Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Austurhöfn,
Kjalarnes, Melavellir,
Hlíðarendi,
Lautarvegur 2-16,
Reykjavíkurflugvöllur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bræðraborgarstígur 10,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Aðalstræti 6,
Suðurgata 18,
Vesturgata 6-10A,
Hofsvallagata,
Reykjavíkurflugvöllur,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Skúlagata 12-16,
Vættaborgir 67-69,
Seiðakvísl 40,
Háskóli Íslands,
Baldursgata 32 og 34,
Hverfisgata 52,
Suðurhlíðar 9, Klettaskóli,
Vesturhús 1,
Sundahöfn,
Tryggvagata 13,
58. fundur 2014
Ár 2014, miðvikudaginn 12. mars kl. 09.15, var haldinn 58. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Örn Sigurðsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 7. mars 2014.
Umsókn nr. 130479 (01.11)
2. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og sneiðingum Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 2013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elvar Bjarnason dags. 14. janúar 2014, Stólpar ehf. dags. 27. janúar 2014, Harpa, tónl. og ráðstefnuhús dags. 27. janúar 2014, Seltjarnarnesbær dags. 29. janúar 2014, Seltjarnarnesbær, skipulags- og umferðarnefnd dags. 31. janúar 2014, JP lögmenn fh. Landbakka dags. 1. febrúar 2014, íbúasamtök miðborgar dags. 3. febrúar 2014, íbúasamtök vesturbæjar dags. 6. febrúar 2014, Hilmar Þór Björnsson arkitekt dags. 6. febrúar 2014 og Dennis Davíð Jóhannesson dags. 7. febrúar 2014.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kynnt drög að umsögn skipulagsfulltrúa
Frestað.
Umsókn nr. 110517 (31.57)
471103-2330
Matfugl ehf.
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
3. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Matfugls ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst fjölgun alifuglahúsa á lóðinni, skv. uppdrætti dags. 15. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 15. febrúar 2012. Auglýsing stóð frá 23. apríl til 6. júní 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson dags. 30. maí 2012, Ásgeir Harðarson formaður f.h. Íbúasamtaka Kjalarness dags. 6. júní 2012, Ásgeir Harðarson dags. 6. júní 2012 og Sigríður Pétursdóttir formaður hverfisráðs Kjalarness dags. 6. júní 2012. Einnig er lögð fram bókun frá fundi hverfisráðs Kjalarness þann 14. júní 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. júlí 2012.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júlí 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. janúar 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Frestað.
Umsókn nr. 140049 (01.62)
491299-2239
Valsmenn hf.
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
670269-2569
Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
4. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Deiliskipulag 01.
Deiliskipulag 02.
Skýringaruppdr. 03.
Skýringaruppdr. 04.
Hindrunarfleti flugbrautar 26. febrúar 2014.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Staða málsins kynnt
Frestað
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bóka:
Formaður borgarráðs lét hafa eftir sér að uppbygging á Hlíðarendasvæðinu væri ekki lokakafli Hlíðarhverfisins heldur fyrsta stigið í íbúðauppbyggingu Vatnsmýrarsvæðisins. Það er með ólíkindum að formaður borgarráðs sem gerði samkomulag við ríkið um að skipuð yrði nefnd til að skoða framtíðarstaðsetningu flugvallarsvæðisins skuli ekki virða störf þeirrar nefndar. Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir svigrúmi til að nefndin fái að skila af sér sinni vinnu áður en svæðið áður en þeirri vinnu lýkur. Fulltrúar mismunandi flokka hafa einsett sér að bera virðingu fyrir vinnu nefndarinnar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði harma að formaður borgarráðs og aðrir fulltrúar meirihlutans séu samhliða þeirri vinnu að úttala sig um þeirra framtíðarsýn þvert á pólitískt samkomulag um að gera það ekki að svo stöddu.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka
"Deiliskipulag Hlíðarendasvæðisins var samþykkt samhljóða í Skipulagsráði Reykjavíkur í desember 2010 . Breytingar á deiliskipulagi sem nú eru til umræðu lúta að tilfærslu á starfsemi og eru óverulegar hvað varðar byggðarform. Skipulagið er i fullu samræmi við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni er ekki háð þessari uppbyggingu".
Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 14:30, þá höfðu einnig verið afgreidd mál nr. 7, 9, 10, 11, 17
og 20-29.
Umsókn nr. 140079 (01.79.4)
021256-7579
Jón Þór Þorvaldsson
Logafold 128 112 Reykjavík
5. Lautarvegur 2-16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 28. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 2-16 við Lautarveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. úti og inni dags. 18. febrúar 2014.
Frestað.
Umsókn nr. 130234 (01.6)
6. Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti T.ark Tdags. 17. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 20013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Alex Sigurðsson dags. 23. desember 2013, Norðurflug dags. 29. janúar 2014, Kristján Árnason dags. 29. janúar 2014, Edward H. Finnsson dags. 30. janúar 2014, Leifur Magnússon dags. 30. janúar 2014, Örn Karlsson dags, 31. janúar 2014, Bjarni Bærings dags. 31. janúar 2014, Bolli Héðinsson dags. 31. janúar 2014, Erling Jóhannesson dags. 2. febrúar 2014, Júlíus Þórólfsson dags. 2. febrúar 2014, Þorsteinn Kristleifsson dags. 2. febrúar 2014, Kristján Guðmundsson dags. 2. febrúar 2014, Skildingar ehf. dags. 2. febrúar 2014, Flugfélagið Þór dags. 2. febrúar 2014, Sigurlína Magnúsdóttir dags. 2. febrúar 2014, Magnús B. Jóhannsson dags. 2. febrúar 2014, Magnús Brimar Magnússon dags. 3. febrúar 2014, Gunnar Finnsson dags. 3. febrúar 2014, Alfhild Peta Nilsen dags. 3. febrúar 2014, Guðmundur Hjaltason dags. 3. febrúar 2014, Bragi Sigþórsson dags. 3. febrúar 2014, Helgi Rafnsson dags. 3. febrúar 2014, Fél. ísl. einkaflugmanna, Valur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Hjartað í Vatnsmýri dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ingi Jónsson f.h. Flugmálafélags Íslands dags. 3. febrúar 2013, Flugfélagið Geirfugl dags. 3. febrúar 2014, Elísabet Gísladóttir dags. 3. febrúar 2014, Þyrlufélagið ehf. dags. 3. febrúar 2014, Sigurjón Sindrason dags. 3. febrúar 2014, Iceland Aviation ehf. dags. 3. febrúar 2014, Kristinn H. Brynjarsson dags. 3. febrúar 2014, Úlfar Henningsen og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ásgeirsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf. dags. 3. febrúar 2014, Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Guðjón Ármannsson f.h. Byggábirk dags. 3. febrúar 2014, Arnór Valdimarsson dags. 4. febrúar 2014, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir dags. 4. febrúar 2014, Jón Emil Wessman, dags. 5. febrúar 2014 og Ægir Ib Wessman, dags. 5. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 3. febrúar 2014.
Allar athugasemdir í einu skjali.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kynnt drög að umsögn skipulagsfulltrúa
Frestað
Umsókn nr. 45423
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 770 frá 11. mars 2014.
Umsókn nr. 46983 (01.13.421.8)
141069-3309
Skúli Magnússon
Bræðraborgarstígur 10 101 Reykjavík
8. Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi - BN044237
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 23. janúar til og með 20. febrúar 2014. Athugasemdir sendu: Hólmfríður Garðarsdóttir og Guðrún Ara Arason, dags. 20. janúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014. Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. Gjald kr. 9.000
Frestað.
Umsókn nr. 140015
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9. Betri Reykjavík, fjarlægja ljósastaura sem eru of nálægt gluggum í 101
Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "fjarlægja ljósastaura sem eru of nálægt gluggum í 101" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. desember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140025
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10. Betri Reykjavík, skjól meðfram Bústaðavegi
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "skjól meðfram Bústaðavegi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 90409
11. Hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu, tölulegar upplýsingar
Lagðar fram tölulegar upplýsingar og skýringarmynd VSÓ ráðgjafa dags. í febrúar 2014 varðandi hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags situr fundinn undir þessum lið.
Sverrir Bollason frá VSO verkfræðistofu kynnti
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs:
"Í miðborgarkafla aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 kemur fram að gera skuli sérstaka stefnu fyrir hóteluppbygginu áður en ráðist verður í gerð hverfisskipulags fyrir miðborgina. Umhverfis og skipulagsráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að vinna þessa stefnu"
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Umsókn nr. 140044
12. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð starfs- og fjárhagsáætlanagerð
Kynnt drög að skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. mars 2014 um verkefni vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
Frestað.
