Tindasel 3

Skjalnúmer : 9623

10. fundur 1995
Tindasel 3,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.4.95, varðandi erindi Ólafs Pálssonar og Guðlaugs Guðmundssonar um breytingu á verslunarhúsnæði við Tindasel 3, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, dags. 12.4.95.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

22. fundur 1994
Tindasel 3, breytt notkun
Lagt fram bréf Hörpu Ólafsdóttur, dags. 13.10.94, varðandi ósk um að breyta hluta verslunarhúsnæðis í Tindaseli 3 í íbúðir. Einnig lagðir fram uppdr. Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, dags. 2.5.94. Ennfremur lagt fram afrit af bréfi Borgarskipulags, dags. 29.9.94, til Hörpu Ólafsdóttur.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína til erindisins með vísan til bréfs Borgarskipulags frá 29.9.94, en vekur einnig athygli á að húsið á lóðinni er mun stærra en upphaflega var ákveðið í deiliskipulagi.

18. fundur 1994
Tindasel 3, breytt notkun
Lagt fram erindi Halldórs Guðmundssonar, dags. 15.8.94, f.h. lóðarhafa ásamt uppdrætti sama aðila, dags. 28.4.94, varðandi ósk um að breyta verslunarhúsnæði á 1. hæð í verslun og 5 íbúðir.

Skipulagsnefnd vekur athygli á að húsið er á verslunar- og þjónustulóð hverfisins samkvæmt skipulagi. Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á erindið og bendir jafnframt á að forsendur hafa ekki breyst frá því að skipulagsnefnd synjaði samskonar erindi í tvígang.

11. fundur 1994
Tindasel 3, breytt notkun
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. eigenda Tindasels 3, dags. 2.5.94, varðandi breytta notkun efri hæðar að Tindaseli 3, þannig að verlunarhúsnæði minnkar og breytist í íbúðir. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 2.5.94.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir.

3. fundur 1994
Tindasel 3, breytt notkun
Lagt fram béf Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 31.1.94, varðandi ósk um að breyta jarðhæð verslunarhúss við Tindasel 3 í 8 íbúðir, samkv. uppdr. Teiknist. hf. Ármúla 6, dags. 26.1.94.

Synjað.