íbúa.
Kynnt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: ¿Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar."
Tillagan samþykkt.
Umsókn nr. 130239
8. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi samstillingu umferðarljósa
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: "Samstilling umferðarljósa á helstu umferðaræðum borgarinnar virðist ábótavant. Ósamstillt ljós valda umferðartöfum með tilheyrandi loft- og hávaðamengun auk þess sem ósamstillt umferðarljós auka slit á malbiki. Óskað er upplýsinga um hvernig samstillingu umferðarljósa er háttað eftir götum borgarinnar. Hvaða aðferðum er beitt? Við hvaða umferðarhraða er miðað? Hversu tíðar eru stillingar? Hvernig er eftirliti með samstillingum ljósa háttað?"
Umsókn nr. 130240
9. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsemi gróðrarstöðva
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: "Starfsemi gróðrarstöðva hefur verið hluti af fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar. Almennur áhugi á garðrækt styður mikilvægi þess að skapa gróðrarstöðvum aðstæður í borgarlandinu til þess að byggja upp sinn rekstur og þjóna borgarbúum. Bent skal á að eitt af þekktustu fyrirækjum á þessu sviði í Reykjavík er á lóð þar sem leigusamningur rennur út eftir fá ár. Það er því mikilvægt að tryggja því fyrirtæki viðunandi úrlausn til framtíðar. Einnig verður að skapa tækifæri fyrir önnur fyrirtæki sem vilja hasla sér völl á þessu sviði. Hvaða svæði innan borgarmarkanna koma til álita fyrir þennan atvinnurekstur? "
Umsókn nr. 130236
10. Gangbrautir, leiðbeiningar
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2013 ásamt drögum verkfræðistofunnar Eflu dags. september 2013 að leiðbeiningum um útfærslu á gönguþverunum í Reykjavík.
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl: 12:19 og Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum kl: 12:23.
Stefán Agnar Finnsson yfirverfræðingur situr fundinn undir þessum lið.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá Verkfræðistofunni Eflu kynnir.
Umsókn nr. 130207
11. Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014
Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014.
Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi k. 13:13 og Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 13:13.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Starfsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páli Hjaltasyni. Elsu Hrafnhildi Yeoman og Karli Sigurðssyni og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmari Sveinssyni og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókar: "Fulltrúi Vinstri grænna gerir ekki athugasemdir við þá forgangsröðun sem farið hefur fram á sviðinu og telur drög að starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins líta skynsamlega út. Fulltrúinn áréttar þó gagnrýni sína á vinnubrögð við rammaúthlutun og telur að betur hefði farið á því ef lengri tími, meiri umræður og skýrari fókus hefði verið í þeirri vinnu. Þá hefði án efa verið veitt fjármagni í að taka á móti 17 ára ungmennum í Vinnuskólann, enda myndi það létta mjög á öðrum sviðum strax á næsta ári, auk þess sem slík fjárfesting leiðir af sér ótvíræðan sparnað til lengri tíma. Að sama skapi hefði þurft að yfirfara gjaldskrár með mun heildstæðari hætti og miklu fyrr í ferlinu. Fulltrúi Vinstri grænna boðar breytingatillögur sem lúta að þessum málum á milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn."
Umsókn nr. 130393
700169-3759
Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
12. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, auglýsing tillögu
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs dags. 8. ágúst 2013 vegna samþykktar bæjarstjórnar Kópavogs 25. júlí 2013 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Kópavogs. Tillagan er í kynningu frá 9. ágúst til 20. september 2013. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. september 2013.
Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri aðalskipulags situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. september 2013 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 130213 (01.74.54)
660269-1779
BYGGIÐN - Félag byggingamanna
Borgartúni 30 105 Reykjavík
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
13. Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. ágúst 2013 þar sem gerð er athugasemd við erindið.
Harri Ormarsson lögfræðingur og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við bréf Skipulagsstofnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna deiliskipulag að reitnum í samráði við lóðarhafa.
