Nýlendureitur, deiliskipulag, Sléttuvegur, Sogamýri, Spöngin 3-5, Bíldshöfði 2, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, Úlfarsárdalur, Úlfarsárdalur, vesturhluti, Árvað, Norðlingaskóli, Kjalarnes, Klébergsskóli, Höfðatorg, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fiskislóð 23-25, Freyjubrunnur 29, Freyjubrunnur 31, Freyjubrunnur 7-9, Friggjarbrunnur 31-33, Grenimelur 46, Hlíðarfótur (háskóli), Hlíðargerði 8, Iðunnarbrunnur 18-20, Laugavegur 4-6 / Skólavörðustígur 1A, Lofnarbrunnur 18-20, Lofnarbrunnur 6-8, Lækjarmelur 10, Stigahlíð 68A, Úlfarsbraut 26-28, Úlfarsbraut 38-40, Úlfarsbraut 48, Sörlaskjól 22, Hlíðarfótur, Hörgshlíð 14 og 16, Stórhöfði 45, Hólmsheiði, Úlfarsfell, Bergstaðastræti 16, Boðagrandi 7, Bykoreitur, Frakkastígur 26A, Héðinsreitur 1.130.1, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Hverfisgata 78, Leiðhamrar 46, Mururimi 2, Sóltún 5, Vesturberg 195, Hádegismóar, Holtavegur, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Keilugrandi 1, Keilugrandi 1, Njálsgötureitur 2, Njálsgötureitur 3, Sóltún 2-4, Stekkjarbrekkur, Hallsvegur suður, Tryggvagata 19, Tollhúsið, Vesturlandsvegur, Hallar, Sundabraut,

Skipulagsráð

100. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 11. júlí kl. 09:10, var haldinn 100. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Gunnar Bjarki Hrafnsson, Brynjar Fransson, Þorleifur Gunnlaugsson, Heiða Björg Pálmadóttir, Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50661 (01.13)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
1.
Nýlendureitur, deiliskipulag, Reitur 1.131
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Nýlendureits VA arkitekta, mótt. 9. mars 2007. Tillagan var auglýst frá 2. maí til og með 13. júní 2007. Athugasemdir bárust frá Daða Guðbjörnssyni dags. 14. og 21. maí 2007, Stefáni Guðjónssyni, dags. 5. júní 2007, Timur Zolotuskiy, dags. 8. og 12. júní 2007, Erni Baldurssyni, dags. 4. júní 2007, Ástu S. Gísladóttur og Aroni N. Þorfinnssyni Vesturgötu 46a dags. 13. júní, 2 bréf frá Sæmundi Benediktssyni Nýlendugötu 30 dags. 13. júní , Magnúsi Skúlasyni fh. Húsafriðunarnefndar dags. 13. júní, Ólöf & Jon ehf. fh. Grétars Guðmundssonar Nýlendugötu 12 dags. 13. júní, Ásthildi Haraldsdóttur dags. 12. júní, 2 bréf frá Sveinbirni Gunnarssyni Bakkastíg 3 dags. 13. júní, Heimi M. Pétussyni Nýlendugötu 19b dags. 13. júní, Sigurlaugu E. Gunnarsdóttur og Kristjáni S. Árnasyni Nýlendugötu 45 dags. 13. júní. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 29. júní 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra, og með þeirri breytingu að koma skal fyrir kvöð á lóðinni nr. 20 við Nýlendugötu um bílastæði neðanjarðar.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60674 (01.79)
2.
Sléttuvegur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Studio Granda dags. 10. febrúar 2007 að deiliskipulagi svæðis neðan Sléttuvegar. Í tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 9. maí til og með 20. júní 2007. Athugasemdir bárust frá Félagsstofnun Stúdenta og Stúdentaráði dags. 1. júní 2007, Guðrúnu Pálsdóttur, dags. 20. júní 2007, undirskriftarlisti 92 íbúa, mótt. 20. júní 2007, THG arkitektar, dags. 21. júní 2007.
Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 24. maí 2007, um undanþágu frá hljóðvist, sem samþykkt var á fundi umhverfisráðs þann 1. júní 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. júlí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60460 (01.47.1)
480699-2629 Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
3.
Sogamýri, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkhúss dags. í maí 2007 að breyttu deiliskipulagi Sogamýrar. Í tillögunni er gert ráð fyrir tveimur nýjum lóðum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70280 (02.37.6)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
4.
Spöngin 3-5, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Ask arkitekta fh. Félagsbústaða og Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar fyrir íbúðabyggð á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70414 (04.05.92)
420307-3300 Umtak fasteignafélag ehf
Dalvegi 10-14 200 Kópavogur
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
5.
Bíldshöfði 2, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Umtak ehf dags. 6. júlí 2007 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 5. júlí 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60676
6.
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis í Hólmsheiði við Suðurlandsveg, dags. 16. apríl 2007.
Framlögð drög kynnt.
Frestað.


