Hlíðarendi 20-26

Verknúmer : SN170068

181. fundur 2017
Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. janúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda, skv. uppdrætti Arkþings, dags. 27. janúar 2017.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs

Guðfinna J. Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.


621. fundur 2017
Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. janúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda, skv. uppdrætti Arkþings, dags. 27. janúar 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


620. fundur 2017
Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. janúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda, skv. uppdrætti Arkþings, dags. 27. janúar 2017.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.