Ánaland 6, 8 og 10, Bíldshöfði 3, Dvergshöfði 27, Gerðhamrar 12-18, Samkeppni um skipul. nýs íbúðahverfis í Grafarholti, Laufrimi, leikskóli, Lágmúli 6-8, Sundagarðar 2, Sævarhöfði 2, Víkurhverfi, Aðalskipulag Reykjavíkur, Hverfakort 6, Ármúli 30, Álagrandi, Álfheimar, OLÍS, Bensínstöðvar og bensínsölur, Laufásvegur 31, Garðhús 19-33, Holtavegur - Langholtsskóli, Krosshamrar 9A-11A, Laugardalur, Mosavegur, skátaheimili, Reitur Menntaskólans í Reykjavík, Mörkin 4, Skútuvogur 2-8,

Skipulags- og umferðarnefnd

1. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 9. janúar kl. 11.00 var haldinn 1. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY Ritari var XXXXXX
Þetta gerðist:


Ánaland 6, 8 og 10, afnot af borgarlandi til ræktunar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 07.11.94 um Ánaland 6, 8 og 10, afnot af borgarlandi til ræktunar.



Bíldshöfði 3, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.12.94 um nýbyggingu að Bíldshöfða 3.



Dvergshöfði 27, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.11.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.09.94 um bílastæði við Dvergshöfða.



Gerðhamrar 12-18, niðurfelling göngustíga
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.12.94 um niðurfellingu göngustíga við Gerðhamra.



Samkeppni um skipul. nýs íbúðahverfis í Grafarholti, samkeppni um skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 26.09.94 varðandi samkeppni um skipulag Hamrahlíðarlanda.



Laufrimi, leikskóli, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.12.94 um leikskóla við Laufrima.



Lágmúli 6-8, þakhýsi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 04.07.94 um þakhýsi að Lágmúla 6-8.



Sundagarðar 2, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 21.11.94 um nýbyggingu að Sundagörðum 2. Jafnframt var lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar frá 02.12.94., sbr. samþykkt umferðarnefndar.



Sævarhöfði 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.12.94 um lóðarstækkun að Sævarhöfða 2.



Víkurhverfi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.11.94 á bókun skipulagsnefndar frá 25.07.94 um deiliskipulag Víkurhverfis.



Aðalskipulag Reykjavíkur, vinnuáætlun
Lögð fram endurskoðuð vinnuáætlun Aðalskipulags Reykjavíkur 1994-2014 og skýrsla Hagstofu Íslands um mannfjölda í Reykjavík 1. des. 1994.



Hverfakort 6,
Lagt fram hverfakort fyrir borgarhluta 6, Efra-Breiðholt, Neðra-Breiðholt og Seljahverfi.



Ármúli 30, leyfi fyrir áður byggðum skúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.12.94, varðandi erindi Katrínar E. Jónsdóttur um leyfi fyrir áður byggðum skúr á lóðinni nr. 30 við Ármúla. Einnig lagðar fram teikningar Guðríðar Ingu Sigurjónsdóttur, arkitekts, dags. í nóv. 1994.
Samþykkt

Álagrandi, breyting á skipulagi
Lagt fram bréf íbúa við Álagranda, Bárugranda og Grandaveg, dags. 15.6.93 varðandi frágang svæðis við gatnamót Álagranda og Bárugranda. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu skipulagi, s.s. breyttum lóðamörkum og gerð bílastæðalóðar, dags. 21.11.94 og bréf húsfélagsins Bárugranda 1-11, dags. 25.11.94.
Samþykkt.

Álfheimar, OLÍS, lóðarstækkun og aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Einars Benediktssonar f.h. OLÍS hf., dags. 21.9.94, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar félagsins við Álfheima fyrir þvottaplan og bílastæði og breyttri aðkomu að lóð frá Suðurlandsbraut. Einnig lagðir fram uppdr. Friðriks Ólafssonar og Sigurðar Thoroddsen, mótt. 22.9.94, uppdr. Ingimundar Sveinssonar, dags. 6.1.95, bréf Borgarskipulags til íbúa í Gnoðarvogi 24 og 30, bókun umferðarnefndar frá 17.11.94 og greinargerð Gunnars Inga Ragnarssonar, dags. 8.10.94.
Frestað.

Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 4.1.95, varðandi staðsetningu og fyrirkomulag þriggja lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd. Einnig lagðar fram tillögur Ögmundar Skarphéðinssonar, arkitekts, dags. í janúar 1995. Ögmundur Skarphéðinsson kom á fundinn og kynnti tillögurnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir að fram fari kynning á framlögðum tillögum um bensínstöðvalóðir".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Við samþykkjum að fram fari kynning á tillögunum að bensínstöðvalóðum, en gerum sömu fyrirvara og fram koma í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði 3. janúar s.l., vegna þessa máls og vísum jafnframt til þeirrar bókunar".


