Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Dofraborgir 15,
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands,
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar,
Höfðabakki 1,
Boðagrandi 9,
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli,
Kvistaland 26,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin,
Skólagarðar,
Kringlumýrarbraut 100, Hringbraut 12, N1,
Hringbraut 12, lóð N1,
Skipulagsráð,
Götuheiti í Túnahverfi,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1,
Þingholtsstræti 2-4,
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur,
Vesturvallareitur 1.134.5,
Vesturhlíð 1, leikskóli,
Sogamýri, deiliskipulag,
Klettasvæði, Skarfabakki,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð
241. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 11. maí kl. 09:00, var haldinn 241. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Bragi Bergsson, Björn Ingi Edvardsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 29. apríl og 6. maí 2011.
Umsókn nr. 110111 (02.34.44)
190344-3129
Joseph Lee Lemacks
Dofraborgir 15 112 Reykjavík
2. Dofraborgir 15, málskot
Lagt fram málskot Joseph Lemacks eiganda Dofraborga 15 dags. 8. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 11. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 2.344.4 vegna lóðarinnar nr. 15 við Dofraborgir á þann hátt að stækkun á kjallara sem byggður var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt ásamt því að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. mrs 2011.
Fyrri afgreiðsla skipulagstjóra frá 11. febrúar 2011 staðfest
Skipulagsráð felur byggingarfulltrúa að leita samstarfs við lóðarhafa varðandi framhald málsins. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarfullrúi upplýsi skipulagsráð sérstaklega um framhaldið og tímasetningar úrbóta áður en gripið verður til þvingunarúrræða.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Marteinn Baldursson sat hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 110156 (01.6)
530575-0209
Flugfélag Íslands ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
691004-2790
Kurt og Pí ehf
Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík
3. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 90100
4. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. . í maí 2011. Einnig lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010 og samantekt verkefnisstjóra dags. 6. ágúst 2010 varðandi ábendingar úr hagsmunaaðilakynningu.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum ásamt þeim sem áður hafa gert athugasemdir við fyrri hagsmunaaðilakynningu. Jafnframt er samþykkt að kynna tillöguna fyrir Hverfisráði Laugardals og Hlíða.
Umsókn nr. 110070 (04.07.00)
530201-2280
Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
5. Höfðabakki 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Nexus arkitekta dags. 15. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 1 við Höfðabakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir mögulega skemmubyggingu í austurátt, samkvæmt uppdrætti Nexus arkitekta dags. 14. febrúar 2011, breyttur 11. mars 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. mars til og með 13. apríl 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hjálmar Hlöðversson dags. 12. apríl 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. maí 2011
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 110217 (01.52.14)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6. Boðagrandi 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegur, Lýsi og SÍS vegna lóðarinnar nr. 9 við Boðagranda. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega leikstofu, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 3. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenningu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110213 (01.36.30)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
7. Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu með tengibyggingu, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenningu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110215 (01.86.23)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8. Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2 vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland, Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu, fjölgun á bílastæðum, kvöð um aðkeyrslu er felld út ásamt því að afmörkuð, samþykkt lóð fyrir fjarskiptabúnað er felld út og bætt við leikskólalóðina, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 3. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenningu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
9. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 9. maí 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 5. apríl 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011. Einnig er lagt fram bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011 ásamt uppfærðum uppdráttum dags. 10. maí 2011.
Staða málsins kynnt.
Umsókn nr. 42968
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 633 frá 3. maí og 634 frá 10. maí 2011.
Umsókn nr. 110201 (01.19.31)
710304-3350
Álftavatn ehf
Pósthólf 4108 124 Reykjavík
11. Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Álftavatns ehf. dags. 26. apríl 2011 um gerð bráðabirgðabílastæðis á lóð nr. 47 við Barónsstíg. Bílastæðið yrði á reit sem sýndur er sem bílakjallari á samþykktu deiliskipulagi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. maí 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 110077
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
12. Skólagarðar, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 1. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011 og tölvupóstur hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis dags. 30. mars 2011 og hverfisráðs Laugardals dags. 31. mars 2011. Samþykkt var að framlengja frest til að skila inn umsögn til 15. apríl 2011 og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals dags. 7. apríl 2011, umsögn Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 11. apríl 2011 og bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 12. apríl 2011.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við breytta notkun á húsunum við Logafold 106b og Holtaveg 32 í samræmi við framlagðar bókanir hverfisráða Grafarvogs og Laugardals. Hafa skal samráð við embætti skipulagsstjóra um útfærslu breytinganna og huga skal sérstaklega að aðstöðu fyrir fjölskyldur sem nýta sér aðstöðu garðanna. Ekki er unnt að afgreiða fyrirspurn um breytta notkun að Bjarmalandi á jákvæðan hátt, að svo stöddu, í ljósi þess að hverfisráð Háaleitis og Bústaðahverfis leggst gegn fyrirhuguðum breytingum í umsögn sinni og er óskað eftir því að Framkvæmda- og eignasvið rýni tillögu sína betur með vísan til athugasemda ráðsins.
Umsókn nr. 110140 (01.78)
280774-3409
Sævar Þór Ólafsson
Laugateigur 21 105 Reykjavík
13. Kringlumýrarbraut 100, Hringbraut 12, N1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011. Einnig lagður fram uppdráttur Ask arkitekta dags. 21. febrúar 2011 að staðsetningu metanstöðvar á lóð N1 við Hringbraut. Jafnframt er lagt fram bréf Sævars Þórs Ólafssonar dags. 27. apríl 2011 ásamt teikningu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2011.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við uppsetningu metanstöðva á lóðunum að Hringbraut 12 og Kringlumýrarbraut 100 með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 110207 (01.62.21)
280774-3409
Sævar Þór Ólafsson
Laugateigur 21 105 Reykjavík
14. Hringbraut 12, lóð N1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar f.h. N1 dags. 4. maí 2011 varðandi lóðarstækkun , færslu stíga ásamt uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 12 við Hringbraut. Einnig er lögð fram teikning dags. 4. maí 2011.
