Ármúli 3, Básbryggja, Bogahlíð 12-18, Dofraborgir 26, Háskóli Íslands, Kjalarvogur , Knarrarvogur 2 og 4/Súðarvogur, leiðrétting, Kringlan 9, Laugarás, Hrafnista, Reitur Menntaskólans í Reykjavík, Vesturbæjarskóli, Umferðarmál, Barónsstígur 3A, Bauganes 12, Borgartún 36, Fellaskóli, Gautavík 11-15, Gautavík/Ljósavík, Landakot, Laugardalur, Melgerði 11, Miklabraut/Skeiðarvogur, Sléttuvegur 9, Sólheimar, Vatnagarðar 38, Hagatorg, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,

Skipulags- og umferðarnefnd

12. fundur 1998

Ár 1998, föstudaginn 5. júní kl. 10:00, var haldinn 12. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


Ármúli 3, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um lóðarstækkun að Ármúla 3.


Básbryggja, nýbyggingar/lóðabreytingar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.05. og 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um nýbyggingar og lóðabreytingar við Básbryggju.



Bogahlíð 12-18, göngustígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um göngustíg við Bogahlíð 12 - 18.


Dofraborgir 26, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um lóðarstækkun að Dofraborgum 26.


Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 18. s.m., um deiliskipulag háskólalóðar, austurhluta.


Kjalarvogur , deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi við Kjalarvog.


Knarrarvogur 2 og 4/Súðarvogur, leiðrétting, lóðarstækkun/lega Súðarvogs
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um lóðarstækkun að Knarrarvogi 2.


Kringlan 9, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um nýbyggingu að Kringlunni 9.


Laugarás, Hrafnista, hjúkrunarheimili
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m., um hjúkrunarálmu við Hrafnistu, Laugarási.


Reitur Menntaskólans í Reykjavík, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 18. s.m., um tengibyggingu og lóðarbreytingu á reit Menntaskólans í Reykjavík.


Vesturbæjarskóli, viðbygging/lóðabreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 18. s.m., um viðbyggingu og lóðarbreytingu við Vesturbæjarskóla.


Umferðarmál, viðurkenning
Lagt fram bréf Framkvæmdastjórnar átaksins "öryggi barna - okkar ábyrgð" dags. 18.05.98 ásamt viðurkenningu til skipulags- og umferðarnefndar dags. 29.05.98 fyrir að huga vel að velferð gangandi vegfarenda með lagningu göngustíga, hjólreiðastíga, göngu og hjólabrúa, með því að draga úr ökuhraða og fyrir að tryggja börnum öruggari gönguleið í og úr skóla.


Barónsstígur 3A, stækkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 14.04.98 varðandi erindi Guðmundar Magnússonar um endurnýjun byggingarleyfis vegna Barónsstígs 3a frá 30.09.93 skv. uppdr. Páls V. Bjarnasonar ark. dags. 8.07.93. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.04.98.
Samþykkt

Bauganes 12, bílskúr
Lagt fram bréf Þórkötlu Halldórsdóttur mótt. 8.05.98 ásamt uppdr. Péturs A. Björnssonar dags. 4.05.98 varðandi bílskúr að Bauganesi 12. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og að setja í grenndarkynningu fyrir eigendum lóðanna Bauganesi 1A, 3, 5, 7, og 14 og Baugatanga 1 og 3.

Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Lagt fram bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 30.03.98 og 10.03.98, varðandi breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni nr. 36 við Borgartún sem samþ. var í skipulagsnefnd þ. 4.11.94, ásamt uppdráttum Arnar Sigurðssonar ark. dags. 3.06.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags dags. 4.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að framlagðar teikingar verði sendar í grenndarkynningu til eigenda Sóltúns 28, Borgartúns 30 og 34, og meðeiganda á lóðinni Borgartúni 36, en leggur áherslu á að lóðin er samkvæmt aðalskipulagi íbúðarlóð þannig að öll starfsemi á lóðinni verður að falla að þeirri landnotkun.