Umsókn nr. 70413 (05.1)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
7.
Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma O.R.
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma O.R. á Reynisvatnsheiði skv. uppdrætti Tark, dags. 5. júlí 2007. Óskað er eftir að stækka lóð undir miðlunargeyma, stækka mögulega mön og færa og bæta við byggingarreiti á lóð.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30406 (02.6)
560994-2069 Fasteignafélagið Landmótun ehf
Hamraborg 12 5h 200 Kópavogur
8.
Úlfarsárdalur, deiliskipulag útivistarsvæðis
Lögð fram tillaga Landmótunar ehf., dags. 9. júlí 2007 að deiliskipulagi útivistarsvæði Úlfarsárdals, ásamt greinargerð, dags. 6. júlí 2007. Einnig lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2004.
Ingvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt kynnti framlagða tillögu.

Vísað til umsagnar Umhverfisráðs og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.


Umsókn nr. 60792 (02.6)
521291-1259 Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
9.
Úlfarsárdalur, vesturhluti, deiliskipulagsreitur 2, vesturhluti
Lögð fram tillaga Batterísins að deiliskipulagi vegna vesturhluta Úlfarsárdals.
Sigurður Harðason, arkitekt, kynnti.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70281
10.
Árvað, Norðlingaskóli, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga T.ark teiknistofu ehf., f.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkur að breyttu deiliskipulagi lóðar Norðlingaskóla við Árvað dags. 23. apríl 2007. Í breytingunni felst aðallega að lóðir og byggingareitir grunn- og leikskóla eru sameinaðir. Auglýsingin stóð yfir frá 25. maí til 6. júlí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimildar í b-lið 2. gr. viðauka 2.4. sbr. 12. gr. um samþykkt skipulagsráðs.

Umsókn nr. 30558
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
11.
Kjalarnes, Klébergsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Framkvæmdasviðs, dags. 28. desember 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi vegna battavallar skv. uppdrætti Arkitektur.is, dags. 3. janúar 2007. Lögð fram umsögn hverfisráðs Kjalarness, dags. 16. febrúar 2007. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 26. apríl 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 25. maí til 6. júlí. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimildar í b-lið 2. gr. viðauka 2.4. sbr. 12. gr. um samþykkt skipulagsráðs.

Umsókn nr. 70330
681205-3220 Höfðatorg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
12.
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn og tillaga PK arkitekta dags. 30. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs. Í breytingunni felst lenging á niðurkeyrslurampa. Grenndarkynningin stóð frá og með 6. júní til 4. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá Kristínu Bjarnadóttur og Karli Pálssyni, Samtúni 2, dags. 3. júlí 2007, Arnfinni Einarssyni og Helgu Júlíusdóttur, Miðtúni 2, dags. 4. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. júlí 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 36396
13.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundagerðir nr. 450 frá 3. júlí 2007 og nr. 451 frá 10. júlí 2007.