Neikvætt. Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.
Umsókn nr. 110220
15. Skipulagsráð, sumarfrí 2011
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs dags. 11. maí 2011 um fyrirkomulag funda skipulagsráðs sumarið 2011.
Tillaga formanns skipulagsráðs samþykkt.
Umsókn nr. 42515
16. Götuheiti í Túnahverfi, Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lagt fram kynningarbréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2011 til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi. Athugasemdarfrestur vegna tillögunnar var til 10. mars sl. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Sigurður Þór Guðjónsson dags. 3.maí 2011, Anna María Gunnarsdóttir dags. 28.mars 2011, Jens Pétur Jensen dags. 22. mars 2011, Pétur Guðmundsson dags. 25.mars 2011, Vilborg Á Valgarðsdóttir 24.mars 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 29.nóvember 2010, húsfélagið Skúlatúni 2 dags. 8.apríl 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 2. febrúar 2010, húsfélag Skúlatún 2 dags. 1.apríl 2011, Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar dags. 12.apríl 2011, Brynjólfur Jónsson framkv.stj Skógræktarfélags Íslands dags. 18.apríl 2011, Kínverska sendiráðið dags. 25.mars 2011, Frímúrarareglan á Íslandi dags. 11.apríl 2011, Þráinn Hallgrímsson f.h. Húsfélagsins Sætún 1 dags. 31.mars 2011, ásamt samhljóða undirskriftarlistum 103 aðila mótt. í apríl 2011. Einnig er lögð fram samantekt byggingarfulltrúa á athugasemdum dags. 4. maí 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 110196
17. Skipulagsráð, fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Auð hús í miðborginni.
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur um auð hús í miðborginni frá fundi ráðsins þann 27. apríl 2011, um auð hús í miðborginni. Einnig er lagt fram svarbréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. apríl 2011.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl: 12:00.
Svarbréf skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Fyrirspurn varðandi Völundarverk er visað til afgreiðslu borgarráðs.
Fulltrúar Besta flokksins; Páll Hjaltason og Elsa HrafnhildurYeoman og fulltrúar Samfylkingarinnar; Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ekki verður lengur hikað við að beita þeim úrræðum sem Reykjavíkurborg hefur til að bregðast við slæmu ástandi húsa samkvæmt byggingarreglugerð auk þess sem skipulagsráð hyggst ganga fram af meiri festu en áður hefur tíðkast. Í þeim tilfellum sem ásigkomulagi, viðhaldi eða frágangi húss eða annars mannvirkis eða lóðar er þannig háttað að hætta geti stafað af eða húsnæði er heilsuspillandi eða óhæft til íbúðar og lóðarhafi sinnir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur, mun sveitarstjórn ákveða dagsektir, þar til úr hefur verið bætt. Beri álagning dagsekta ekki árangur mun Reykjavíkurborg ganga lengra í beitingu þvingunarúrræða og m.a. óska eftir því að fasteignin verði seld nauðungarsölu ef þurfa þykir.
Við beitingu dagsekta og annara þvingunarúrræða samkvæmt byggingarreglugerð, verður ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annara áhrifaþátta, enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki. "
Umsókn nr. 110224
18. Skipulagsráð, listi yfir auð hús í miðborginni
Lagður fram listi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 9. maí 2011 yfir auð hús í miðborginni ásamt tillögum um beitingu þvingunarrúrræða.
Frestað.
Umsókn nr. 100386 (01.17.02)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 21. október 2010 ásamt kæru dags. 14. september 2010 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun um sameiningu lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1 í Reykjavík. Einnig lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 27. apríl 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt
Umsókn nr. 110193 (01.17.02)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20. Þingholtsstræti 2-4, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 20. apríl 2011, vegna samþykktar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 á takmörkuðu byggingarleyfi vegna jarðvinnu og undirbúnings vegna aðstöðu á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti. Krafist er stöðvunar á framkvæmdum og að byggingarleyfi verði dregið til baka. Einnig er kært deiliskipulag svæðisins. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 27. apríl 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt
Umsókn nr. 110206 (01.13.46)
21. Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl 2011, í skaðabótamáli Herborgar Friðjónsdóttur gegn Reykjavíkurborg þar sem borgin er sýknuð af öllum bótakröfum stefnanda vegna gildistöku deiliskipulags Holtsgötureits.
Umsókn nr. 90325
22. Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d á lýsingu á deiliskipulagi Vesturvallareits
Umsókn nr. 110148 (01.76.86)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
23. Vesturhlíð 1, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Suðurhlíð vegna lóðarinnar að Vesturhlíðar 1.
Umsókn nr. 110157
24. Sogamýri, deiliskipulag, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt s.d. um lýsingu á deiliskipulagi fyrir hluta Sogamýrar.
Umsókn nr. 110153 (01.33)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
25. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Klettasvæði - Skarfabakka.
Umsókn nr. 110188
26. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024., Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, breytingatillögur.
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt s.d. um lýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og endurskoðun aðalskipulags.
Umsókn nr. 110195
27. Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um að vísa erindi til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs.