Síðumúli 32
Skjalnúmer : 6711
3. fundur 1995
Síðumúli 32, leiðrétting á áður samþykktri bókun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 2.1.95, varðandi erindi Pharmaco hf., Álnabæjar hf. og Stefáns Thorarensen hf. um lóðarstækkun að Síðumúla 32. Einnig lagt fram mæliblað, dags. 4.11.94 og bókun skipulagsnefndar frá 16.9.91.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið þannig, að viðbót við lóðina verði með skilyrði um að þinglýsa skuli yfirlýsingu um að bílastæði á þessari viðbótarlóð verði umfram almennar bílastæðakröfur á lóðinni og lóðarstækkunin veiti ekki rétt til aukins byggingarmagns á lóðinni.