Borgartún 36
Skjalnúmer : 7296
13. fundur 1999
Borgartún 36, br. á deiliskipulagi
Lagður er fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags, dags. 07.12.1998, að breytingu á deiliskipulagi, samþ. 06.11.1973 í borgarráði (sbr. tillögu Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.02.98, br. 03.09.98), sem auglýstur hefur verið skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997. Athugasemdabréf bárust vegna auglýsingarinnar frá Halldóri Þ. Birgissyni hdl., f.h. Guðmundar Jónassonar ehf., dags. 18.02.99 og frá Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf., dags. 04.02.99 og 04.03.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 28.08.98, br. 04.09.98. 02.03.99 og 25.05.99 ásamt bréfi Borgarlögmanns, dags. 06.05.99 og bréfi Sigurbjörns Þorbergssonar, hdl., f.h. Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar, dags. 27. apríl 1999.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum svofellda bókun (fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá):
"Í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 7.11.94, borgarráðs 15.11.94, og bókanir skipulags- og umferðarnefndar frá 26.10.98 og 7.12.98, umsagnir Borgarskipulags dags. 28.8.98 br. 4.9.98, 2.3.99 og 25.5.99, bréf borgarlögmanns dags. 6.5.99, bréf Sigurbjörns Þorbergssonar hdl. f.h. Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar, dags. 27. apríl 1999, samþykkir skipulags- og umferðarnefnd að leggja til við borgarráð breytingu á deiliskipulagi, samþ. 6.11.1973 í borgarráði, í samræmi við uppdrátt Borgarskipulags dags. 7.12.98 og með breyttum texta sbr. tillögu Borgarskipulags".
7. fundur 1999
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags, dags. 7.12.1998 að breytingu á deiliskipulagi, samþ. 06.11.1973 i borgarráði yfir í tillögu Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.02.98, br. 3.9.98. Athugasemdarbréf bárust frá Halldóri Þ. Birgissyni hdl, f.h. Guðmundar Jónassonar ehf., dags. 18.02.99 og Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf., dags. 4.2.99 og 4.3.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 2.3.99.
Þar sem ekki liggur fyrir samstaða milli eigenda lóðarinnar sér skipulags- og umferðarnefnd sér ekki fært að afgreiða málið.
1. fundur 1999
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um Borgartún 36, breytt skipulag og auglýsingu.
6. fundur 1999
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags, dags. 7.12.1998 að breytingu á deiliskipulagi, samþ. 06.11.1973 í borgarráði yfir í tillögu Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.02.98, br. 03.09.98. Athugasemdarbréf bárust frá Halldóri Þ. Birgissyni hdl. f.h. Guðmundar Jónassonar ehf. dags. 18.02.99 og Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 04.02.99 og 4.3.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.03.99.
Frestað
26. fundur 1998
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Lagður fram uppdráttur Borgarskipulags, dags. 7.12.1998 að breytingu á deiliskipulagi, samþ. 06.11.1973 í borgarráði yfir í tillögu Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.02.98, br. 03.09.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 09.11.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillaga Arnar Sigurðssonar, arkitekts, verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.
23. fundur 1998
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 30.03.98 og 10.03.98, varðandi breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni nr. 36 við Borgartún sem samþ. var í skipulagsnefnd þ. 4.11.94, ásamt uppdráttum Arnar Sigurðssonar ark. dags. 3.6.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags dags. 4.06.98.
