Reykjavíkurflugvöllur
Verknúmer : SN160700
181. fundur 2017
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykkti borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
178. fundur 2017
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 16. september 2016 að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er aðlöguð deiliskipulagsmörkum tillögu að deiliskipulagsbreytingu Háskólans í Reykjavík. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:
"Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða tæknilega breytingu á skipulagi sem skilgreint er sem Flugvallarsvæði, Öskjuhlíð og háskólasvæði Háskólans í Reykjavík. Við samþykkjum að breytingarnar, en ítrekum að eftir sem áður munum við aldrei samþykkja neina breytingar sem koma til með að skerða starfsemi og áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, enda eru þessar breytingar ekki þess eðlis að þær séu að skerða starfsemi og áframhaldandi veru flugvallarsins í Vatnsmýrinni."
617. fundur 2017
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 16. september 2016 að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er aðlöguð deiliskipulagsmörkum tillögu að deiliskipulagsbreytingu Háskólans í Reykjavík. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
165. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 29. september sl. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna afmörkunar skipulagssvæðisins.
162. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta, dags. 16. september 2016 að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er aðlöguð deiliskipulagsmörkum tillögu að deiliskipulagsbreytingu Háskólans í Reykjavík.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.