Laufásvegur 31, nýbygging
Lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á landnotkunarbreytingu á lóðinni og umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 6.1.95. Ennfremur lagðar fram tillögur umferðardeildar og Borgarskipulags um lagfæringar á gatnamótum Þingholtsstrætis, Laufásvegar, Hellusunds og Skothúsvegar, merktar A, B og C, ásamt tillögu Borgarskipulags að leiksvæði í Hallargarði og bílastæðum á Grundarstíg 18, dags. 4.1.95.



Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umsögn Borgarskipulags með lítilsháttar orðalagsbreytingum.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svofellda bókun:
"Fulltrúar Reykjavíkurlistans í skipulagsnefnd eru sammála umsögn Borgarskipulags um athugasemdir vegna auglýsingar um breytta landnotkun að Laufásvegi 31. Við viljum þó benda á þá skoðun okkar að æskilegt er að deiliskipulag skv. nánari skilgreiningu sé til fyrir reiti í eldri hverfum til að tryggja heildarhagsmuni og skapa möguleika á að svara skýrt og fljótt tillögum um hugsanlegar breytingar á einstökum lóðum. Þau drög að umferðarskipulagi sem hér eru lögð fram og tillögur um ný leiksvæði verða nú send í kynningu og til frekari úrvinnslu í samráði við nágranna. Uppdráttur að nýbyggingum verði einnig kynntur. Breska ríkið á lóðina Laufásvegur 31 og hefur ekki hug á að selja borginni hana. Eignarnám í tilviki sem þessu er óframkvæmanlegt. Við teljum okkur ekki stætt á öðru en að verða við óskum eigendanna um að byggja á lóð sinni sendiráð eins og hugur þeirra hefur lengi staðið til".
Skipulagsnefnd samþykkir einnig að tillögur Borgarskipulags og umferðardeildar að endurbótum í Þingholtunum verði kynntar fyrir nágrönnum. Tillögunni jafnframt vísað til umhverfismálaráðs.
Ennfremur lögð fram tillaga Arkþings h.f., dags. 12.12.94, að sendiráðsbyggingu á lóðinni Laufásvegur 31. Einnig lagðir fram minnispunktar samráðsfundar "undirnefndar" vegna Laufásvegar 31, dags. 13.12.94.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillögur Arkþings h.f., en leggur áherslu á að efnisval í tengibyggingu og útfærsla hennar verði endurskoðað, sbr. minnispunkta samráðsfundar "undirnefndar" vegna Laufásvegar 31 frá 13.12.94.


Garðhús 19-33, lóðastækkun
Lagt fram bréf Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 31.10.94 varðandi fyrirspurn um stækkun lóðanna nr. 19-33 við Garðhús um 4-6 m að Hallsvegi. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 3.1.95.

Tillaga Borgarskipulags samþykkt. Kvöð vegna holræsa verði á lóðinni.

Holtavegur - Langholtsskóli, stækkun
Lagt fram bréf Helgu Gunnarsdóttur, arkitekts, f.h. byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 2.1.95 um stækkun gömlu byggingar Langholtsskóla við Holtaveg, samkv. uppdr. í mkv. 1:100 og 1:500. Einnig lögð fram greinargerð, dags. 14.12.94.

Samþykkt.

Krosshamrar 9A-11A, bílskúrar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 2.1.95, varðandi erindi Haraldar Gíslasonar um að byggja bílskúr að Krosshömrum 11 og 11A, samkv. uppdr. Kristjáns Björnssonar, byggingartæknifr., dags. í nóv. 1994.

Samþykkt.

Laugardalur, afmörkun lóða
Lagt fram að nýju bréf Ágústs Friðrikssonar, f.h. húseigenda við Laugarásveg 2-30, dags. 27.4.94, varðandi stíg neðan lóðanna. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags um breytt aðalstígakerfi dalsins, dags. 5.1.95 og bókun umhverfismálaráðs frá 9.11.94.

Samþykkt.

Mosavegur, skátaheimili, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 20.7.94 varðandi úthlutun og afmörkun lóðar fyrir skátaheimili við Mosaveg samkv. uppdr. Markstofu.

Skipulagsnefnd samþykkir að gert verði ráð fyrir skátaheimili á þessu svæði og felur Borgarskipulagi að gera tillögu að því.

Reitur Menntaskólans í Reykjavík, hugmyndasamkeppni
Lögð fram að nýju byggingarsaga Menntaskólareits, tekin saman af Árbæjarsafni 1994. Einnig lögð fram greinargerð forstöðumanna Árbæjarsafns og Borgarskipulags, dags. 6.1.95.

Greinargerð forstöðumanna samþykkt.

Mörkin 4, verslunar- og skrifstofuhús
Lagt fram bréf Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. Egils Árnasonar hf. og Sigurðar H. Egilssonar hf., dags. 2.1.95 varðandi byggingu verslunar- og skrifstofuhúss í Mörkinni 4 samkv. teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar, dags. í des. 1994.

Samþykkt.

Skútuvogur 2-8, breyting á áður samþykktum teikningum
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 2.5.95, varðandi erindi Barðans hf. um að breyta áður samþ. teikningum í þá veru að þær hæðir sem eiga að vera tveggja hæða (að Holtavegi) verði samliggjandi.

Samþykkt.