Umsókn nr. 140041 (01.13.65)
711208-0700
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
531107-0550
Arkís arkitektar ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
14. Aðalstræti 6, (fsp) breyting á þakhæð
Lögð fram fyrirspurn Reita fasteignafélags hf. dags. 27. janúar 2014 varðandi breytingu á þakhæð hússins á lóð nr. 6 við Aðalstræti, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 10. desember 2013. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkís arkitekta ehf. dags. 28. janúar 2014.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurnina Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
Umhverfis og skipulagsráð bókar:
"Þrátt fyrir að byggingarmagn á þakhæð Aðalstrætis 6 sé aukið lítillega er útfærslan með þeim hætti að ásýnd hússins mun batna vegna inndreginnar þakhæðar sem snýr að Aðalstræti. Þakhæðin sker sig þannig frá að húsið mun virka lægra í götumyndinni.Hækkunin snýr mest að baklóð en sýnt hefur verið fram á að ekki verður um aukningu skuggavarps að ræða.
Með þessari breytingu er farið í átt að upphaflegri hönnun hússins."
Umsókn nr. 47101 (01.16.120.3)
090856-4219
Stefanía Helga Jónsdóttir
Suðurgata 18 101 Reykjavík
15. Suðurgata 18, (fsp) - Þrjú bílastæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og staðsetja þrjú bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2014.
Frestað.
Umsókn nr. 140047 (01.13.21)
630785-0309
Kirkjuhvoll sf
Pósthólf 1100 121 Reykjavík
16. Vesturgata 6-10A, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta f.h. Kirkjuhvols dags. 4. febrúar 2014 um hvort leyft verði að fá að reka gistiheimili í húsunum á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu ásamt veitingarekstri í kjallara. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuða dags. 4. febrúar 2014 ásamt uppdráttum dags. 4. febrúar 2014.
Frestað.
Umsókn nr. 130234
17. Hofsvallagata, umferðatalningar
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteinns Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013. "Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar."
Einnig er lögð fram niðurstaða úr talningu sem gerð var 2. og 3. október 2013.
Kynnt.
Umsókn nr. 140093 (01.6)
18. Reykjavíkurflugvöllur, frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli
Lagt fram frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. mars 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 10. mars 2014 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 130118
19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar 2014.
Umsókn nr. 90025 (01.15.22)
111255-4239
Elín Ebba Ásmundsdóttir
Laugavegur 53a 101 Reykjavík
20. Skúlagata 12-16, sjónlína niður Frakkastíg
Lagt fram bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jons Kjell Seljeseth dags. 24. febrúar 2014 varðandi skerðingu útsýnis frá Skólavörðuholtinu niður Frakkastíg vegna fyrirhugaðra bygginga við Skúlagötu.
Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu málsins.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka:
"Deiliskipulag Skuggahverfis er barn síns tíma. Það var samþykkt einróma í borgarstjórn árið 2006. Engar athugasemdir bárust frá borgarbúum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Turninn sem nú rís við Skúlagötu á eftir að hafa áhrif á veðurfar, útsýni og ásýnd borgarinnar og mun skerða mikilvægan sjónás norður Frakkastíg. Turninn og reiturinn allur er almennt á skjön við umhverfis- og skipulagsáherslur í dag. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram skýr stefna þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður, m.a. um hæðir húsa, um sjónása, verndun eldri byggðar og byggðarmynsturs. Það breytir þó ekki átta ára gamalli samþykkt, deiliskipulagið er í gildi og byggingarleyfi hafa verið gefin út.
