Álagrandi,
Garðhús 19-33,
Krosshamrar 9A-11A,
Laufásvegur 31,
Laugardalur,
Mörkin 4,
Skútuvogur 2-8,
Borgahverfi, a og b hluti,
Klettasvæði,
Bensínstöðvar og bensínsölur,
Dvergaborgir 1,
Álfheimar, OLÍS,
Útivistarsvæði við Korpu,
Laugavegur 58,
Síðumúli 32,
Víðidalur, dýraspítali,
Hafnarstræti, SVR-miðstöð,
Vesturlandsvegur, undirgöng,
Æsuborgir 13 og 15,
Úthlutanir byggingalóða,
Reykjavík við aldarhvörf,
Skipulags- og umferðarnefnd
3. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 23. janúar kl. 11.00 var haldinn 3. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sóttu fundinn. YYYYYY. Ritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:
Álagrandi, breyting á skipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um breytt skipulag við Álagranda.
Garðhús 19-33, lóðastækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um lóðarstækkun að Garðhúsi 19-31.
Krosshamrar 9A-11A, bílskúrar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um bílskúra við Krosshamra 11 og 11a.
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á umsögn skipulagsnefndar frá 9.1.95 ásamt skipulagstillögunni. Borgarskipulagi falið að leita staðfestingar á landnotkunarbreytingu í samræmi við það.
Laugardalur, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um stíg í Laugardal neðan lóðar við Laugarásveg.
Mörkin 4, verslunar- og skrifstofuhús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um verslunar- og skrifstofuhús að Mörkinni 4.
Skútuvogur 2-8, breyting á áður samþykktum teikningum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um breytingar á teikningum vegna Skútuvogar 2.
Borgahverfi, a og b hluti, skipulag svæða a og b
Lagðar fram tillögur arkitektanna Ívars Eysteinssonar og Ólafs Brynjars Halldórssonar að deiliskipulagi a hluta Borgahverfis ásamt drögum að skilmálum, dags. 22.1.95 og tillögur arkitektanna Ágústu Sveinbjörnsdóttur og Helgu Bragadóttur að deiliskipulagi b hluta Borgahverfis ásamt drögum að skilmálum, dags. 23.1.95, unnar fyrir Borgarskipulag.
Höfundarnir kynntu tillögur sínar.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagsuppdrætti a- og b-hluta Borgahverfis í megindráttum.
Klettasvæði, skipulag
Lagðar fram tillöguteikningar tæknideildar Reykjavíkurhafnar að afmörkuðu svæði á Klettasvæði, dags. 9.1.95, ásamt samþykkt hafnarstjórnar frá 11.1.95. Jón Þorvaldsson frá Reykjavíkurhöfn kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguuppdrátt, dags. 9.1.95.
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd.
Lögð fram átta athugasemdabréf vegna fyrirhugaðra lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ, Stekkjarbakka og Eiðsgranda.
Dvergaborgir 1, lóð dreifistöðvar RR
Lagt fram bréf deildarstjóra áætlanadeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, dags. 17.1.95, þar sem óskað er eftir að lóð RR undir dreifistöð við Dvergaborgir 1 verði minnkuð úr 38.5 fm í 30.0 fm.
Samþykkt.
Álfheimar, OLÍS, lóðarstækkun og aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Einars Benediktssonar f.h. OLÍS hf., dags. 21.9.94, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar félagsins við Álfheima fyrir þvottaplan og bílastæði og breyttri aðkomu að lóð frá Suðurlandsbraut. Einnig lagðir fram uppdr. Friðriks Ólafssonar og Sigurðar Thoroddsen, mótt. 22.9.94, uppdr. Ingimundar Sveinssonar, dags. 6.1.95, bréf Borgarskipulags til íbúa í Gnoðarvogi 24 og 30, bókun umferðarnefndar frá 17.11.94 og greinargerð Gunnars Inga Ragnarssonar, dags. 8.10.94. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 18.1.95 og bréf umferðardeildar, dags. 23.1.95.
Samþykkt með vísan til bókana umhverfismálaráðs frá 18.1.95 og umferðarnefndar frá 19.1.95.
Útivistarsvæði við Korpu, áningarstaður hestamanna
Lagðar fram tillöguteikningar Bjarkar Guðmundsdóttur, landslagsarkitekts, að áningarstað hestamanna á útivistarsvæði við Korpu, dags. 28.10.94.
Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.
Laugavegur 58, viðbyggingar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.1.95, varðandi ósk Tage Ammendrup um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum að Laugavegi 58. Einnig lagðir fram uppdr. Ólafs Hermannssonar, dags. í nóv. 1994 og umsögn Borgarskipulags, dags. 19.1.95.
Frestað.
Síðumúli 32, leiðrétting á áður samþykktri bókun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 2.1.95, varðandi erindi Pharmaco hf., Álnabæjar hf. og Stefáns Thorarensen hf. um lóðarstækkun að Síðumúla 32. Einnig lagt fram mæliblað, dags. 4.11.94 og bókun skipulagsnefndar frá 16.9.91.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið þannig, að viðbót við lóðina verði með skilyrði um að þinglýsa skuli yfirlýsingu um að bílastæði á þessari viðbótarlóð verði umfram almennar bílastæðakröfur á lóðinni og lóðarstækkunin veiti ekki rétt til aukins byggingarmagns á lóðinni.
Víðidalur, dýraspítali, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf Landslagsarkitekta, f.h. Dýraspítala Watsons, dags. 20.1.95, ásamt tillögu að staðsetningu dýraspítala í Víðidal, dags. 29.11.94.
Frestað. Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.
Hafnarstræti, SVR-miðstöð, bráðabirgðahúsnæði fyrir SVR
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.11.94 varðandi tillögur borgarverkfræðings um bráðabirgðahús fyrir SVR við Tryggvagötu. Einnig lagðar fram tillögur byggingadeildar borgarverkfræðings.
Frestað.
Vesturlandsvegur, undirgöng, staðsetning og fyrirkomulag
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 19.1.95, varðandi staðsetningu og fyrirkomulag undirganga undir Vesturlandsveg á móts við Viðarhöfða. Einnig lagður fram uppdr. Alm. verkfræðistofunnar hf. unninn fyrir Gatnamálastjóra, dags. 18.1.95.
Samþykkt. Vísað til umferðarnefndar.
Æsuborgir 13 og 15, breyting á skilmálum
Lagt fram erindi Steingríms Th. Þorleifssonar, dags. 4.1.94 varðandi ósk um breytingu á skilmálum, þ.e. stækkun byggingarreits að Æsuborgum 13 og 15.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið og vísar til skilmála.
Úthlutanir byggingalóða,
Lagt fram yfirlit yfir úthlutun lóða í Reykjavík á árinu 1994.
Reykjavík við aldarhvörf,
Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi í samráði við nefndina að undirbúa málþing að vori, þar sem fjallað verði um skipulag og samgöngur, húsnæðis- og byggingarmál, umhverfi og vistfræði, menningu og félagsmál o.s.frv.