Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu
Verknúmer : SN170149
181. fundur 2017
Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing
Lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. febrúar 2017 ásamt sameiginlegri verklýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagsáætlunum Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2030 og Seltjarnarnesbæjar 2006-2024, dags. febrúar 2017. Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna.í aðalskipulag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Framlögð verklýsing aðalskipulagsbreytingar, samþykkt, sbr. 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Kl. 9:35 tekur Guðfinna J. Guðmundsdóttir sæti á fundinum.