Laufásvegur 31

Skjalnúmer : 6769

3. fundur 1995
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á umsögn skipulagsnefndar frá 9.1.95 ásamt skipulagstillögunni. Borgarskipulagi falið að leita staðfestingar á landnotkunarbreytingu í samræmi við það.



1. fundur 1995
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á landnotkunarbreytingu á lóðinni og umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 6.1.95. Ennfremur lagðar fram tillögur umferðardeildar og Borgarskipulags um lagfæringar á gatnamótum Þingholtsstrætis, Laufásvegar, Hellusunds og Skothúsvegar, merktar A, B og C, ásamt tillögu Borgarskipulags að leiksvæði í Hallargarði og bílastæðum á Grundarstíg 18, dags. 4.1.95.



Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umsögn Borgarskipulags með lítilsháttar orðalagsbreytingum.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svofellda bókun:
"Fulltrúar Reykjavíkurlistans í skipulagsnefnd eru sammála umsögn Borgarskipulags um athugasemdir vegna auglýsingar um breytta landnotkun að Laufásvegi 31. Við viljum þó benda á þá skoðun okkar að æskilegt er að deiliskipulag skv. nánari skilgreiningu sé til fyrir reiti í eldri hverfum til að tryggja heildarhagsmuni og skapa möguleika á að svara skýrt og fljótt tillögum um hugsanlegar breytingar á einstökum lóðum. Þau drög að umferðarskipulagi sem hér eru lögð fram og tillögur um ný leiksvæði verða nú send í kynningu og til frekari úrvinnslu í samráði við nágranna. Uppdráttur að nýbyggingum verði einnig kynntur. Breska ríkið á lóðina Laufásvegur 31 og hefur ekki hug á að selja borginni hana. Eignarnám í tilviki sem þessu er óframkvæmanlegt. Við teljum okkur ekki stætt á öðru en að verða við óskum eigendanna um að byggja á lóð sinni sendiráð eins og hugur þeirra hefur lengi staðið til".
Skipulagsnefnd samþykkir einnig að tillögur Borgarskipulags og umferðardeildar að endurbótum í Þingholtunum verði kynntar fyrir nágrönnum. Tillögunni jafnframt vísað til umhverfismálaráðs.
Ennfremur lögð fram tillaga Arkþings h.f., dags. 12.12.94, að sendiráðsbyggingu á lóðinni Laufásvegur 31. Einnig lagðir fram minnispunktar samráðsfundar "undirnefndar" vegna Laufásvegar 31, dags. 13.12.94.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillögur Arkþings h.f., en leggur áherslu á að efnisval í tengibyggingu og útfærsla hennar verði endurskoðað, sbr. minnispunkta samráðsfundar "undirnefndar" vegna Laufásvegar 31 frá 13.12.94.


23. fundur 1994
Laufásvegur 31, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs á bókun skipulagsnefndar frá 24.10.1994 um landnotkunarbreytingu að Laufásvegi 31.



22. fundur 1994
Laufásvegur 31, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf skipulagsstjóra ríkisins, dags. 21.10.94, vegna synjunar skipulagsstjórnar ríkisins á landnotkunarbreytingu við Laufásveg 31, samkv. 19. gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að tillaga að breyttri landnotkun á lóð nr. 31 við Laufásveg verði, að höfðu samráði við lóðarhafa, auglýst samkv. 17. gr. skipulagslaga.

22. fundur 1994
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs11.10.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 10.10.1994 um breytta notkun á lóðinni nr. 31 við Laufásveg.



21. fundur 1994
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 3.8.94, varðandi ósk Ístaks hf. um að reisa nýbyggingu á lóð nr. 31 við Laufásveg, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í júní 1994, br. 3.8.94. Einnig lögð fram athugasemdabréf sem borist hafa vegna kynningar og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.9.94. Ennfremur minnispunktar frá kynningarfundi þann 3.10.94 á Borgarskipulagi með hagsmunaaðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
" Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart byggingu sendiráðs á lóðinni og leggur því til við borgarráð að sótt verði um breytingu á landnotkun samkv. 19. gr. skipulagslaga, þannig að landnotkun á lóðinni verði verslunar- og þjónustusvæði í stað íbúðarsvæðis.
Nefndin leggur til að fundin verði betri lausn á útfærslu húsanna þannig að þau falli betur að nánasta umhverfi. Nefndin felur Guðrúnu Jónsdóttur og Gunnari Jóhanni Birgissyni ásamt fulltrúa frá Borgarskipulagi og frá byggingarnefnd að eiga viðræður við fulltrúa húsbyggjenda í þessu skyni".
Fulltrúar R-listans í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Nýbyggingar þær sem hér um ræðir eru fyrirhugaðar í mjög grónu hverfi stakstæðra húsa á einum fallegasta stað í Reykjavík. Lausn byggingarmála á þessari lóð hlýtur að felast í þessari staðreynd".


20. fundur 1994
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 3.8.94, varðandi ósk Ístaks hf. um að reisa nýbyggingu á lóð nr. 31 við Laufásveg, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í júní 1994, br. 3.8.94. Einnig lögð fram athugasemdabréf sem borist hafa vegna kynningar og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.9.94.
Frestað.

17. fundur 1994
Laufásvegur 31, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 3.8.94, varðandi ósk Ístaks hf. um að reisa nýbyggingu á lóð nr. 31 við Laufásveg, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í júní 1994, br. 3.8.94.

Byggingafulltrúa og Borgarskipulagi falið að kynna málið.

15. fundur 1994
Laufásvegur 31, Lögð fram tillaga teiknist. Arkþing, dags. í júní 1994, að byggingu húss fyrir sendiráð á lóð nr. 31 við Laufásveg.
Lögð fram tillaga teiknist. Arkþing, dags. í júní 1994 að byggingu húss fyrir sendiráð á lóð nr. 31 við Laufásveg.