Kynningin stóð frá 9.06.98 til 9.07.98. Þrjár athugasemdir bárust: bréf Lögmanna Klapparstíg f.h. Guðmundar Jónassonar ehf., dags. 03.07.98 og 14.09.98, bréf 33 íbúa að Sóltúni 28, dags. 08.07.98 og bréf VDO hjólbarðaverkstæðis, dags. 09.07.98. Einnig lagt fram bréf Almennu málflutningsstofunnar f.h. Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar, dags. 23.07.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 28.08.98, br. 04.09.98, minnisblaði skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 04.09.98 og nýrri teikn. Arnar Sigurðssonar, dags. 17.2.98, br. 3.9.98, ásamt bréfi Almennu Verksfræðist., dags. 3.9.98 og bréfi Arnar Sigurðssonar, dags. 11.09.98. Ennfremur lagðir fram hljóðstigsútreikningar Gísla Karels Halldórssonar verkfr. og Arnar Sigurðssonar ark. með skýringaruppdr. Arnar Sigurðssonar ark. dags. 1.10.98. Einnig lagt fram bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 16.10.98 og umsögn byggingarfulltrúa varðandi hljóðvist, dags. 23.10.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 28.8.98, breytt 4.9.98, um athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar. Ennfremur samþykkir nefndin svofellda bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd getur fyrir sitt leyti fallist á breytingu á skipulagi hvað varðar breytta staðsetningu byggingar, bílastæði í kjallara og breytta aðkomu sbr. teikn. Arnar Sigurðssonar, arkitekts, dags. 17.2.98, breytt 3.9.98 með fyrirvara um að hljóðvistarkröfur séu uppfylltar áður en málið er afgreitt úr byggingarnefnd (ekki gerð athugasemd um notkun tæknilegra útfærslna s.s. hljóðdeyfra loftrása). Vísað í eldri bókun þar sem lögð er áhersla á að lóðin er skv. aðalskipulagi íbúðarlóð, þannig að öll ný starfsemi á lóðinni verður að falla að þeirri landnotkun. Ljóst er að ágreining meðal lóðarhafa þarf að leysa áður en til samþykktar byggingarnefndar kemur.#
18. fundur 1998
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 30.03.98 og 10.03.98, varðandi breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni nr. 36 við Borgartún sem samþ. var í skipulagsnefnd þ. 4.11.94, ásamt uppdráttum Arnar Sigurðssonar ark. dags. 3.6.98, samantekt Borgarskipulags, dags. 04.06.98 og bréf Lögmanna Klapparstíg, dags. 03.07.98, bréf 33 íbúa að Sóltúni 28, dags. 08.07.98, bréf VDO hjólbarðaverkstæðis, dags. 09.07.98 og bréf Almennu málaflutningsstofunnar, dags. 23.07.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 28.08.98, br. 04.09.98 og minnisblaði skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 04.09.98 og nýrri teikn. Arnar Sigurðssonar, dags. 17.2.98, br. 3.9.98, ásamt bréfi Almennu Verksfræðist., dags. 3.9.98.
Frestað
17. fundur 1998
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 30.03.98 og 10.03.98, varðandi breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni nr. 36 við Borgartún sem samþ. var í skipulagsnefnd þ. 4.11.94, ásamt uppdráttum Arnar Sigurðssonar ark. dags. 3.6.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags dags. 4.06.98. Ennfremur lögð fram bréf Lögmanna Klapparstíg, dags. 03.07.98, bréf 33 íbúa að Sóltúni 28, dags. 08.07.98, bréf VDO hjólbarðaverkstæðis, dags. 09.07.98 og bréf Almennu málaflutningsstofunnar, dags. 23.07.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 28.08.98, br. 04.09.98 og minnisblaði skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 04.09.98 og hljóðvistarútreikningar umferðardeildar, dags. 7.9.98 og nýrri teikn. Arnar Sigurðssonar, dags. 17.2.98, br. 3.9.98, ásamt bréfi Almennu Verksfræðist., dags.3.9.98.
Frestað.
12. fundur 1998
Borgartún 36, breyting á skipulagi, leiðrétting
Lagt fram bréf Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar ehf, dags. 30.03.98 og 10.03.98, varðandi breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni nr. 36 við Borgartún sem samþ. var í skipulagsnefnd þ. 4.11.94, ásamt uppdráttum Arnar Sigurðssonar ark. dags. 3.06.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags dags. 4.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að framlagðar teikingar verði sendar í grenndarkynningu til eigenda Sóltúns 28, Borgartúns 30 og 34, og meðeiganda á lóðinni Borgartúni 36, en leggur áherslu á að lóðin er samkvæmt aðalskipulagi íbúðarlóð þannig að öll starfsemi á lóðinni verður að falla að þeirri landnotkun.
25. fundur 1994
Borgartún 36, breytt landnotkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.11.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 07.11.94 um breytta landnotkun lóðarinnar nr. 36 við Borgartún.
23. fundur 1994
Borgartún 36, breytt landnotkun
Lagt fram bréf Hreiðars Ögmundssonar f.h. Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar hf., dags. 4.11.94, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar nr. 36 við Borgartún verði breytt úr iðnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Einnig lagðir fram uppdr. Arnar Sigurðssonar, arkitekts, dags.4.11.94 og greinargerð dags. 4.11.94.
Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð, að óska eftir heimild til að breyta landnotkun á lóðinni samkv. 19. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd lýsir sig jákvæða gagnvart 5 hæða íbúðarhúsi með inndreginni 6. hæð að fenginni landnotkunarbreytingu.