Hofsvallagata
Verknúmer : US130234
59. fundur 2014
Hofsvallagata, umferðatalningar
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteinns Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013. "Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar."
Einnig er lögð fram niðurstaða úr talningu sem gerð var 2. og 3. október 2013.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu : Umferðartalning á Hofsvallagötu og nokkrum öðrum götum á Högunum leiðir í ljós að þrenging Hofsvallagötunnar á síðasta ári varð til þess að umferð á öðrum götum í hverfinu jókst um allt að 1000 bíla á sólarhring. Þrenging Hofsvallagötu dró því verulega úr umferðaröryggi gangandi vegfarenda og er þá sérstakt áhyggjuefni að á svæðinu eru tveir stórir skólar. Brýnt er að gera ítarlegri talningu með reglubundnu millibili á öllum götum umhverfis skólana
58. fundur 2014
Hofsvallagata, umferðatalningar
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteinns Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013. "Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar."
Einnig er lögð fram niðurstaða úr talningu sem gerð var 2. og 3. október 2013.
Kynnt.
34. fundur 2013
Hofsvallagata, umferðatalningar
Breytingar á tímabundnum breytingum við Hofsvallagötu og svör við athugasemdum og spurningum íbúa.
Kynnt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: ¿Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar."
Tillagan samþykkt.