Vesturbæjarsundlaug

Skjalnúmer : 7723

8. fundur 2003
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 20.04.02, varðandi bréf Hjalta Hjaltasonar frá 15. s.m. um pylsuvagn við Vesturbæjarlaug. Einnig lögð fram bréf Hjalta Hjaltasonar, dags. 14.06.02 og 06.03.03 ásamt uppdráttum Málfríðar Kristjánsdóttur, dags. 25.11.02.
Frestað. Kynna formanni.

33. fundur 2002
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 20.04.02, varðandi bréf Hjalta Hjaltasonar frá 15. s.m. um pylsuvagn við Vesturbæjarlaug. Einnig lagt fram bréf Hjalta Hjaltasonar, dags. 14.06.02.
Kynna formanni.

1. fundur 1999
Vesturbæjarsundlaug, útiskýli, eimbað, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um útiskýli, eimbað og viðbyggingu við Vesturbæjarlaug.


27. fundur 1998
Vesturbæjarsundlaug, útiskýli, eimbað, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 09.10.98, varðandi byggingu útiskýlis, eimbaðs o.fl. við sundlaug Vesturbæjar við Hofsvallagötu, samkv. uppdr. Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts, dags. í sept. 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.10.98. Málið var í kynningu frá 10. nóv. til 10. des. 1998.
Samþykkt

23. fundur 1998
Vesturbæjarsundlaug, útiskýli, eimbað, viðbygging
Lagt fram bréf frá byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 09.10.98, varðandi byggingu útiskýlis, eimbaðs o.fl. við sundlaug Vesturbæjar við Hofsvallagötu, samkv. uppdr. Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts, dags. í sept. 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.10.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Hagamel 53 og Einimel 26.

14. fundur 1998
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 27.03.98 varðandi umsókn Hjalta Hjaltasonar um leyfi til að byggja söluskála á lóð Vesturbæjarsundlaugar skv. uppdr. Málfríðar Kristjánsdóttur ark. dags. 02.03.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 1.04.98. Ennfremur lögð fram athugasemdabréf íbúa, dags. 04.05.98, formanns sunddeildar K.R., dags. 03.05.98, Foreldrafélags og Foreldraráðs Melaskóla, dags. 03.05.98, Emils Thoroddsen ásamt greinargerð, dags. 04.05.98, Arnar Jóhannessonar, dags. 12.05.98 og Vesturbæjarapóteks, dags. 04.05.98. ásamt bréfi Hjalta Hjaltasonar, dags. 26.05.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 14.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á umsögn Borgarskipulags, dags. 14.5.98 og fellst því ekki á erindið að svo stöddu.

8. fundur 1998
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 27.03.98 varðandi umsókn Hjalta Hjaltasonar um leyfi til að byggja söluskála á lóð Vesturbæjarsundlaugar skv. uppdr. Málfríðar Kristjánsdóttur ark. dags. 02.03.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 1.04.98
Samþykkt að kynna málið í borgarráði og jafnframt hagsmunaaðilum að Hagamel 45, Hofsvallagötu 49 og Melhaga 20-22.
Nefndin tekur fram að hún tekur enga afstöðu til málsins að svo stöddu.


7. fundur 1996
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96 um staðsetningu söluskála við Vesturbæjarlaug.



5. fundur 1996
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Lagt fram bréf Hjalta Hjaltasonar, dags. 4.3.96, varðandi ósk um að staðsetja söluskála við norðausturhlið Vesturbæjarsundlaugar. Einnig lagður fram uppdr. ES teiknistofunnar, dags. í nóv. 1986 breytt 11.3.96 og umsögn íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 6.11.95.
Samþykkt.

18. fundur 1995
Vesturbæjarsundlaug, stækkun pylsuvagns
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 15.03.95, varðandi erindi Hjalta Hjaltasonar frá 27.02.1995 um staðsetningu pylsuvagns við sundlaug Vesturbæjar. Einnig lagðir fram uppdr. Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. í ágúst 1995.

Frestað.

18. fundur 1994
Vesturbæjarsundlaug, heilsuræktarþjónusta
Lagt fram erindi Hallgríms Jónssonar f.h. Heilsuræktarstöðvarinnar Ræktin s.f., dags. 19.8.94, ásamt greinargerð, dags. 5.8.94, varðandi ósk um að byggja líkamsræktarstöð á lóð Vestubæjarsundlaugar. Einnig lagðir fram uppdrættir Kristins Ragnarssonar, dags. 2.8.94.
Frestað. Vísað til borgarráðs.

17. fundur 1994
Vesturbæjarsundlaug, skipulag útivistarsvæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.07.94 á bókun skipulagsnefndar frá 25.07.1994 um skipulag við Vesturbæjarlaug.



16. fundur 1994
Vesturbæjarsundlaug, skipulag útivistarsvæðis
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR, dags. 15.7.94, varðandi skipulag umhverfis Vesturbæjarsundlaugar. Einnig lagðar fram tillögur Borgarskipulags, dags. í júní 1994.

Samþykkt.