Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breyting vegna Borgarlínu,
Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu,
Vesturgata 30,
Grensásvegur 1,
Gylfaflöt 6-8 og 10-12,
Hlíðarendi 20-26,
Fiskislóð 37B,
Smiðshöfði 19,
Bústaðavegur 151-153,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Dugguvogur 6,
Bergstaðastræti 27 og 29,
Miklabraut við Klambratún, strætórein ofl.,
Vogabyggð göngubrú eða undirgöng -,
Suðurlandsbraut -,
Eiríksgata 3, Hnitbjörg,
Hverfisgata,
Laugalækjarskóli,
Ársskýrsla byggingarfulltrúa,
Hverfisskipulag,
Fiskislóð-Grandagarður,
Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig áætlað sé,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Bárugata 23,
Breiðholtsbraut,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39,
Háskólinn í Reykjavík,
Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2,
Norðurstígur 3,
Reykjavíkurflugvöllur,
Reitur 1.181.0 v/ Týsgata 8A,
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð,
Fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs,
181. fundur 2017
Ár 2017, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 9:12, var haldinn 181. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason , Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 17. febrúar 2017.
Umsókn nr. 170150
2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing
Lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. febrúar 2017 ásamt drögum að verkefnislýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, dags. 8. febrúar 2017. Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna, í svæðisskipulag.
Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Framlögð verklýsing svæðisskipulagsbreytingar samþykkt, sbr. 1. mgr. 23. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 170149
3. Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing
Lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. febrúar 2017 ásamt sameiginlegri verklýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagsáætlunum Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2030 og Seltjarnarnesbæjar 2006-2024, dags. febrúar 2017. Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna.í aðalskipulag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Framlögð verklýsing aðalskipulagsbreytingar, samþykkt, sbr. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Kl. 9:35 tekur Guðfinna J. Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
Umsókn nr. 170058 (01.13.12)
661107-0570
Hafnarstræti 1 ehf
Vesturgötu 32 101 Reykjavík
590907-1030
GRÍMA ARKITEKTAR ehf.
Hlíðarási 4 221 Hafnarfjörður
4. Vesturgata 30, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., mótt. 24. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 30 við Vesturgötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli og gera nýja byggingarreiti, fjölgun íbúða úr 3 í 8, niðurrif á viðbyggingu við íbúðarhús og niðurfelling á heimild um hækkun þess, verndun þakhúss og verndun tveggja trjáa á lóðinni, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf., dags. 24. janúar 2017.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 170057 (01.46.00)
670614-1310
Fasteignafélagið G1 ehf.
Flötum 23 900 Vestmannaeyjar
690906-1390
Batteríið Arkitektar ehf.
Hvaleyrarbraut 32 220 Hafnarfjörður
5. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar, mótt. 25. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur inndreginnar þakhæðar stækkar og ekki er lengur skilyrt að þakhæð sé tæknirými, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf., dags. 19. janúar 2017.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 170105 (02.57.83)
500191-1049
Arkþing ehf.
Bolholti 8 105 Reykjavík
6. Gylfaflöt 6-8 og 10-12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 8. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar 2-14 vegna lóðanna nr. 6-8 og 10-12 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreitum lóðanna um 2 metra inn að Gylfaflöt, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., 8. febrúar 2017.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 170068 (01.62.96)
500191-1049
Arkþing ehf.
Bolholti 8 105 Reykjavík
610716-1480
Frostaskjól ehf.
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
7. Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. janúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda, skv. uppdrætti Arkþings, dags. 27. janúar 2017.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Guðfinna J. Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 170143 (04.35.23)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
8. Fiskislóð 37B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., mótt. 15. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar, Vesturhafnar, vegna lóðarinnar nr. 37B við Fiskislóð. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli og hækkun á hámarkshæð bygginga, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 23. janúar 2017.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 160935 (04.06.14)
551211-0100
Billboard ehf.
Lyngási 11 210 Garðabær
571008-2030
Breiðás ehf
Brúnastöðum 73 112 Reykjavík
9. Smiðshöfði 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Breiðás ehf., mótt. 11. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 19 við Smiðshöfða. Í breytingunni felst að heimilað verði að hafa LED skjá á gafli hússins.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 150638 (01.82.61)
531107-0550
Arkís arkitektar ehf.
