Gullinbrú,
Hólaberg 78,
Klapparstígur 35,
Óðinsgata 8,8a,8b,8c,
Sigtúnsreitur,
Baughús 10,
Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Bensínstöðvar og bensínsölur,
Tindasel 3,
Byggðarendi 9,
Fjörgyn, afmörkun kirkju,
Gullinbrú,
Jötnaborgir 13-15,
Jötnaborgir 9-11,
Kirkjutún,
Kvistaland, leikskóli,
Langholtsvegur 43,
Mjóstræti 5,
Norðurstígur 5,
Vallengi 2,
Völvufell, gangstétt,
Samkeppni um skipul. nýs íbúðahverfis í Grafarholti,
Skipulags- og umferðarnefnd
10. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 8. maí kl. 11.00, var haldinn 10. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn. YYYYYY. Ennfremur sat fundinn Jón Júlíusson. Fundarritari varXXXXXX.
Þetta gerðist:
Gullinbrú, breikkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.4.95 á bókun skipulagsnefndar frá 24.4.95 um hljóðmanir við Gullinbrú.
Hólaberg 78, gistiheimili
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.4.95 á bókun skipulagsnefndar frá 24.4.95 um gistiheimili að Hólabergi 78.
Klapparstígur 35, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.4.95 á bókun skipulagsnefndar frá 24.4.95 um nýbyggingu að Klapparstíg 35.
Óðinsgata 8,8a,8b,8c, lóðamörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.4.95 á bókun skipulagsnefndar frá 24.4.95 um lóðamörk við Óðinsgötu 8, 8a, 8b og 8c.
Sigtúnsreitur, breytt lóðamörk/ torg
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.4.95 á bókun skipulagsnefndar frá 24.4.95 um deiliskipulag Sigtúnsreits.
Baughús 10, breyting á skilmálum
Lagt fram að nýju bréf Stefáns G. Óskarssonar, dags. 13.3.95, varðandi ósk um breytingu á skilmálum í Húsahverfi á þann veg að gera húsið Baughús 10 að tvíbýlishúsi.
Frestað.
Vísað til umsagnar Borgarskipulags og byggingarfulltrúa.
Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús, staðsetning
Lagðar fram tillöguteikningar dr. Magga Jónssonar, arkitekts, að náttúrufræðahúsi H.Í. í Vatnsmýri, dags. í maí 1995.
Tillöguhöfundur og Brynjólfur Sigurðsson, formaður byggingarnefndar náttúrufræðahúss, komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu náttúrufræðahúss og bílastæða við það, en tekur ekki afstöðu til annarra atriða að svo stöddu. Nefndin minnir á að verið er að vinna að tillögu um skipulag af friðlandi og tjarnarsvæði í Vatnsmýri.
Aðalskipulag Reykjavíkur, fyrirspurn
Lögð fram vinnuáætlun vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 2.5.95, og minnisblað um Austursvæði, dags. 26.4.95. Bjarni Reynarsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir skýrðu málið.
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda
Lagðar fram athugasemdir, sem bárust vegna auglýsingar varðandi landnotkunarbreytingu vegna staðsetningar verslunar og þjónustu (bensínafgreiðsla og verslun) við Hraunbæ/Bæjarháls í Árbæ og á fyllingu með dælistöð fráveitu við Eiðsgranda. Ennfremur lagðar fram umsagnir Borgarskipulags um athugasemdirnar.
Frestað að ósk Gunnars Jóhanns Birgissonar.
Tindasel 3,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.4.95, varðandi erindi Ólafs Pálssonar og Guðlaugs Guðmundssonar um breytingu á verslunarhúsnæði við Tindasel 3, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, dags. 12.4.95.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggðarendi 9, aukaíbúð
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.3.95, varðandi ósk Vilbergs Vilbergssonar um að innrétta íbúð í kjallara húss nr. 9 við Byggðarenda, samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 1.2.95. Einnig lagt fram bréf íbúa húsa nr. 3, 5, 7 og 11 við Byggðarenda, dags. 27.4.95.
Samþykkt.
Fjörgyn, afmörkun kirkju, göngustígar
Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar, landslagsarkitekts, að lóðamörkum og göngustígum, síðast dags. 2.5.95.
Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.
Gullinbrú, leiksvæði
Lagt fram bréf íbúa við Fannafold 23-45 varðandi ósk um frágang svæðis, sem áður var ætlað fyrir "stóra" bíla og gerð hljóðmanar. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 19.4.95. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 26.4.95.
Skipulagsnefnd fellst á að ekki verði gert ráð fyrir leiksvæði vestan göngustígsins.
Jötnaborgir 13-15, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf lóðarhafa að Jötnaborgum 13 og 15, dags. 3.5.95, varðandi ósk um breytingar á skilmálum húsanna.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Jötnaborga 9-11.
Jötnaborgir 9-11, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Stefáns Ingólfssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 30.4.95, varðandi breytingar á skilmálum húsa nr. 9 og 11 í Jötnaborgum, samkv. uppdr. dags. 4.4.95.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Jötnaborga 5-7 og 13-15.
Kirkjutún, deiliskipulag
Lagt fram bréf Þórðar Magnússonar f.h. Eimskipafélags Íslands, dags. 25.4.95, varðandi ósk um staðfestingu á deiliskipulagi Kirkjutúns, sem samþykkt var í skipulagsnefnd 7.11.94.
Frestað. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings og borgarlögmanns.
Kvistaland, leikskóli, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.4.95, varðandi erindi byggingadeildar borgarverkfræðings um viðbyggingu við leikskóla við Kvistaland samkv. uppdr. Arkþings, dags. í apríl 1995.
Samþykkt.
Langholtsvegur 43, stækkun
Lagt fram bréf Guðmundar Kr. Guðmundssonar, arkitekts f.h. Landsbanka Íslands, dags. 4.5.95 varðandi ósk um að stækka hús bankans við Langholtsveg 43, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í apríl 1995.
Samþykkt.
Mjóstræti 5, lóðamál
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðamörkum og bættum frágangi á lóð Reykjavíkurborgar að Mjóstræti 5.
Samþykkt.
Norðurstígur 5, nýbygging
Lagt fram bréf Halldórs Gíslasonar, arkitekts, dags. 19.4.95, varðandi nýbyggingu að Norðurstíg 5, samkv. uppdr. dags. í apríl 1995.
Frestað.
Vallengi 2, sambýli fatlaðra
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.4.95, varðandi erindi félagsmálaráðuneytisins um byggingu sambýlis fyrir fatlaða að Vallengi 2 samkv. uppdr. teiknistofunnar Kím s.f., dags. 18.4.95.
Samþykkt.
Völvufell, gangstétt,
Lögð fram tillaga Kjartans Mogensen landslagsarkitekts, dags. 27.7.93, um lagningu gangstéttar inn á lóð.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum.
Samkeppni um skipul. nýs íbúðahverfis í Grafarholti,