Aðalskipulag Reykjavíkur, Baughús 22, Brautarás 19, Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, Garðhús 1-33, Gerðhamrar 27, Gerðuberg 1, Hverfisgata, Hlaðbær 17, Langirimi, Langirimi 21-23, Laugarnes, Rimaflöt, leikskóli,

Skipulags- og umferðarnefnd

6. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 18. mars kl. 11 var haldinn 6. fundar skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Aðalskipulag Reykjavíkur, umferð um Vesturhöfn
Lagt fram minnisblað umferðardeildar um umferð í Vesturhöfn og á Mýrargötu, dags. 14.3.96. Ennfremur lögð fram álitsgerð Gunnars Inga Ragnarssonar, Vinnustofunni Þverá, dags. 27.2.96, um aðalskipulag í Örfirisey og umferðarsköpun.



Baughús 22, stækkun íbúðar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 4.3.96, varðandi stækkun kjallaraíbúðar að Baughúsum 22 samkv. uppdr. Staðalhúsa sf., dags. í mars 1990, br. í febr. 1996.

Frestað.

Brautarás 19, afnotaréttur til ræktunar
Lagt fram bréf Guðjóns Steinssonar, dags. 1.2.96, varðandi ósk um afnotarétt til ræktunar á 2 metra breiðri spildu meðfram suðurmörkum lóðar nr. 19 við Brautarás. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.3.96.

Vísað til garðyrkjudeildar.

Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, pósthús, skipulagsskilmálar
Lagt fram að nýju bréf Ivon Stefáns Cilia f.h. Pósts og síma, dags. 1.3.96, varðandi staðsetningu pósthúss á lóð milli Bæjarhálss og Hraunbæjar samkv. tillögu, dags. 29.2.96. Einnig lagðir fram skilmálar Borgarskipulags, dags. 15.3.96, fyrir lóðir við Bæjarháls/Hraunbæ.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að staðsetningu pósthúss. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu Borgarskipulags að skipulagsskilmálum.

Garðhús 1-33, fjölgun íbúða
Lagt fram að nýju bréf Kristins Sveinbjörnssonar f.h. Smiðsáss hf., dags. 15.2.96, varðandi ósk um fjölgun íbúða á lóðarhluta 1-7A og 9-17, á lóð nr 1-33 við Garðhús, samkv. uppdr. dags. 22.11.95, br. 22.1.96.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á framlagða tillögu. Þegar hefur verið samþykkt að fjölga íbúðum á lóðinni og að gera þar ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum í stað eins. Það er mat nefndarinnar að lóðin beri ekki frekari fjölgun íbúða, m.a. með tilliti til bílastæða og bílskúra.

Gerðhamrar 27, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags.4.3.96, varðandi nýbyggingu að Gerðhömrum 27 samkv. uppdr. Jóhannesar Péturssonar, dags. í janúar 1996.

Samþykkt.

Gerðuberg 1, breytt notkun
Lagt fram að nýju bréf Bjarna Marteinssonar, dags. 31.1.96, varðandi ósk um að innrétta 5 íbúðir á fyrstu hæð húss nr. 1 við Gerðuberg.

Frestað.

Hverfisgata, skipulag umferðar
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.2.96, varðandi umferð og akstur SVR í vesturátt á Hverfisgötu. Einnig lagt fram bréf Laugavegssamtakanna, dags. 5.3.'96.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu SVR um akstur strætisvagna í vesturátt eftir Hverfisgötu og tekur undir bókun umferðarnefndar frá 14.3.'96. Borgarskipulagi, umferðardeild og SVR falin nánari útfærsla.

Hlaðbær 17, viðbygging og afmörkun lóðar
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 18.12.95, varðandi viðbyggingu við leikskóla að Hlaðbæ 17, samkv. uppdr. vinnustofunnar KÍM sf., dags. 6.12.95. Einnig lagðar fram athugasemdir sem fram komu vegna kynningar. Ennfremur lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa um athugasemdir nágranna, dags. 18.3.'96. Jafnframt lögð fram tillaga KÍM sf., vinnustofu arkitekta, dags. 26.1.'96, að breyttum lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagðar tillögur um viðbyggingu og breytt lóðarmörk.

Langirimi, afmörkun lóða
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða leikskóla, gæsluvallar og verslunar við Langarima, dags. 15.3.96.

Samþykkt.

Langirimi 21-23, breytt lóðarmörk og staðsetning húsa
Lagður fram uppdráttur Arkitekta Tjarnargötu 4 með breyttum mörkum verslunarlóðar að Langarima 21-23, dags. 15.3.96, og staðsetning húsa.

Samþykkt.

Laugarnes, lóðaafmörkun og frumdrög að skipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða og frumdrög að skipulagi á Laugarnestanga, dags. 23.2.96. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 6.3.96.

Frestað.
Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við umfjöllun um málið.


Rimaflöt, leikskóli, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs varðandi afmörkun lóðar fyrir einkarekinn leikskóla og íbúðarhúsnæði við Rimaflöt. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 7.3.96.

Skipulagsnefnd fellst ekki á að gert verði ráð fyrir íbúðum, en samþykkir að beina því til borgarráðs að sótt verði um breytingu á landnotkun samkv. 19. gr. skipulagslaga úr útivistarsvæði og athafnasvæði í stofnanasvæði. Vísað til stjórnar dagvistar barna.