Kleppsvegi 152 104 Reykjavík
10. Bústaðavegur 151-153, deiliskipulagsbreyting, lýsing
Kynnt drög að tillögu Landslags ehf. og Arkís arkitekta ehf., dags. 17. febrúar 2017 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bústaðaveg 151-153. Í breytingunni felst uppbygging atvinnuhúsnæðis á þremur lóðum þar sem nú er Bústaðavegur 151.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Þráinn Hauksson fulltrúi Landslags kynnir.
Umsókn nr. 45423
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 912 frá 21. febrúar 2017.
Umsókn nr. 160939 (01.45.40)
641106-1430
Öryggisfjarskipti ehf
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
12. Dugguvogur 6, (fsp) LED skjár á þak
Lögð fram fyrirspurn Öryggisfjarskipta ehf., mótt. 12. desember 2016, um breytingu á deiliskipulagi eða eftir atvikum nýju deiliskipulagi þar sem heimilað verði að hafa LED skjá á þaki fasteignarinnar að Dugguvogi 6.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 160767 (01.18.44)
081241-4499
Gestur Ólafsson
Garðastræti 15 101 Reykjavík
13. Bergstaðastræti 27 og 29, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar f.h. eigenda/lóðarhafa Bergstaðastrætis 27 og 29, mótt. 14. október 2016, varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 27 og 29 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkræðistofunnar ehf., dags. 29. apríl 2016. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 12. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017 samþykkt.
Umsókn nr. 170062
14. Miklabraut við Klambratún, strætórein ofl., kynning
Knnt drög að tillögu Landslags dags. 9. febrúar 2017 að forgangsrein og stígum á Miklubraut við Klambratún.
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Þráinn Hauksson fulltrúi Landslags kynnir
Umsókn nr. 170063
15. Vogabyggð göngubrú eða undirgöng -,
Kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum við Sæbraut við Snekkjuvog.
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 170065
16. Suðurlandsbraut -, hjólastígur
Kynnt drög verkfræðistofunnar Eflu dags 20. febrúar 2017 að hjóla- og göngustíg við Suðurlandsbraut frá Engjavegi að Langholtsvegi.
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 170067
17. Eiríksgata 3, Hnitbjörg, stöðubann
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgögnustjóra dags. 14. febrúar 2017 að sett verði stöðubann í akstursaðkomu að Eiríksgötu 3 (Hnitbjörg).
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Umsókn nr. 170069
18. Hverfisgata, Stöðubann við norðurkant Hverfisgötu frá Snorrabraut
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgögnustjóra dags. 21. febrúar 2017 að bannað verði að stöðva ökutæki við norðurkant Hverfisgötu frá Snorrabraut að Lækjargötu á þeim hluta hennar sem ekki eru afmörkuð bílastæði.
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Umsókn nr. 170058
19. Laugalækjarskóli, brettagarður
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds vegna brettagarðs við Laugalækjarskóla.
Ólafur Ólafsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til umsagnar hjá Hverfisráði Laugardals, íbúasamtökum Laugardals og Laugalækjarskóla.
Umsókn nr. 170068
20. Ársskýrsla byggingarfulltrúa, Ársskýrsla 2016
Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir árið 2016.
Kynnt.
Umsókn nr. 170060
21. Hverfisskipulag, staðan
Kynnt staðan á vinnu við Hverfisskipulag.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 160942 (01.08.7)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
22. Fiskislóð-Grandagarður, ósk um umsögn um tillögu að skipulagi
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 9. desember 2016, vegna eftirfarandi bókunar frá fundi Faxaflóahafna sf. s.d. varðandi tillögu Batterísins arkitekta ehf., dags. 2. nóvember 2016, um skipulag við Fiskislóð-Grandagarð, "Hafnarstjórn gerir fyrirvara um nýtingarhlutfall, byggingarmagn og byggðamynstur. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2017.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2017 samþykkt.
Umsókn nr. 170046
23. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig áætlað sé, vaxandi umferðaþungi
Á fundi borgarráðs 22. desember 2017 lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn um hvernig áætlað sé að takast á við vaxandi umferðaþunga.
"Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu á ummælum formanns umhverfis- og skipulagsráðs yfir umferðarmálum í Reykjavík sem lesa má í Morgunblaðinu í dag. Má af þeim ummælum skilja að óþarfi sé að gera bragarbót á umferðarmannvirkjum í Reykjavík vegna þess að þau séu svo mikið notuð af ferðamönnum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvað meirihluti Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna hyggst gera til að takast á við sívaxandi umferðarþunga á götum Reykjavíkur, sérstaklega helstu flutningsæðum. Sérstaklega er verið að spyrja um hvað á að gera varðandi umferð einkabíla sem er yfir 80% af heildarumferðinni. Tilefni er til að spyrja um þetta eftir gagnrýni vegamálastjóra á að þótt fjármagn sé til staðar af hálfu ríkisins til að bæta umferðarmannvirki s.s. á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar þá heimilar meirihlutinn ekki slíkar framkvæmdir þótt þær geti bætt umferð verulega. Einnig lagt fram svar fulltrúa meirihluta umhverfis- og skipulagsráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir, þakka meirihlutanum fyrir að hafa tekið saman á eitt A4 blað yfirlit yfir samninga og stefnur sem ætlað er sem svar við fyrirspurn um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vaxandi umferðarþunga.Þó verður að segjast að svar meirihlutans svarar engu efnislega um það sem spurt er um. Spurningin er um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vandamál sem er vaxandi í umferðarmálum borgarinnar. Bent er á samkomulag við önnur sveitarfélög, Vegagerð o.s.frv. Ábyrgðinni er vísað annað eins og í fleiri málum hjá meirihlutanum í borgarstjórn.
Umsókn nr. 130118
24. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í desember 2016.
Umsókn nr. 170089 (01.13.55)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
25. Bárugata 23, kæra 16/2017, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. febrúar 2017 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á lóð nr. 23 við Bárugötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 18. febrúar 2017.
Umsókn nr. 150224 (04.6)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26. Breiðholtsbraut, deiliskipulag, göngubrú
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. um tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra-Breiðholts þar sem gerð er göngubrú yfir Breiðholtsbraut.
Umsókn nr. 160968 (04.36.3)
410604-3370
Erum Arkitektar ehf.
Ingólfsstræti 5 101 Reykjavík
27. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu vegna breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis, að Fylkisvegi 6.
Umsókn nr. 150628 (01.29.54)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
580815-1110
iborg ehf.
Síðumúla 27 108 Reykjavík
28. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. að svarbréfi skipulagsfulltrúa vegna bréfs Skipulagsstofnunar varðandi Grensásveg 16A og Síðumúla 37-39.
Umsókn nr. 160110 (01.75.1)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
29. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háskólann í Reykjavík.
Umsókn nr. 160497 (01.14.12)
560496-2739
Arkitektar Laugavegi 164 ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
630169-2919
Íslandshótel hf.
Sigtúni 38 105 Reykjavík
30. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna samþykkis um auglýsingu á í B-deild á lagfærðum uppdrætti varðandi breytingar á deiliskipulagi Kvosarinnar, lóðanna að Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2.
Umsókn nr. 160888 (01.13.20)
611211-1390
M3 Capital ehf.
Laugarásvegi 69 104 Reykjavík
440703-2590
THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
31. Norðurstígur 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykkti borgarráðs s.d. um auglýsingu vegna breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits, lóðarinnar að Norðurstíg 3.
Umsókn nr. 160700 (01.6)
32. Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykkti borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Umsókn nr. 170066 (01.18.10)
33. Reitur 1.181.0 v/ Týsgata 8A, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir reit 1.181.0, lóðinni að Týsgötu 8.
Umsókn nr. 160793
34. Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna stefnu varðandi íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða.
Umsókn nr. 170070
35. Fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hlutfall íbúðauppbyggingar
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar.
"Samkvæmt skýrslu um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 - 2030 frá því í desember 2016 er áætlað að hlutfall íbúðauppbyggingar hjá húsnæðisfélögum hafi verið 35% 2014-5, sé 39% 2016-7 og muni vera 46% 2018-9. Spurt er hvort eingöngu sé hér um að ræða húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða (e. non-profit). Ef svo er ekki, hve mikill hluti uppbygingarinnar er á könnu húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða?"
Frestað.