Umsókn nr. 36379 (01.08.920.2)
440169-4659 Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf
Pósthólf 4320 124 Reykjavík
14.
Fiskislóð 23-25, Nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir verslun og þjónustu á lóðinni nr. 23-25 við Fiskislóð.
Umboð hönnuðar dags. 12. febrúar 2007 fylgir erindfinu.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 3073,5 ferm., milliloft 376 ferm.,
samtals 3.449,5 ferm., 27.946,9 rúmm.
Skýli (B-rými) samtals 38,4 ferm., 125,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.908.930
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34756 (02.69.550.3)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
15.
Freyjubrunnur 29, Fjölbýlishús með 5 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr forsteyptum einingum, á fjórum hæðum með fimm íbúðum, í húsinu er lyfta, efsta hæðin er inndreginn með álklæddum timbur útveggum. Á neðstu hæð eru fimm yfirbyggð bílstæði auk stæðis fatlaðra á lóð fjölbýlishús nr. 29 við Freyjubrunn.
Meðfylgjandi er vottun eininga frá Rb og samþykki aðliggandi lóðarhafa á teikningu dags. 20. sept. 2006.
Stærð: 1. hæð 137,3 ferm., 2. hæð 252,0 ferm., 3. hæð 252,0 ferm., 4. hæð 155,5 ferm., samtals 796,8 ferm., 2458,9 rúmm. Bílastæði / inngangur (B - rými) 99,5 ferm., 278,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 166.988
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34877 (02.69.380.3)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
16.
Freyjubrunnur 31, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr forsteyptum einingum, á fjórum hæðum með fimm íbúðum, í húsinu er lyfta, efsta hæðin er inndreginn með álklæddum timbur útveggum. Á neðstu hæð eru fimm yfirbyggð bílstæði auk stæðis fatlaðra á lóð fjölbýlishús nr. 31 við Freyjubrunn.
Meðfylgjandi er vottun eininga frá Rb og samþykki aðliggandi lóðarhafa á teikningu dags. 17. okt. 2006.
Stærð: 1. hæð 136,1 ferm., 2. hæð 248,8 ferm., 3. hæð 248,8 ferm., 4. hæð 155,5 ferm., samtals 789,2 ferm., 2448,0 rúmm. Bílastæði / inngangur (B - rými) 97,0 ferm., 223,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 166.988
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36337
030644-3019 Guðbrandur Benediktsson
Gljúfrasel 14 109 Reykjavík
250141-4839 Guðmundur Heiðar Magnússon
Gljúfrasel 9 109 Reykjavík
17.
Freyjubrunnur 7-9, Nýbygging, parhús, 2 íbúðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús ásamt innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 7 - 9 við Freyjubrunn.
Stærð: Hús nr. 7 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 60,9 ferm., , 2. hæð 86,0 ferm., bílgeymsla 30,0 ferm., samtals 176,9 ferm., 637,2 rúmm. Hús nr. 9 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 60,9 ferm., 2. hæð 86,0 ferm., bílgeymsla 30,0 ferm., samtals 176,9 ferm., 637,2 rúmm. Parhús samtals 353,8 ferm., 1274,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 86.646
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35708 (02.69.350.9)
211174-4479 Iðunn Brynja Sveinsdóttir
Skipholt 50f 105 Reykjavík
240267-4469 Hekla Sörensen
Blönduhlíð 29 105 Reykjavík
18.
Friggjarbrunnur 31-33, nýbygging parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða parhús ásamt kjallara og með innbyggðum bílgeymslum allt úr forsteyptum einingum á lóð nr. 31-33 við Friggjarbrunn.
Stærð: Parhús nr. 31 (matshluti 01) íbúð kjallari 85,4 ferm., 1. hæð 71,5 ferm., 2. hæð 83,9 ferm., bílgeymsla 27,1 ferm., samtals 267,9 ferm., 877,5 rúmm.
Parhús nr 33 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 31 eða samtals 267,9 ferm., 877,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 119.340
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Stærð húss samræmist ekki deiliskipulagi.


