Hagamelur 55, Jötnaborgir 15, Tröllaborgir 9, 11 og 13, Týsgata 8, Reitur Menntaskólans í Reykjavík, Berjarimi 32-40, Víkurhverfi, Breiðavík 2-4, Einarsnes, Flúðasel 78-94, Jötnaborgir 12-18, Krókháls/Lyngháls, Laugavegur 89, Reitur 1.171.1, Tangarhöfði 13, Víkurás/Vindás, Vesturbæjarsundlaug, Umferðaröryggisáætlun, Einarsnes, deiliskipulag, Viðey, hesthús,

Skipulags- og umferðarnefnd

18. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 14. ágúst kl. 11.00, var haldin 18. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Hagamelur 55, sameining lóða og færsla á göngustíg
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 31.7.95 um Hagamel 55, sameiningu lóða og færslu á göngustíg.



Jötnaborgir 15, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 31.7.95 um lóðarstækkun að Jötnaborgum 15.



Tröllaborgir 9, 11 og 13, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 31.7.95 um breytingu á skilmálum að Tröllaborgum nr. 9, 11 og 13.



33">Týsgata 8, afnám gönguréttar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 31.7.95 um Týsgötu 8, afnám gönguréttar.



Reitur Menntaskólans í Reykjavík, skipulag
Lögð fram verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um skipulags reits Menntaskólans í Reykjavík.
Helgi Hjálmarsson, arkitekt og tillöguhöfundur, kom á fundinn á kynnti tillöguna.


Berjarimi 32-40, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa fyrir hönd byggingarnefndar, dags. 28.07.95, varðandi erindi Ármannsfells hf um byggingu 24 íbúða fjölbýlishúss að Berjarima 34 skv. uppdr. Arkitekta sf., dags. 17.07.1995. Einnig lagður fram uppdr. Arkitekta s.f., dags. 11.08.1995.
Samþykkt með 4 samhlj. atkv. (Guðmundur Gunnarsson sat hjá)

Víkurhverfi, færsla á stíg milli Ljósuvíkur og Hamravíkur
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar f.h. Arkitekta sf., dags. 04.08.95, ásamt sneiðmynd, dags.10.08.95, varðandi breytingu á skilmálum í Víkurhverfi.

Samþykkt.

Breiðavík 2-4, nýbygging
Lagt fram bréf Gísla Gíslasonar, arkitekts, dags. 04.08.95, varðandi synjun skipulagsnefndar 31.07.95 á byggingu fjölbýlishúss að Breiðuvík 2-4.

Með hliðsjón af breyttum skipulagsskilmálum fellur skipulagsnefnd frá synjun sinni 30.07.95 og samþykkir byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 2-4 við Breiðuvík eins og málið var lagt fyrir 31.07.95.
Skipulagsnefn bendir á að huga þarf sérstaklega að frágangi lóðar og hæðarsetningu að landi borgarinnar.


Einarsnes, skipulag
Lagt fram á ný að lokinni kynningu deiliskipulagstillaga Borgarskipulags, dags. 27.04.95, ásamt athugasemdum og umsögn Borgarskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstilöguna og umsögn Borgarskipulags.

Flúðasel 78-94, frágangur á lóð.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.08.95, varðandi frágang á lóð Flúðasels 78-94.

Skipulagnefnd samþykkir framlagða tillögu, enda verði útfærsla unnin í samráði við Borgarskipulag. Með þessari samþykkt eru eldir samþykktri um bílskýli og bílskúra felldar úr gildi.

Jötnaborgir 12-18, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa, dags. 10.08.95, varðandi erindi byggingarfélags Gylfa og Gunnars um hvort leyft verði að byggja fjölbýlishús með 9 íbúðum á lóðinni nr. 12-18 við Jötnaborgir. Einnig lagðir fram uppdr. Guðm. Gunnlaugssonar, dags.í júlí 1995.
Skipulagsnefnd fellst ekki á fjölgun eininga.

Krókháls/Lyngháls, lóðarafmörkun
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 28.6.95, varðandi erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings um afmörkun lóðar fyrir Háfell hf. við Krókháls/Lyngháls. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, dags. 31.07.95.

Samþykkt.

Laugavegur 89, stækkun
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar f.h. Teiknistofunnar Bankastræti 11, dags. 08.08.1995, varðandi stækkun á húsi við Laugaveg 89 skv. uppdr. Teiknistofunnar Bankastræti 11, dags. 08.08.95.

Samþykkt með þeirri athugasemd, að 4. hæð verði inndregin Laugavegsmegin, sbr. samþykkt skipulagsnefndar 08.02.90.

Reitur 1.171.1, skipulagsrammi
Kynntar að nýju tillögur Borgarskipulags að skipulagsramma reits 1.171.1, sem markast af Smiðjustíg, Hverfisgötu, Klapparstíg og Laugavegi, dags. 10.4.95, breytt 10.8.95. Ennfremur greinargerð Borgarskipulags, dags. 11.8.95, um athugasemdir við tillöguna og umsagnir um þær.
Samþykkt.

Tangarhöfði 13, nýting.
Lagt fram bréf Reynis Kristinssonar f.h. Hagvangs hf, dags. 03.08.1995, varðandi byggingarmagn Tangarhöfða 13.

Frestað. Vísað til Borgarskipulags til athugunar við endurskoðun skipulags á Ártúnshöfða.

Víkurás/Vindás, breyting á bílastæðum
Lagt fram bréf framkvæmdanefnda hópa 9 og 10 í Byggung, dags. 26.7.95, ásamt tillögum Jóns Kaldals að breytingum á bílastæðum við Víkurás 1, 2, 3, 4, 6 og 8 og Vindás 1, 2, 3 og 4, dags. 26.07.95.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að gengið verði frá mön og halla til suðurs við bílastæði við Víkurás 6-8 í samræmi við litla sneiðmynd, merkt 5 á teikningu ARKO nr. 101, dags 26.07.95.

Vesturbæjarsundlaug, pylsuvagn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 15.03.95, varðandi erindi Hjalta Hjaltasonar frá 27.02.1995 um staðsetningu pylsuvagns við sundlaug Vesturbæjar. Einnig lagðir fram uppdr. Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. í ágúst 1995.

Frestað.

Umferðaröryggisáætlun, hámarkshraði
Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræðingur umferðardeildar, kynnti reynslu að 30 km hámarshraðasvæðum í Reykjavík og erlendis. Ennfremur lögð fram bréf umferðardeildar, dags. 06.12.94 og 06.04.95, varðandi svæði með 30 km hámarskhraða.

Einarsnes, deiliskipulag, kynning


Viðey, hesthús, hesthús
Lagt fram bréf Þóris Stephensen, dags. 11.08.95, ásamt bókun umhverfismálaráðs, dags. 11.08.95, varðandi hesthús í Viðey. Ennfremur bréf Bjarna Sigurbjörnssonar og Þóris Stephensen, bæði dags. 02.08.95.

Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart byggingu hesthúss til bráðabirgða með fyrirvara um staðsetningu og útlit.