Umsókn nr. 120528 (01.14.04)
14. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. september 2013 þar sem óskað er eftir lagfærðum gögnum.
Umsókn nr. 130418 (01.13.65)
470912-0650
Festir ehf.
Kjalarvogi 7-15 104 Reykjavík
15. Garðastræti 21, málskot
Lagt fram málskot Heimis Sigurðssonar framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Festis ehf. dags. 20. ágúst 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 28. júní 2013 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 21 við Garðastræti.
Frestað.
Umsókn nr. 130227
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP
Lagt fram bréf menningar og ferðamálasviðs dags. 28. ágúst 2013 varðandi fyrirhugaðra listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 16. júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2013.
Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2013 samþykkt.
Umsókn nr. 130427
17. Vogabyggð, hugmyndasamkeppni
Lögð fram drög að hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut.
Ætlunin er að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Frestað.
Umsókn nr. 130224
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18. Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2013-2017, tillaga
Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 26. ágúst 2013 vegna afgreiðslu fundar velferðarráðs þann 22. ágúst s.l. um að vísa tillögu að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 til umsagnar hjá fagráðum borgarinnar, jafnframt er óskað eftir því að fagsvið borgarinnar taki strax mið af þessum drögum af forvarnarstefnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2014. Óskað er eftir að umsögn umhverfis- og skipulagsráðs berist fyrir 16. september 2013.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 130221
19. Umhverfis- og skipulagssviðs, átakshópur um bætt aðgengi fatlaðra
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi bætt aðgengi fatlaðra í miðborginni: "Nú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum."
Umsókn nr. 130238
20. Umhverfis- og skipulagssvið, sex mánaða uppgjör
Lagt fram sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs.
Verkstaða júlí 2013.
Umsókn nr. 130182
21. Betri hverfi 2013, tillaga að staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. júní 2013 varðandi staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði. Einnig eru lagðar fram tillögur starfshóps dags. í júní 2007.
Frestað.
Umsókn nr. 130211
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22. Betri Reykjavík, malbika göngustíg austan Egilshallar
Lögð fram fimmta efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál "Malbika göngustíg austan Egilshallar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130212
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23. Betri Reykjavík, snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim
Lögð fram þriðja efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál "Snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130138
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24. Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 "Laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi" ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130196
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25. Betri Reykjavík, aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar
Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur "Aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130200
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26. Betri Reykjavík, sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir
Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi "Sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130194
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
27. Betri Reykjavík, snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir "Snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130210
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
28. Betri Reykjavík, breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum skipulagsmál "Breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130213
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
29. Betri Reykjavík, stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir "Stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130209
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
30. Betri Reykjavík, vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum ýmislegt "Vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130223
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
31. Betri Reykjavík, einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum íþróttir "einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130222
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
32. Betri Reykjavík, klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum frístundir og útivist "klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 130383 (01.54.50)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
33. Ægisíða 74, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 16. júlí 2013 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2013 um veitingu leyfis til breytinga á þaki Ægisíðu 74. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. september 2013.
Frestað.
Umsókn nr. 130235 (01.15.25 01)
460212-1460
Hverfill ehf.
Helluvaði 1 110 Reykjavík
660504-2060
Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
34. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.152.5, lóðirnar að Hverfisgötu 59, 61 og Frakkastíg 6b.
Umsókn nr. 130353 (01.15.44)
660504-2060
Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
35. Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.4, lóðina að Hverfisgötu 103.
Umsókn nr. 130216 (01.17.21)
36. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits sem afmarkast af Frakkastíg, Laugavegi og Hverfisgötu.
Umsókn nr. 130400 (01.17.13)
37. Reitur 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur, Breyting á skilmálum deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna auglýsingar á breytingu á skilmálum deiliskipulags í reit 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur.
Umsókn nr. 120562 (02.84)
38. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á skilmálum deiliskipulags Húsahverfis Grafarvogi III svæði C.