Sundagarðar 2

Skjalnúmer : 8183

2. fundur 1996
Sundagarðar 2, afmörkun lóðar og aðkoma
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.1.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.1.96 um afmörkun og aðkomu lóðar nr. 2 við Sundagarða.



1. fundur 1996
Sundagarðar 2, afmörkun lóðar og aðkoma
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 3.1.96 varðandi aðkomu að lóð bensínstöðvar OLÍS við Sundagarða. Einnig lögð fram tillaga Ingimundar Sveinssonar að breyttu skipulagi lóðar Olíufélags Íslands að Sundagörðum 2, dags. 16.11.95, br. 3.1.96.

Samþykkt. Vinna skal að útfærslu skyggnis yfir bensíndælur, auglýsingaskilti o.s.frv. í samráði við Borgarskipulag.

1. fundur 1995
Sundagarðar 2, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.12.94 á bókun skipulagsnefndar frá 21.11.94 um nýbyggingu að Sundagörðum 2. Jafnframt var lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar frá 02.12.94., sbr. samþykkt umferðarnefndar.



24. fundur 1994
Sundagarðar 2, nýbygging
Lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands, dags. 16.11.1994, ásamt uppdrætti Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. 16.11.94, varðandi nýbyggingar á lóðinni nr. 2 við Sundagarða.

Samþykkt.

8. fundur 1994
Sundagarðar 2, þjónustustöð OLÍS
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.03.94 á bókun skipulagsnefndar frá 28.03.1994 um þjónustumiðstöð Olíuverslunar Íslands h.f. við Sundagarða.



7. fundur 1994
Sundagarðar 2, þjónustustöð OLÍS
Lagt fram bréf Einars Benediktssonar f.h. Olíuverslunar Íslands hf., dags. 11.3.94, varðandi ósk um að reisa þjónustustöð með þvottaplani á lóðinni nr. 2 við Sundagarða. Einnig lagt fram bréf Harðar Helgasonar f.h. OLÍS hf., dags. 23.3.94, varðandi rekstursaðila umbeðinnar þjónustustöðvar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur Borgarskipulagi og umferðardeild að gera skilmála fyrir lóðina varðandi aðkomu og byggingarmagn í samvinnu við fulltrúa lóðarhafa. Huga skal að útsýni frá Sæbraut til norðurs út yfir sundin til Viðeyjar. Tillögur að fyrirkomulagi verði lagðar fyrir nefndina áður en fullnaðarhönnun fer fram."