Umsókn nr. 35089 (01.52.430.7)
420805-0980 Einar Valdimarsson ehf
Rofabæ 23 108 Reykjavík
19.
Grenimelur 46, fjölbýlish. m. 3 íb.+bílsk.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með einni íbúð á hverri hæð ásamt áfastri bílgeymslu fyrir tvo bíla allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi í ljósum lit á lóð nr. 46 við Grenimel.
Jafnframt er erindi 30821 dregið til baka.
Stærð: Íbúð 1. hæð 198 ferm., 2. hæð 198 ferm., 3. hæð 188,1 ferm., bílgeymslur 47,2 ferm., samtals 631,3 ferm., 1731,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 117.769
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36377
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
20.
Hlíðarfótur (háskóli), háskólabygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta háskólabyggingu ásamt kjallara undir hluta, alla einangraða að utan og klædda með gleri og álklæðningu fyrir Háskóla Reykjavíkur á lóð við Hlíðarfót.
Brunahönnun VGK dags. júlí 2007, bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2007 og yfirlýsing burðarþolsshönnuðar dags. 29. júní 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Háskólabygging kjallari 4968,4 ferm., 1. hæð 13178,5 ferm., 2. hæð 10044,2 ferm., 3. hæð 5998,9 ferm., samtals 34190 ferm., 178743,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.154.558
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 35950 (01.81.530.4)
200462-4329 Guðrún Margrét Ólafsdóttir
Hlíðargerði 8 108 Reykjavík
010564-3609 Hermann Unnsteinn Guðmundsson
Hlíðargerði 8 108 Reykjavík
21.
Hlíðargerði 8, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu úr timbri við vesturhlið 1. hæðar, pall á lóð og fjölga um eitt bílastæði framan við bílskúr einbýlishússins á lóð nr. 8 við Hlíðargerði.
Stærð: Viðbygging xxx ferm., xxx rúmm.
Grenndarkynningin stóð frá 7. júní til og með 5. júlí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36378 (02.69.370.8)
210777-4079 Heiðar Smári Helgason
Laufengi 102 112 Reykjavík
250580-5769 Ármann Rúnar Sigurðsson
Laugalækur 52 105 Reykjavík
22.
Iðunnarbrunnur 18-20, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 18-20 við Iðunnarbrunn.
Stærð: Hús nr. 18 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 84,3 ferm., 2. hæð 114,8 ferm., bílgeymsla 42,3 ferm., samtals 241,3 ferm., 779,9 rúmm. Hús nr. 20 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 18 eða samtals 241,3 ferm., 779,9 rúmm. Parhús samtals 482,6 ferm., 1559,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 106.066
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35312
481004-2680 Kaupangur eignarhaldsfélag ehf
Hlíðasmára 2 201 Kópavogur
23.
Laugavegur 4-6 / Skólavörðustígur 1A, hótel og verslunarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi hús nr. 4 og nr. 6 við Laugaveg ásamt stigahúsi húss nr. 1A við Skólavörðustíg og byggja fjögurra hæða steinsteypt hótel- og verslunarhús með samtals 50 hótelherbergjum í nýbyggingu og á 2.-5. hæð hússins Skólavörðustíg 1A sem sameinað verður húsi að Laugavegi í einn matshluta allt einangrað að utan og múrhúðað á lóð nr. 4-6 við Laugaveg og 1A við Skólavörðustíg.
Stærð: Niðurrif Laugavegur 4 (fastanúmer 200-4551 og 223-3587) samtals 183,3 ferm., Laugavegur 6 (fastanúmer 200-4554) matshluti 01 og 03 samtals 207,5 ferm.
Hótel- og verslunarhús nýbygging xxx
Gjald kr. 6.800 + xxx
Frestað.
Vísað til umsagnar rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 35720
250574-2909 Elmar Freyr Kristjánsson
Glaðheimar 14a 104 Reykjavík
031167-5829 Arnar Skjaldarson
Fálkahraun 6 220 Hafnarfjörður
24.
Lofnarbrunnur 18-20, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 18-20 við Lofnarbrunn. Suður- og norðurhlið eru klæddar timbri að hluta en annars verður húsið múrhúðarð í ljósgráum lit.
Lofnarbrunnur 18: Íbúð 172,8 ferm., bílgeymsla 26,2 ferm. Samtals 199 ferm. 651,4 rúmm.
Lofnarbrunnur 20: Sömu stærðir.
Lofnarbrunnur 18-20 samtals 398 ferm. 1302,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 88.658
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36388 (02.69.580.5)
060978-5499 Anton Már Egilsson
Skipasund 12 104 Reykjavík
020878-5849 Gunnar Freyr Freysson
Hjallabrekka 27 200 Kópavogur
25.
Lofnarbrunnur 6-8, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, allt klætt með múr, loftræstri koparklæðningu og harðviðarklæðningu á lóð nr. 6-8 við Lofnarbrunn.
Stærð: Hús nr. 6 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 107,8 ferm., 2. hæð 86,9 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 222,6 ferm., 726,3 rúmm. Hús nr. 8 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 109,9 ferm., 2. hæð 87,8 ferm., bílgeymsla 27,3 ferm., samtals 225 ferm., 728,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 98.913
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36318 (34.53.350.4)
660199-3229 H.S.málverk ehf
Flugumýri 30 270 Mosfellsbær
26.
Lækjarmelur 10, stálgrindarhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft stálgrindarhús fyrir tólf eignarhluta fyrir atvinnustarfsemi á lóð nr. 10 við Lækjarmel.
Stætð: Atvinnuhús samtals 1122,4 ferm., 7800,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 503.414
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36202 (01.73.351.0)
490305-0760 Byggingafélagið Erus ehf
Funafold 58 112 Reykjavík
27.
Stigahlíð 68A, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 68A við Stigahlíð.
Staðfesting frá O.R. á leyfi til færslu lagnar dags. 4.júlí 2006 fylgir erindinu.
Kaupsamningur dags. 12.6´07 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 254,0 ferm., 809,4 rúmm, 2. hæð 157,9 ferm., 602,7 rúmm., bílgeymsla 68,1 ferm., 29,0 rúmm.
Samtals 480,0 ferm., 1691,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 114.988
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35895 (02.69.840.5)
220676-4049 Stefán Rósar Esjarsson
Laufengi 25 112 Reykjavík
120877-4299 Gísli Borgfjörð Þorvaldsson
Hlíðarbraut 2 220 Hafnarfjörður
28.
Úlfarsbraut 26-28, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26-28 við Úlfarsbraut.
Stærð: Úlfarsbraut 26: Íbúð 186,2 ferm., bílgeymsla 28,5 ferm. Samtals 214,7 ferm. og 835 rúmm.
Úlfarsbraut 28: Sömu stærðar.
Úlfarsbraut 26-28 samtals 429,4 ferm. og 1670 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 113.560
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36386 (02.69.830.5)
011143-3429 Helgi Magnússon
Láland 12 108 Reykjavík
29.
Úlfarsbraut 38-40, Nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, allt er einangrað að utan og klætt með múr, loftræstri koparklæðningu og harðviðarklæðningu á lóð nr. 38-40 við Úlfarsbraut.
Jafnframt er erindi BN035658 dregið til baka.
Stærð: Hús nr. 38 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 101,2 ferm., 2. hæð 77,9 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm., samtals 210,2 ferm., 702,9 rúmm. Hús nr. 40 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 38 eða samtals 210,2 ferm., 702,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 95.594
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36382
541299-2389 Heimalind ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
30.
Úlfarsbraut 48, 9 íb. fjölbýlish. á 3. h og bílg
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús ásamt geymslu- og bílgeymslukjallara með samtals níu íbúðum og bílgeymslum fyrir níu bíla á lóð nr. 48 við Úlfarsbraut.
Stærð: Fjölbýlishús íbúð kjallari 118 ferm., 1. hæð 304,8 ferm., 2. hæð 296,2 ferm., 3. hæð 296,2 ferm., bílgeymsla 210,7 ferm., samtals 1225,9 ferm., 3662,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 249.064