Umhverfis- og skipulagsráð skorar á Alþingi Íslendinga að setja fyrningarákvæði í skipulagslög, þannig að hægt verði að endurskoða skipulagsáætlanir ef framkvæmdir hefjast ekki innan ákveðins tíma. Slíkt ákvæði myndi tryggja vandaðari skipulagsvinnu, skýrara umboð skipulagsyfirvalda á hverjum tíma og meiri sátt innan samfélagsins. Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við verktaka og höfða til samvisku þeirra vegna framkominnar gagnrýni og breyttrar stefnu borgaryfirvalda frá þeim tíma sem skipulagið var samþykkt".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bóka:
"Uppbyggingarheimildir í Skuggahverfinu hafa tekið miklum breytingum frá því að fyrsta deiliskipulag reitsins var samþykkt árið 1986. Þá var gert ráð fyrir því að byggingar næst mikilvægum sjónásum eins og frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg til sjávar væru lágreistar tveggja til fjögurra hæða byggingar sem tækju mið af yfirbragði eldri byggðar hverfisins. Hærri hús sem þá áttu að vera að hámarki 13 hæðir voru staðsettar inn á miðju reitsins en út til jaðranna lækkuðu hæðir húsa og skyggðu ekki á sjónása. Anda þessa deiliskipulags var síðan kollvarpað árið 2005 og 2006 undir stjórn R-listans sem gjörbreytti uppbyggingarheimildum, færðu byggingarreiti út að götu, juku við nýtingarhlutafall lóðarinnar og hækkuðu turna um sex hæðir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis og skipulagsráði taka undir athugasemdir frá íbúum sem ráðinu hafa borist þar sem því er mótmælt að turn út við Frakkastíg skyggi á útsýni til sjávar og er mjög frekur í borgarlandinu. Á síðasta kjörtímabili fóru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram á það við fulltrúa lóðarhafa að turninn yrði færður innar á lóðina en á það var ekki fallist enda byggja lóðarhafar ákveðinn rétt á gildandi deiliskipulagi.
Tekið er undir áskorun til Alþingis að setja fyrningarákvæði í skipulagslög, þannig að hægt verði að endurskoða skipulagsáætlanir. Það er í samræmi við fyrri tilmæli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks til stjórnvalda og löggjafans.
Deiliskipulag Skuggahverfis endurspeglar sjónarmið í skipulagsmálum sem hafa breyst mikið á undanförnum árum. Því var ekki mótmælt af borgarbúum á sínum tíma en víst má telja að viðbrögðin yrðu allt önnur nú.
Umsókn nr. 140022 (02.34.32)
300856-5789
Ellert Már Jónsson
Miðhús 32 112 Reykjavík
21. Vættaborgir 67-69, málskot
Lagt fram málskot Ellerts Más Jónssonar móttekið 17. janúar 2014 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2014 um að byggja glerskála á svölum parhúss nr. 67 á lóðinni nr. 67-69 við Vættaborgir.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 staðfest staðfest.
Umsókn nr. 140064 (04.21.56)
210954-4659
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Álakvísl 134 110 Reykjavík
22. Seiðakvísl 40, málskot
Lagt fram málskot Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, dags. 26. september 2013, mótt. 13. febrúar 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisfundar skipulagsfulltrúa 30. ágúst sl. á erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnsholts vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir einbýlishús við suðurenda Seiðakvíslar samkvæmt uppdrætti OGV dags. 12. júlí 2013.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 staðfest staðfest.
Umsókn nr. 140070
23. Háskóli Íslands, hugmyndasamkeppni
Tilnefning ráðgjafa vegna hugmyndasamkeppni um Háskólasvæðið.
Umhverfis- og skipulagsráð skipaði Pál Hjaltason, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og Júlíus Vífil Ingvarsson sem ráðgjafa vegna hugmyndasamkeppni um Háskólasvæðið.
Umsókn nr. 140011 (01.18.63)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
24. Baldursgata 32 og 34, kæra 1/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. janúar 2013 ásamt kæru dags. 5. janúar 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2013 á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 32 og 34 við Baldursgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. febrúar 2014.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. febrúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140059 (01.17.21)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
25. Hverfisgata 52, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2014 ásamt kæru, dags. 4. febrúar 2014, þar sem kært er niðurrif skábrautar að Hverfisgötu 52, jafnframt að færð séu bílastæði á samþykktri teikningu að húsinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. febrúar 2014.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. febrúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 130589 (01.78.04)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
26. Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru vegna samþykktar borgarráðs 7. nóvember 2013 um breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 9 við Suðurhlíð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. febrúar 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. febrúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140067 (02.84.80)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
27. Vesturhús 1, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. febrúar 2014 ásamt kæru dags. 17. febrúar 2014 þar sem kærðar eru framkvæmdir vegna hækkunar og klæðningu á þaki á húsi á lóð nr. 1 við Vesturhús. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2014.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 130525 (01.33.2)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
28. Sundahöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn.
Umsókn nr. 130099 (01.11.74)
29. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar Tryggvagötu 13.