Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, Grjótagata 5, Strandvegur, Vesturbæjarsundlaug, Vesturlandsvegur, Olíufélagið hf., Skipulags- og byggingarlög, Skólavörðuholt, Kirkjusandur 1-5, Kirkjutún, Brekkugerði 18, Fossvogsdalur, Fossaleynir 2, Gylfaflöt, skipulag, Gerðuberg 1, Hestháls 10 og 12, Hverfisgata 102B, Jafnasel 2-4, Mosarimi 26-30, Viðarás, einbýlishús, Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, Suðurgata 121, stúdentagarður,

Skipulags- og umferðarnefnd

7. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 25. mars kl. 10.00 var haldinn 7. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, lóðarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96
um lóðabreytingu að Bíldshöfða 7 - Breiðhöfða 3 og 5.



Grjótagata 5, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96 um lóðarstækkun að Grjótagötu 5.



Strandvegur, færsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96 um færslu á Strandvegi við vatnsból Korpúlfsstaða.



Vesturbæjarsundlaug, staðsetning söluskála
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96 um staðsetningu söluskála við Vesturbæjarlaug.



Vesturlandsvegur, Olíufélagið hf., lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96 um lóðarstækkun Olíufélagsins við Vesturlandsveg.



Skipulags- og byggingarlög,
Lagt fram frumvarp til skipulags- og byggingarlaga ásamt umsögnum Borgarskipulags, dags. 19.3.96 og borgarverkfræðings og skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 11.3.96.



Skólavörðuholt,
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 21.3.96 varðandi skipulag Skólavörðuholts. Einnig lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Ögmundar Skarphéðinssonar að skipulagi Skólavörðuholts, dags. í mars 1996 ásamt bókunum umhverfismálaráðs frá 17.8.94 og umferðarnefndar frá 6.10.94.
Skipulagshöfundarnir komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögu sinni.
Frestað.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart tillögunni og samþykkir fyrir sitt leyti að haldið verði áfram undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda næst kirkjunni í sumar.


Kirkjusandur 1-5, kynning
Lögð fram að nýju tillaga Helga Hjálmarssonar, arkitekts, að uppbyggingu á lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg. Ennfremur bréf hönnuðar, dags. 22.3.'96, og bréf hönnuðar og Steindórs Guðmundssonar, verkfræðings, dags. 21.3.'96, og bréf Reynis Vilhjálmssonar, landslagsarkitekts, dags. 16.3.'96
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda verði við byggingu húsanna viðhafðar nauðsynlegar sértækar aðgerðir vegna hljóðvistar, sbr. bréf Helga Hjálmarssonar og Steindórs Guðmundssonar, dags. 21.3.'96.

Kirkjutún, breytt skipulag
Lagðir fram uppdrættir Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, af deiliskipulagi "Kirkjutúns", breyttir 21.3.96. Tillöguuppdrættirnir eru merktir A og B. Einnig lögð fram að nýju bókun umferðarnefndar frá 15.1.96.

Skipulagsnefnd samþykkir tvær tengingar "Kirkjutúns" við Borgartún, en vísar málinu til borgarverkfræðings m.t.t. tæknilegra útfærslna.

Brekkugerði 18, viðbygging
Lagt fram bréf Gerðar Þórarinsdóttur, dags. 19.3.96, varðandi ósk um að byggja við hús nr. 18 við Brekkugerði samkv. uppdr. Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts, dags. í mars 1996.

Samþykkt.

Fossvogsdalur, afmörkun lóðar fyrir bækistöð skólagarða
Lögð fram tillaga Yngva Þórs Loftssonar að afmörkun lóðar fyrir bækistöð skólagarða í Fossvogsdal, dags. 9.5.95, br. 13.3.96.

Samþykkt.

Fossaleynir 2, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Fossaleynismýri: Allar tegundir smásölu- og heildverslana eru leyfðar, nema matvöruverslanir (þ.e. verslanir sem falla undir flokkana 52.1 og 52.2 í Ísat 95) eru ekki leyfðar á athafnasvæðinu.
Frestað.

Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Gylfaflöt: Allar tegundir smásölu- og heildverslana eru leyfðar, nema matvöruverslanir (þ.e. verslanir sem falla undir flokkana 52.1 og 52.2 í Ísat 95) eru ekki leyfðar á athafnasvæðinu.

Frestað.

Gerðuberg 1, breytt notkun
Lagt fram að nýju bréf Bjarna Marteinssonar, dags. 31.1.96, varðandi ósk um að innrétta 5 íbúðir á fyrstu hæð húss nr. 1 við Gerðuberg. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags og byggingarfulltrúa, dags. 21.3.96.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið og vísar til umsagnar Borgarskipulags og byggingarfulltrúa.

Hestháls 10 og 12, afmörkun lóða
Lögð fram tillaga Arkitekta TT3, dags.6.3.96, að afmörkun lóða nr. 10 og 12 við Hestháls, ásamt afmörkun aðkomulóðar, sameiginlegri nr. 10 og 12, með kvöð um aðkomu að lóð nr. 14 við Hestháls.

Samþykkt.

Hverfisgata 102B, skipting lóðar
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar, dags. 20.3.96, varðandi breytingu á mörkum lóðarinnar nr. 102B við Hverfisgötu samkv. uppdr., dags. 20.3.96. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.3.96.

Samþykkt.

Jafnasel 2-4, sameining og uppbygging lóða, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar f.h. Jafnasels hf., dags. 20.3.96 varðandi sameiningu lóðanna Jafnasel 2-4 og 6, lóðarstækkun og uppbyggingu á lóðinni samkv. uppdr., dags. 20.3.96.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið enda verði við suðvestur- og suðausturmörk lóðarinnar kvöð um trjágróðurbelti.

Mosarimi 26-30, breyting á skipulagi
Lagt fram bréf Gylfa Skúlasonar f.h. Heggs hf., dags. 1.3.96, varðandi ósk um breytingu á skipulagi í þá veru að færa hús nr. 30 við Mosarima til um 1,5 m og stækka jafnframt lóð nr. 28 samkv. uppdr. ES teiknistofunnar, dags. í maí 1995, br. í mars 1996.

Samþykkt enda verði húsin samtengd.

Viðarás, einbýlishús, breyting á skilmálum
Lagt fram að nýju bréf Jóns Bjargmundssonar f.h. Trés hf., dags. 20.08.95, varðandi breytingu á byggingarskilmálum lóðanna nr. 25 og 31 við Viðarás. Einnig lögð fram ný tillaga Borgarskipulags að breytingum á skilmálum við Viðarás 19-39 (E5), dags.11.3.96 og athugasemdir íbúa vegna kynningar.
Frestað.
Vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings til umsagnar.


Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, byggingarleyfi
Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra ríkisins f.h. skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 13.09.95, varðandi kærða byggingarleyfisveitingu vegna húss nr. 7 við Klapparstíg. Einnig lagðar fram athugasemdir sem fram komu vegna auglýsingar.

Vísað til umsagnar Borgarskipulags.









Suðurgata 121, stúdentagarður, athugasemdir
Lagt fram bréf Egils Guðmundssonar f.h. Félagsstofnunar stúdenta, mótt. 20.3.96 varðandi breytta aðkomu að fyrirhuguðum stúdentagarði við Suðurgötu samkv. uppdr. Arkitekta TT3, dags. 19.3.96.

Vísað til umsagnar umferðarnefndar.