Fellaskóli, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 15.04.98 varðandi erindi byggingardeildar borgarverkfræðings um að byggja álmu til vesturs skv. uppdr. Ormars Þórs Guðmundssonar ark. dags. 01.04.98 og erindi og uppdráttur sama aðila, dags. 24.04.98.
Samþykkt

Gautavík 11-15, skilmálar
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts, dags. 27.03.98, varðandi breytingar á skipulagsskilmálum á Gautavík 11-15 og nýbyggingu samkv. uppdr. mótt. 3.04.98.
Samþykkt

Gautavík/Ljósavík, skilmálar
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Húsvirkis hf og Húsafls hf, dags. 24.03.98, varðandi byggingu húsa á tveimur pöllum í stað fjögurra á lóðum við Gautavík nr. 20-26, 30-36, 17-23 og 33-39, jafnframt að hús á lóð nr. 11-15 við Gautavík verði á einum palli í stað þriggja. Einnig lagt fram samþykki hluthafa í Víkurhverfi ehf., dags. 24.03.98. Ennfremur lagt fram bréf skipulagshöfundar Árna Friðrikssonar dags. 31.3.98 og Borgarskipulags dags. 3.4.98.
Samþykkt

Landakot, deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurunnin tillaga Borgarskipulags skv. uppdr. Ólafar G. Valdemarsd. að breyttu deiliskipulagi á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakot, dags. 04.06.97, br. 3.04.98 í samræmi við athugasemdir íbúa.

Samþykkt

Laugardalur, ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 16.03.98, varðandi fyrirhugað ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands, ásamt erindi Arnars Sigurðssonar form. klúbbsins, dags. 12.03.98 og minnispunktum Borgarskipulags, dags. 08.05.98. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 20.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar í bókun frá fundi nefndarinnar, 11.5. s.l. og tekur undir bókun umhverfismálaráðs.

Melgerði 11, bílskúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.05.98, varðandi byggingu bílskúrs í norðvesturhorni lóðarinnar nr. 11 við Melgerði, samkv. uppdráttum Aldísar M. Norðfjörð, arkitekts, dags. 05.05.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.06.98.
Umsögn Borgarskipulags samþykkt og að senda málið í grenndarkynngu á Melgerði 9 og 13 og Hlíðargerði 4 og 6.

Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 3.06.98 vegna gatnamóta Miklubrautar/Skeiðarvogs og landnotkunarbreytingar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindi borgarverkfræðings með 4 atkv. Óskar D. Ólafsson sat hjá.

Sléttuvegur 9, nýbygging
Lagt fram bréf Teiknist. Óðinstorgi, dags. 26.02.98, varðandi nýbyggingu á Sléttuvegi 9, samkv. uppdr. sama, dags. í febr. 1998, br. í mars og apríl 1998 ásamt greinargerð vegna hljóðvistarmála, dags. 30.04.98. Einnig lagt fram bréf Stefáns Einarssonar, dags. 12.05.98 og greinargerð Almennu verkfræðistofunnar h.f., dags. 14.05.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.06.98 og minnisblað borgarverkfræðings um hljóðvist við Sléttuveg 9, dags. 3.6.98.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á umsögn Borgarskipulags, dags. 4.6.98, og að málið verði kynnt húsfélagi Sléttuvegar 11-13.

Sólheimar, lóðarafmörkun, skilmálar
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóðar og skilmálum, dags. 17.04.98, fyrir sambýli fatlaðra ásamt afmörkun lóða leikskólanna Sunnuborgar og Holtaborgar. Einnig lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis, dags. 18.12.97 og bréf Dagvistar barna, dags. 24.04.98.
Samþykkt

Vatnagarðar 38, breytt notkun
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 3.06.98 ásamt bréfi Þyrpingar hf. sama dags varðandi breytt afnot af lóðinni.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Hagatorg, listaverk
Guðrún Ágústsdóttir spurðist fyrir um hvað liði uppsetningu listaverks Sigurjóns Ólafssonar á Hagatorgi.
Borgarskipulagi falið að ganga frá þessu máli.


Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Skipulagsstjóri kynnti forval ráðgjafa vegna svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið.