Langirimi 21-23

Skjalnúmer : 9659

6. fundur 1996
Langirimi 21-23, breytt lóðarmörk og staðsetning húsa
Lagður fram uppdráttur Arkitekta Tjarnargötu 4 með breyttum mörkum verslunarlóðar að Langarima 21-23, dags. 15.3.96, og staðsetning húsa.

Samþykkt.

3. fundur 1996
Langirimi 21-23, verslunar- og þjónustuhús
Lagt fram bréf Arkitekta Tjarnargötu 4, dags. 27.1.96, varðandi byggingu verslunar- og þjónustuhúss við Langarima 21-23, samkv. uppdr., dags. 27.1.96.

Samþykkt.

9. fundur 1994
Langirimi 21-23, afmörkun bílastæðalóðar
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.04.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 11.04.1994 um afmörkun bílastæðalóðar við Langarima 21-23.



8. fundur 1994
Langirimi 21-23, afmörkun bílastæðalóðar
Lagður fram uppdráttur Teiknistofunnar Bankastræti 11, varðandi afmörkun bílastæðalóðar við Langarima, dags. 8.4.94.

Samþykkt. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir reiðhjólum (hjólagrindum) við aðkomuleiðir.

7. fundur 1994
Langirimi 21-23, afmörkun verslunarlóðar
Lögð fram tillaga Teiknist. Bankastr. 11 um afmörkun verslunarlóðar í Rimahverfi, dags. 25.3.94.

Sýna skal lokun Langarima fyrir akandi umferð við verslunar- og þjónustusvæðið í samræmi við skipulag.