Rauðarárholt v/ Brautarholt 7

Verknúmer : SN120514

42. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 8. nóvember 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að unnin verði tillaga að deiliskipulagi.

467. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

37. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. október 2013 um samþykkt borgarstjórnar dags. 1. október 2013 á auglýstu deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsráði er einnig falið að fara í sérstaka skoðun og mótun aðgerða vegna bílastæða í nágrenni nýrra stúdentagarða.

Vísað til meðferðar samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs og Bílastæðasjóðs.

37. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. október 2013 um samþykkt borgarstjórnar dags. 1. október 2013 á deiliskipulagi fyrir Rauðarárholt v/Brautarholt 7.



34. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Breytt tillaga var endurauglýst frá 15. júlí 2013 til og með 27. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir við endurauglýsingu: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. ágúst 2013, Húsfélagið Ásholti 2-42, Friðjón Bjarnason dags. 22. ágúst 2013, Hvíta húsið dags. 23. ágúst 2013, Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 26. ágúst 2103, Jón Ágúst Ragnarsson dags. 26. ágúst 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 27 ágúst 2013, Iðnmennt ses dags. 27. ágúst 2013 og Snorri Waage dags. 28. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða vegna bókunar Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013 með 8 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páli Hjaltasyni. Elsu Hrafnhildi Yeoman og Karli Sigurðssyni og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmari Sveinssyni og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson greiðir atkvæði á móti tillögunni og bókar:"Borgarbúar eiga að geta treyst því að deiliskipulagsáætlanir haldi gildi sínu og að frá þeim verði ekki vikið í veigamiklum þáttum. Sérstaklega á það við í eldri hlutum borgarinnar enda byggjast fasteignakaup oft á tíðum á þeim gögnum sem aðgengileg eru borgarbúum um framtíðaruppbyggingu í samræmi við staðfest deiliskipulag. Lóðirnar að Ásholti 2-42 og Brautarholti 7 liggja saman og mynda eina byggingarheild. Íbúar í Ásholti 2-42 hafa mótmælt uppbyggingu á Brautarholti 7 enda er hún að mjög verulegu leyti í ósamræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1987.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir því að á lóðinni Brautarholti 7 muni rísa 54 íbúðir ásamt atvinnuhúsnæði. Gert er ráð fyrir 86 bílastæðum. Nýtt deiliskipulag sem auglýst hefur verið gerir ráð fyrir því að á lóðinni verði 96 íbúðir en bílastæði verði aðeins 20. Hvergi hefur hlutfall bílastæða á íbúð við sambærilegar aðstæður verið jafn lágt en gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverjar fimm íbúðir.
Gert er ráð fyrir því að á lóð númer 7 við Brautarholt rísi stúdentaíbúðir og þess vegna færri bílum en í venjulegu íbúðarhverfi en hér er gengið of langt. Auk þess verður að gera ráð fyrir svigrúmi komi til breytinga á nýtingu lóðarinnar í framtíðinni ekki síst vegna staðsetningar hennar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á nærliggjandi reitum.
Rétt hefði verið að taka tillit til mjög skýrra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið."

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka: "Borgarbúar eiga fyrst og fremst að geta treyst á skipulag sem stuðlar að lífvænlegri borg, þar sem ólíkum samgönguháttum er gert jafnhátt undir höfði. Það er sannkallað fagnaðarefni að eigendur lóðarinnar telji sig aðeins þurfa 20 bílastæði, þannig er hægt að nýta borgarlandið og fjármuni í annað og þarfara en einkabílinn sem líður engan skort í Reykjavík í dag."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bóka: "Það er fagnaðarefni að nú liggi fyrir skipulag að nýjum íbúðareiningum fyrir stúdenta í miðborginni. Brýn þörf er fyrir fleiri íbúðir og herbergi fyrir stúdenta í Reykjavík, en talið er að um 1100 íbúðareiningar fyrir stúdenta vanti í borgina til að uppfylla eftirspurn. Þau 98 herbergi sem hér eru samþykkt verða kærkomin viðbót við það takmarkaða framboð sem þegar er fyrir hendi.
Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af bílastæðamálum, sem er skiljanlegt. Því er skorað á umhverfis- og skipulagssvið að hefja þegar í stað viðræður við íbúa nærliggjandi húsa til að bjóða upp á mótvægisaðgerðir svo engin hætta sé á að stúdentar fylli öll laus stæði í hverfinu. Til þess eru margar leiðir færar. Benda má á að engin vandræði hafa skapast við stúdentaíbúðirnar á Lindargötu, þótt þar séu færri stæði á hvern stúdent en verður í þessu nýja skipulagi. En áhyggjum íbúanna ber að taka alvarlega og tryggja að ekki sé gengið á rétt þeirra."
Vísað til borgarráðs


33. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Breytt tillaga var endurauglýst frá 15. júlí 2013 til og með 27. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir við endurauglýsingu: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. ágúst 2013, Húsfélagið Ásholti 2-42, Friðjón Bjarnason dags. 22. ágúst 2013, Hvíta húsið dags. 23. ágúst 2013, Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 26. ágúst 2103, Jón Ágúst Ragnarsson dags. 26. ágúst 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 27 ágúst 2013, Iðnmennt ses dags. 27. ágúst 2013 og Snorri Waage dags. 28. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða vegna bókunar Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.

Sverrir Bollason víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

Athugasemdir kynntar.
Frestað.


26. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 4. júlí 2013 um endurauglýsingu á breyttu deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt.



458. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Breytt tillaga var endurauglýst frá 15. júlí 2013 til og með 27. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir við endurauglýsingu: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. ágúst 2013, Húsfélagið Ásholti 2-42, Friðjón Bjarnason, dags. 22. ágúst 2013, Hvíta húsið, dags. 23. ágúst 2013, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, dags., 26. ágúst 213, Jón Ágúst Ragnarsson, dags., 26. ágúst 2013, Húsfélagið Brautarholti 8, dags. 27 ágúst 2013, Iðnmennt ses, dags. 27. ágúst 2013 og Snorri Waage dags. 28. ágúst 2013. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða vegna bókunar Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

24. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012 breytt 20. júní 2013 Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012 breytt 20. júní 2013. Eldri tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2013 vegna athugasemda sem bárust.

Sverrir Bollason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að endurauglýsa breytta tillögu.
Vísað til borgarráðs.


21. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ágúst Ragnarsson dags. 29. apríl 2013, Snorri Waage dags. 1. maí 0213, Símon S. Wiium dags. 8. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Húsfélag Ásholti 2 - 42 dags. 9. maí 2013, Anna E. Ásgeirsdóttir dags. 10. maí 2013, Ingibjörg Pétursdóttir dags. 12. maí 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 12. maí 2013, Iðnmennt, Heiðar Ingi Svansson dags. 12. maí 2013, Bjarni M. Jónsson og Þóra dags. 12. maí 2013, T.ark f.h. eigenda að Brautarholti 6, 3 hæð ásamt rekstraraðilum á sömu hæð dags. 13. maí 2013, íbúar að Ásholti 20 dags. 13. maí 2013, Hvíta húsið dags. 13. maí 2013, 44 íbúar og aðstandendur húsfélagsins Ásholti 2-42 mótt. 13. maí 2013, Ása S. Atladóttir dags. 14. maí 2013, Finnbogi Sveinbjörnsson dags. 16. maí 2013 og Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 20. maí 2103.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


445. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma.. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ágúst Ragnarsson dags. 29. apríl 2013, Snorri Waage dags. 1. maí 0213, Símon S. Wiium dags. 8. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Húsfélag Ásholti 2 - 42 dags. 9. maí 2013, Anna E. Ásgeirsdóttir dags. 10. maí 2013, Ingibjörg Pétursdóttir dags. 12. maí 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 12. maí 2013, Iðnmennt, Heiðar Ingi Svansson dags. 12. maí 2013, Bjarni M. Jónsson og Þóra dags. 12. maí 2013, T.ark f.h. eigenda að Brautarholti 6, 3 hæð ásamt rekstraraðilum á sömu hæð dags. 13. maí 2013, íbúar að Ásholti 20 dags. 13. maí 2013, Hvíta húsið dags. 13. maí 2013, 44 íbúar og aðstandendur húsfélagsins Ásholti 2-42 mótt. 13. maí 2013, Ása S. Atladóttir dags. 14. maí 2013, Finnbogi Sveinbjörnsson dags. 16. maí 2013 og Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 20. maí 2103.

Athugasemdir kynntar.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.


443. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð til 23. janúar 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ágúst Ragnarsson dags. 29. apríl 2013, Snorri Waage dags. 1. maí 0213, Símon S. Wiium dags. 8. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Húsfélag Ásholti 2 - 42 dags. 9. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Anna E. Ásgeirsdóttir dags. 10. maí 2013, Ingibjörg Pétursdóttir dags. 12. maí 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 12. maí 2013, Iðnmennt, Heiðar Ingi Svansson dags. 12. maí 2013, Bjarni M. Jónsson og Þóra dags. 12. maí 2013, T.ark f.h. eigenda að Brautarholti 6, 3 hæð ásamt rekstraraðilum á sömu hæð dags. 13. maí 2013, íbúar að Ásholti 20 dags. 13. maí 2013, Hvíta húsið dags. 13. maí 2013, 44 íbúar og aðstandendur húsfélagsins Ásholti 2-42 mótt. 13. maí 2013, Ása S. Atladóttir dags. 14. maí 2013 og Finnbogi Sveinbjörnsson dags. 16. maí 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2013 um samþykkt borgarráðs 21. mars 2013 um breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt.



11. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Kynningin stóð til 23. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 12. janúar, Sólrún Björg Kristinsdóttir dags. 13. janúar 2012, Ása Steinunn Atladóttir dags. 14. janúar 2013, Heiðar Ingi Svansson dags. 21. janúar 2013, Snorri Waage dags. 22. janúar 2013, Hvíta Húsið dags. 22. janúar 2013, Ingibjörg Jónsdóttir og Garðar Arason dags. 22. janúar 2013, Ragnar Daði Sigurðsson f.h. Íbúa Ásholts 20 dags. 23. janúar 2013, T.ark og XO eignarhaldsfélag dags. 23. janúar 2013, Halldór Kolbeinsson dags. 23. janúar 2013, Jón Á. Ragnarsson dags. 24. janúar 2013 og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Friðjón Bjarnason dags. 24. janúar 2013.
Allar athugasemdir í einu skjali.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnfram var samþykkt að halda fund með hagsmunaaðilum á auglýsingartímanum.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:" "Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu í þeim tilgangi að leita eftir afstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila. Settur er fyrirvari um endanlega afstöðu m.a. með tilliti til athugasemda sem kunna að berast".


435. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Kynningin stóð til 23. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 12. janúar, Sólrún Björg Kristinsdóttir dags. 13. janúar 2012, Ása Steinunn Atladóttir dags. 14. janúar 2013, Heiðar Ingi Svansson dags. 21. janúar 2013, Snorri Waage dags. 22. janúar 2013, Hvíta Húsið dags. 22. janúar 2013, Ingibjörg Jónsdóttir og Garðar Arason dags. 22. janúar 2013, Ragnar Daði Sigurðsson f.h. Íbúa Ásholts 20 dags. 23. janúar 2013, T.ark og XO eignarhaldsfélag dags. 23. janúar 2013, Halldór Kolbeinsson dags. 23. janúar 2013, Jón Á. Ragnarsson dags. 24. janúar 2013 og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Friðjón Bjarnason dags. 24. janúar 2013.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

429. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Kynningin stóð til 23. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 12. janúar og Sólrún Björg Kristinsdóttir dags. 13. janúar 2012, Ása Steinunn Atladóttir dags. 14. janúar 2013, Heiðar Ingi Svansson, dags. 21. janúar 2013, Snorri Waage dags. 22. janúar 2013, Hvíta Húsið dags. 22. janúar 2013, Ingibjörg Jónsdóttir og Garðar Arason dags. 22. janúar 2013, Ragnar Daði Sigurðsson f.h. Íbúa Ásholts 20 dags. 23. janúar 2013, T.ark og XO eignarhaldsfélag dags. 23. janúar 2013, Halldór Kolbeinsson dags. 23. janúar 2013, Jón Ág. Ragnarsson dags. 24. janúar 2013 og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Friðjón Bjarnason dags. 24. janúar 2013.

Athugasemdir kynntar. Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

428. fundur 2013
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Kynningin stóð til 23. febrúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 12. janúar og Sólrún Björg Kristinsdóttir dags. 13. janúar 2012, Ása Steinunn Atladóttir dags. 14. janúar 2013, Heiðar Ingi Svansson, dags. 21. janúar 2013, Snorri Waage dags. 22. janúar 2013, Hvíta Húsið dags. 22. janúar 2013, Ingibjörg Jónsdóttir og Garðar Arason dags. 22. janúar 2013, Ragnar Daði Sigurðsson f.h. Íbúa Ásholts 20 dags. 23. janúar 2013, T.ark og XO eignarhaldsfélag dags. 23. janúar 2013, Halldór Kolbeinsson, dags. 23. janúar 2013, Jón Ág. Ragnarsson dags. 24. janúar 2013 og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Friðjón Bjarnason dags. 24. janúar 2013,

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

296. fundur 2012
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012.

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.