Bragagata 21,
Einarsnes 58,
Miklatún,
Reitur 1.132.1, Naustareitur,
Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Skildinganes 20,
Grjótháls v/Vesturlandsv.,
Guðríðarstígur 6-8,
Háberg 12-14,
Jaðarsel,
Lóuhólar 2-6,
Spöngin ,
Austurbrún 10,
Álfheimar 8-24,
Brautarland 24,
Brúnavegur Hrafnista,
Byggðarendi 24,
Dugguvogur 7,
Efstaland 26,
Glaðheimar 24,
Hamarsgerði 2,
Kambsvegur 19,
Rauðagerði 61,
Hólmsheiði fjáreig.fé ,
Hólmsheiði fjáreig.fé ,
Laugavegur 59,
Vesturbæjarsundlaug,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
33. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 30. ágúst kl. 10:15 var haldinn 33. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.02 Bragagata 21, (fsp) hækkun húss, stækkun kvists o.fl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.08.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að:
A. (sbr. riss I.) hækka hús um eina hæð og byggja kvist á suðurhlið þess og svalir á þriðju hæð norðan megin
eða:
B. (sbr. riss II) byggja tvo kvisti á suðurhlið og norðurhlið húss og viðbyggingu á fyrstu hæð á norðurhlið.
Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.
2.02 Einarsnes 58, (fsp) flutningshús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.08.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að reisa flutningshús úr timbri og byggja bílgeymslu á lóðinni nr. 58 við Einarsnes, samkv. uppdr. Friðriks Friðrikssonar arkitekts, dags. í ágúst 2002. Umsögn skipulagsfulltrúa dags.
Jákvætt að reisa flutningshús á lóðinni. Endurskoða staðsetningu bílgeymslu sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
3.02 Miklatún, Tal h.f.
Lagt fram bréf skrifstofusstjóra borgarstjórnar, dags. 15.07.02, varðandi erindi Tals hf frá 11. þ.m. um aðstöðu fyrir félagið á Miklatúni.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
4.02 Reitur 1.132.1, Naustareitur, deiliskipulag
Að lokinni kynningu til hagsmunaaðila er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Naustareits 1.132.1, sem afmarkast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu, ásamt greinargerð, mótt. 05.04.02. Athugasemdabréf bárust frá Ingu Sigurjónsdóttur arkitekt f.h. Björns Traustasonar, eiganda húsanna Tryggvagötu 18, dags. 21.05.02, Önnu Þóru Karlsdóttur, Njálsgötu 10A, dags. 23.05.02 og Lögfræðistofunni sf, dags. 24.05.02. Einnig lagt fram bréf skipulagshöfundar ásamt nýjum uppdrætti af bílgeymslu, dags. 20.06.02.
Athugasemdir kynntar.
5.02 Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Lögð fram deiliskipulagstillaga PK-hönnunar mótt. í júlí 2002 að Vélamiðstöðvarreit. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.08.02.
Kynna formanni.
6.02 Skildinganes 20, einbýlishús m. bílg.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu að hluta á þrem hæðum og út fyrir byggingarreit á lóð nr. 20 við Skildinganes.
Umboð eigenda dags. 18. desember 2001 og bréf hönnuðar dags. 7. janúar 2002 fylgja erindinu. Samþykki eiganda hússins nr. 22 við Skildinganes (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð kjallari 94 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 84,2 ferm., bílgeymsla 41 ferm., samtals 433,9 ferm., 1431,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 69.250
Kynnt. Frestað milli funda.
7.02 Grjótháls v/Vesturlandsv., (fsp) bílaþvottastöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.07.02, þar semspurt er hvort leyft yrði að byggja þvottastöð fyrir bíla við Grjótháls, samkv. uppdr. Tangram arkitekta ehf, dags. 03.07.02. Bréf hönnuða dags. 3. júlí 2002 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 25.08.02.
Neikvætt með vísan í umsögn verkfræðistofu.
8.02 Guðríðarstígur 6-8, aðkeyrsla
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Margt smátt ehf dags. 8.08.02 varðandi aðkeyrslu frá götunni Þúsöld að lóðinni Guðríðarstígu 6-8.
Vísað til umsagnar verkfræðistofu.
9.02 Háberg 12-14, Viðbygging (nr. 12)
Lagt framað nýju eftir grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við vesturhlið og sólstofu við austurhlið parhúss nr. 12 á lóð nr. 12-14 við Háberg. Samþykki nágranna fylgir.
Stærð: stækkun samtals 27,5 ferm., 74 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.562
Jákvætt. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
10.02 Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel
Lagt fram bréf Ólafs Sæmundssonar, dags. 21.08.02, varðandi umsókn um land, sem markast af Jaðarseli í norður, Klyfjaseli í austur og Lækjarseli í vestur að landamörkum Kópavogs og Reykjavíkur í suður, til að skipuleggja og byggja íbúðarbyggð.
Kynna formanni.
11.02 Lóuhólar 2-6, bensínsala
Lagðir fram tillöguuppdr. Alark dags. 11.06.02 að bensínsölu á lóð nr. 2-6 við Lóuhóla. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu dags. 8.08.02.
Hverfisstjóra falið að gera umsögn.
12.02 Spöngin , breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Hrafnkels Thorlacius ark., ásamt uppdr. dags. 6.06.02 varðandi ósk um breytingar á deiliskipulagi Spangar. Einnig lögð fram bréf Borgarbókasafns Reykjavíkur dags. 31.07.02 og Fasteignastofu, dags. 14.08.02.
Kynnt.
13.02 Austurbrún 10, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.08.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja geymslu sem viðbyggingu við bílskúr í líkingu við fyrirliggjandi riss á lóð nr. 10 við Austurbrún.
