Höfðatorg

Verknúmer : SN070330

100. fundur 2007
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn og tillaga PK arkitekta dags. 30. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs. Í breytingunni felst lenging á niðurkeyrslurampa. Grenndarkynningin stóð frá og með 6. júní til 4. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá Kristínu Bjarnadóttur og Karli Pálssyni, Samtúni 2, dags. 3. júlí 2007, Arnfinni Einarssyni og Helgu Júlíusdóttur, Miðtúni 2, dags. 4. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. júlí 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

166. fundur 2007
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn og tillaga PK arkitekta dags. 30. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs. Í breytingunni felst stækkun á niðurkeyrslurampi.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hátúni 1, Miðtúni 1 og 2, Samtúni 2 ásamt Höfðatúni 5 og 9.