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36216 (01.53.201.6)
060263-3109 Snorri Valsson
Sörlaskjól 22 107 Reykjavík
161064-4759 Jóhanna Rútsdóttir
Sörlaskjól 22 107 Reykjavík
040663-5419 Anna Jóna Guðmundsdóttir
Sörlaskjól 22 107 Reykjavík
31.
Sörlaskjól 22, kvistur, svalir, íb. 2.h
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. júní 2007. Sótt er um leyfi til þess að setja hurð að garði ásamt tröppum við suðvesturhlið kjallara, færa eldhús á 1. hæð, byggja skjólvegg og þak fyrir framan aðalinngang, stækka þakhæð yfir áður svalir, setja nýjan kvist og nýjar svalir á götuhlið þakhæðar fyrir sjálfstæða íbúð og fjölga bílastæðum um eitt við innkeyrslu að bílgeymslu á lóð nr. 22 við Sörlaskjól. Lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir.
Stærð: Stækkun þakhæðar xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36439 (01.77.--9.9)
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
32.
Hlíðarfótur, takmarkað byggingarleyfi
Ofanritaður sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð vegna byggingar fyrir Háskólann í Reykjavík við Hlíðarfót.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 70034 (01.73.02)
150260-4779 Margeir Pétursson
Hörgshlíð 14 105 Reykjavík
270269-5679 Kristján Garðarsson
Tjarnargata 40 101 Reykjavík
33.
Hörgshlíð 14 og 16, (fsp) breyting á lóðarmörkum
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Garðarssonar, dags. 22.01.07, ásamt uppdr., ódags. varðandi breytingu á lóðarmörkum vegna stækkun bílskúrs á lóðinni nr. 14 við Hörgshlíð og byggingu nýs bílskúrs á lóðinni nr. 16 við Hörgshlíð. Einnig lögð fram sneiðmynd.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið.

