Garðhús 1-33
Skjalnúmer : 9786
6. fundur 1996
Garðhús 1-33, fjölgun íbúða
Lagt fram að nýju bréf Kristins Sveinbjörnssonar f.h. Smiðsáss hf., dags. 15.2.96, varðandi ósk um fjölgun íbúða á lóðarhluta 1-7A og 9-17, á lóð nr 1-33 við Garðhús, samkv. uppdr. dags. 22.11.95, br. 22.1.96.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á framlagða tillögu. Þegar hefur verið samþykkt að fjölga íbúðum á lóðinni og að gera þar ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum í stað eins. Það er mat nefndarinnar að lóðin beri ekki frekari fjölgun íbúða, m.a. með tilliti til bílastæða og bílskúra.
4. fundur 1996
Garðhús 1-33, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf Kristins Sveinbjörnssonar f.h. Smiðsáss hf., dags. 15.2.96, varðandi ósk um fjölgun íbúða á lóðarhluta 1-7A og 9-17, á lóð nr 1-33 við Garðhús, samkv. uppdr. dags. 22.11.95, br. 22.1.96.
Frestað.
18. fundur 1994
Garðhús 1-33, hljóðmön
Lagt fram erindi Kristins Sveinbjörnssonar f.h. lóðarhafa, dags. 1.6.94, ásamt uppdrætti, dags. mars '94, varðandi ósk um færslu á mön norðan lóðarinnar.
Samþykkt.