Norðurstígur 5
Skjalnúmer : 9616
16. fundur 1995
Norðurstígur 5, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 8.6.95, varðandi ósk Kirkjuhvols sf. um að reisa 4 íbúða hús á lóð nr. 5 við Norðurstíg. Einnig lagðir fram uppdr. Halldórs Gíslasonar, arkitekts, dags. í júní 1995.
Samþykkt, með fyrirvara um að svalir gangi ekki út yfir gangstétt.
11. fundur 1995
Norðurstígur 5, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf Halldórs Gíslasonar, arkitekts, dags. 19.4.95, varðandi nýbyggingu að Norðurstíg 5, samkv. uppdr. dags. í apríl 1995.
Skipulagsnefnd getur fallist á að byggt verði íbúðarhús á lóðinni að hámarki tvær hæðir og ris með 3 íbúðum og bílastæðum á jarðhæð. Nefndin óskar eftir að útfærsla hússins verði kynnt í skipulagsnefnd.
10. fundur 1995
Norðurstígur 5, nýbygging
Lagt fram bréf Halldórs Gíslasonar, arkitekts, dags. 19.4.95, varðandi nýbyggingu að Norðurstíg 5, samkv. uppdr. dags. í apríl 1995.
Frestað.