Umsókn nr. 70385 (04.08.88)
34.
Stórhöfði 45, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram orðsending borgarstjóra ásamt skissu að uppbyggingu lóðar nr. 45 við Stórhöfða.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 60742 (04.4)
040657-3559 Birgir Reynisson
Steinagerði 5 108 Reykjavík
35.
Hólmsheiði, lóðarumsókn fyrir bílasölu
Á fundi skipulagsstjóra 18. maí 2007 var lagt fram erindi Birgis Reynissonar dags. 10. maí 2007 varðandi lóðarumsókn fyrir bílasölu og aðra tengda þjónustu. Einnig lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. maí 2007.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. maí 2007.


Umsókn nr. 60733 (02.6)
590269-1829 Skíðasamband Íslands
Engjavegi 6 104 Reykjavík
36.
Úlfarsfell, skíðahús
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, varðandi samþykkt borgarráðs frá 14. s.m. að vísa umsókn formanns og stjórnarformanns Skíðasambands Íslands, dags. 11. júní 2007, um lóð í hlíðum Úlfarsfells til byggingar á skíðahúsi til skipulagsráðs.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70401 (01.18.40)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
37.
Bergstaðastræti 16, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 6. júní 2007, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á að láta afmá sökkulveggi og jarðvinnu á lóðinni að Bergstaðastræti 16.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 60067 (01.52.13)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
38.
Boðagrandi 7, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 12. janúar 2007, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir gerfihnattadisk að Boðagranda 7.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70397 (01.13.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
39.
Bykoreitur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 4. febrúar 2007, þar sem kært er deiliskipulag Byko reits.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70392 (01.13.4)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
40.
Frakkastígur 26A, og 26, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 8. febrúar 2007, þar sem kærð er synjun skipulagsfulltrúa á umsókn um skiptingu lóðar að Frakkastíg 26 og 26A
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70407 (01.13.01)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
41.
Héðinsreitur 1.130.1, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 21. mars 2007, þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 8. febrúar 2007 á deiliskipulagi Héðinsreits.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70403 (04.4)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
42.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. maí 2007 um úthlutun lands í Hólmsheiði sem staðfest var í borgarráði hinn 31. maí 2007. Í kærunni er gerð krafa um að felldar verði úr gildi ofangreindar samþykktir og að stöðvaðar verði framkvæmdir við flugvöll og flugskýli á þessu landsvæði sem séu yfirvofandi.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70399 (01.17.3)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
43.
Hverfisgata 78, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 14. febrúar 2007, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 18. október 2006 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna Hverfisgötu 78.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70398 (02.29.21)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
44.
Leiðhamrar 46, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 26. febrúar 2007, þar sem kærð er samþykkt skipulagsráðs 26. október 2006 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 46 við Leiðhamra.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 50512 (02.58.50)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
45.
Mururimi 2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 25. júní 2007, vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 20. júlí 2005 um að veita byggingarleyfi til að staðsetja færanlegra kennslustofu við leikskólann Lyngheima á lóðinni nr. 2 við Mururima í Reykjavík. Úrskurðarorð: Kröfum kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun skipulagsráðs frá 20. júlí 2005 um heimild til að staðsetja færanlega kennslustofu á bifreiðastæði við leikskólann Lyngheima á lóðinni nr. 2 við Mururima í Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 70396 (01.23.10)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
46.
Sóltún 5, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 21. maí 2007, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir glerlokunum svala í fjölbýlishúsinu að Sóltúni 5.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70400 (04.66.08)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
47.
Vesturberg 195, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. júní 2007, ásamt kæru, dags. 8. júní 2007, þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 18. apríl 2007 á breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3 vegna Vesturbergs 195.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70036 (04.1)
48.
Hádegismóar, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 20. s.m. um tillögu að deiliskipulagi Hádegismóa.