Neikvætt. Samræmist ekki skilmálum.
14.02 Álfheimar 8-24, (fsp) hús nr. 12 - séreign kj.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Spurt er hvort samþykkt yrði áður gerð íbúð í kjallara ef inntök yrðu aðgengileg fyrir alla í raðhúsi nr. 12 á lóð nr. 8-24 við Álfheima.
Bréf hönnuðar dags. 22. ágúst 2001 og 22. júlí 2002, yfirlit FM yfir eignir í húsunum á lóðinni og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 27. júní 2002 fylgja erindinu.
Hverfisstjóra falið að gera umsögn.
15.02 Brautarland 24, leikvöllur
Lagt fram bréf Sigurjóns Stefánssonar, dags. 16.08.02, varðandi barnaleikvöll við hlið lóðarinnar nr. 24 við Brautarland.
Frestað.
16.02 Brúnavegur Hrafnista, Sólskáli á 3.h
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.08.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála á svölum á 3. hæð á milli A- og C- álmu Hrafnistu á lóð við Brúnaveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 24.07.02.
Stærð: Sólskáli 38,1 ferm., 135,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.490
Jákvætt. Samkvæmist endurskoðuðu deiliskipulagi.
17.02 Byggðarendi 24, gluggar á norðuhlið nýbyggingar og svalir framan við garðskála.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.08.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir glugga á norðuhlið nýbyggingar og byggja svalir framan við garðskála á austurhlið hússins á lóðinni nr. 24 við Byggðarenda, samkv. uppdr. ARKO, dags. 02.11.01, síðast breytt 16.08.02.
Gjald kr. 4.800
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
18.02 Dugguvogur 7, Áður gerðar breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi verkstæðis í gistiheimili á annari og þriðju hæð ásamt útlitsbreytingu á vesturhlið byggingar á lóð nr. 7 við Dugguvog.
Gjald kr. 4.800
Frestað. Vísað til forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu.
19.02 Efstaland 26, (fsp) byggja hæð ofaná hús o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.08.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja smá viðbyggingu við austurhlið 1. hæðar og 3. hæðina ofaná húsið ásamt svölum og flóttastiga við suðurhlið í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 26 við Efstaland, samkv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 15.08.02.
Bréf hönnuðar dags. 20. ágúst 2002 fylgir erindinu.
Neikvætt. Samræmist ekki skipulagi.
20.02 Glaðheimar 24, fsp. viðbygging rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.08.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu yfir hluta af svölum á suðvesturhlið rishæðar hússins á lóðinni nr. 24 við Glaðheima.
Gjald kr. 4.800
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.
21.02 Hamarsgerði 2, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Spurt er hvort leyfi fengist fyrir bílskúr á lóð nr. 2 við Hamarsgerði.
Jákvætt, enda verði málið grenndarkynnt þegar byggingarleyfisumsókn liggur fyrir.
22.02 Kambsvegur 19, kvistir - svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.08.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að afmarka séreign í kjallara og byggja fimm kvisti og svalir á þakhæð húss á lóð nr. 19 við Kambsveg, samkv. uppdr. Arkitekta Gunnars og Reynis sf, dags. 12.08.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27.08.02.
Íbúðarskoðun dags. 20. janúar 1999, afsal vegna eignar í kjallara dags. 17. ágúst 1999 og samþykki meðeigenda ódags. fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 2. hæð xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Jákvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarleyfisumsókn grenndarkynnt þegar teikningar hafa verið lagfærðar.
23.02 Rauðagerði 61, fsp. bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.08.02, þar sem spurt er hvort:
1. Samþykki fengist nú fyrir bílskúr sem samþykktur var 1983 en aldrei byggður.
2. Samþykki fengist fyrir stærri bílskúr en samþykktur var 1983.
3. Samþykki fengist fyrir viðbyggingu að vesturhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 61 við Rauðagerði.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27.08.02.
Jákvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa.
24.02 Hólmsheiði fjáreig.fé , Hesthús, B-19
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.06.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja hesthús fyrir 24 hesta ásamt setustofu yfir hlöðu næst götu allt úr steinsteypu klætt með bárujárni á lóð nr. 19 B-götu, Hólmsheiði, samkv. uppdr. Verkfræðistofu Suðurlands ehf, dags. í maí 2002. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.08.02.
Stærð: 1. hæð 182,6 ferm., 2. hæð 47,6 ferm., samtals 230,2 ferm., 764,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 36.710
Grenndarkynna fyrir stjórn Fjáreigendafélags Reykjavíkur.
25.02 Hólmsheiði fjáreig.fé , Hesthús, B-7
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja hesthús fyrir 10 hesta ásamt setustofu yfir hlöðu næst götu að mestu úr stálgrind og klætt með bárujárni á lóð nr. 7 B-götu, Hólmsheiði, samkv. uppdr. Verkfræðistofu Suðurlands ehf, dags. í júní 2002. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.08.02.
Stærð: Hesthús samtals 191,3 ferm., 725,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 34.805
Grendarkynna fyrir stjórn Fjáreigendafélags Reykjavíkur.
26.02 Laugavegur 59, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Lenu Helgadóttur arkitekts, dags. 29.08.02 ásamt tillögu um skammtímastöðvun rútubíla og staðsetningu þeirra fyrir framan Laugaveg 59.
Lagt fram. Kynna formanni.
27.02 Vesturbæjarsundlaug, pylsuvagn
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 20.04.02, varðandi bréf Hjalta Hjaltasonar frá 15. s.m. um pylsuvagn við Vesturbæjarlaug. Einnig lagt fram bréf Hjalta Hjaltasonar, dags. 14.06.02.
Kynna formanni.