Umsókn nr. 70042 (01.4)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
49.
Holtavegur, breyting á deiliskipulagi Laugardals
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2007 um samþykkt borgarráðs frá 21. júní 2007 á bókun skipulagsráðs 13.s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna byggingar á tveimur sex íbúða fjölbýlishúsum á tveimur hæðum við Holtaveg.


Umsókn nr. 70118
50.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, deiliskipulag, stækkun á losunarstað
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2007 um samþykkt borgarráðs frá 21. júní 2007 á bókun skipulagsráðs 13.s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi.


Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
51.
Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 13. s.m. um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna skilgreiningar á nýjum þéttingarreit við Keilugranda.


Umsókn nr. 50610 (01.51.33)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
500501-2350 Rúmmeter ehf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
52.
Keilugrandi 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 13. s.m. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Keilugranda.


Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
53.
Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2007 um samþykkt borgarráðs frá 21. júní 2007 á bókun skipulagsráðs 13.s.m., um tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem afmarkast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu.


Umsókn nr. 40486 (01.19.03)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
54.
Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2007 um samþykkt borgarráðs frá 21. júní 2007 á bókun skipulagsráðs 13.s.m., um tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.3, sem afmarkast af Barónstíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu.


Umsókn nr. 60710
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320 Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
55.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2007 um samþykkt borgarráðs frá 21. júní 2007 á bókun skipulagsráðs 13.s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4.


Umsókn nr. 70373 (02.49.6)
56.
Stekkjarbrekkur, Hallsvegur suður, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 20. s.m. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Stekkjarbrekkna og Hallsvegar.


Umsókn nr. 60694 (01.11.83)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Borgartúni 7 150 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
57.
Tryggvagata 19, Tollhúsið, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 20. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Tryggvagötu 19.


Umsókn nr. 70051
58.
Vesturlandsvegur, Hallar, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2007 um samþykkt borgarráðs frá 21. júní 2007 á bókun skipulagsráðs 6. s.m., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl .11:10, Gísli Marteinn Baldursson tók við stjórn fundarins í hennar stað.


Umsókn nr. 60778 (02.8)
59.
Sundabraut, ferli við breytingar á aðal- og svæðisskipulagi
Kynning á ferli við breytingar á aðal- og svæðisskipulagi vegna Sundaganga.
Bergljót S. Einarsdóttir kynnti.

Ráðið felur embætti skipulagsstjóra að fullvinna tillögur að breytingum og kynna fyrir ráðinu.