Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands
Verknúmer : SN110156
13. fundur 2013
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbyggingu flugstöðvar Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 8. apríl 2013.
Dagur B. Eggertsson og Hrólfur Jónsson sátu fundinn undir þessu lið.
Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:25
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu
"Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér stækkun á flugstöðinni í samræmi við drög að samkomulagi um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Jafnframt verður hafin vinna við deiliskipulag á nýrri íbúabyggð í Skerjafirði.
Einnig er lagt til að unnið verði að því að bæta öryggismál á flugvellinum með tilliti til lendingarljósa og trjágróðurs í Öskjuhlíð með það að markmiði að ásættanleg niðurstaða náist fyrir Isavia og fyrir Reykjavíkurborg. Ráðið vill þó árétta að umhverfis flugvöllinn eru mikilvæg útvistarsvæði sem brýnt er að vernda".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu
"Það er fagnaðarefni að ríkið ætli loks að standa við gerða samninga um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar Norðaustur-suðvestur brautar. Hún er aðeins notuð í 1% tilvika á ári og ríkið hefur í þrígang lofað því að loka brautinni í undirrituðum samningum.
Með lokun brautarinnar opnast verðmætt byggingarland í Vatnsmýrinni, en borgarbúar hafa í könnunum um búsetuóskir lýst því yfir að Vatnsmýrin sé það nýbyggingaland sem þeir helst vilji búa á.
Fyrirætlanir ríkisins um betri aðstöðu fyrir innanlandsflug eru kunnar en skýrt er tekið fram að auðvelt sé að taka slíka byggingu niður þegar flugvöllurinn fer. Enn er þó rúmur áratugur í að A/V braut flugvallarins verði lögð niður og ný flugstöð nýtist að minnsta kosti í þann tíma.
Flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllir ekki tilmæli Alþjóða flugmálastofnunarinnar um öryggismál og gildir það til dæmis um öryggissvæði við flugbrautarenda og öryggissvæði frá miðlínu. Sama gildir um aðflugsljós og hindrunarfleti. Þetta hafa flugmálayfirvöld verið treg til að viðurkenna. En kröfur þeirra um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíðinni sem nú vakna upp á ný, og umfangsmikil lendingarljós á Ægisíðunni færa Reykvíkingum heim sanninn um að flugvöllurinn er of frekur í umhverfi sínu í miðborg Reykjavíkur. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallayfirvöld reyndu að fá þau í gegn".
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókaði:"Kaup borgarinnar á landi í Skerjafirði hafa ekki áhrif á framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni og því mikilvægt m.a. af flugöryggisástæðum að Reykjavíkurborg liðki fyrir endurnýjun nauðsynlegra mannvirkja á flugvallarsvæðinu. Sérstaklega er aðkallandi að reist verði ný flugstöð þar sem allir flugrekstraraðilar í innanlandsflugi geta fengið aðstöðu fyrir starfsemi sína.
Í áraraðir hefur staðið til að leggja niður gamla flugbraut sem snýr í norðaustur ¿ suðvestur. Brautin hefur af þessum ástæðum ekki hlotið eðlilegt viðhald og er lítið notuð. Samgöngumiðstöð sem ríkið vildi reisa í Vatnsmýrinni átti til dæmis að standa á brautarendanum. Nú þegar ákveðið hefur verið með samningum ríkis og borgar að brautin verði lögð af opnast tækifæri til að nýta land við Skerjafjörðinn með öðrum hætti.
Mikilvægt er að rammaskipulag Vatnsmýrarinnar verði endurskoðað. Þróa þarf hugmyndir um nýtingu þess hluta hennar sem Reykjavíkurborg er að festa kaup á og vinna deiliskipulag sem tekur mið af þeirri byggð sem stendur í Skerjafirði, yfirbragði hennar og sérstöðu. Samráð við íbúa er lykillinn að farsælu skipulagi en tækifæri geta falist í því að stækka byggðina og gera hverfið heildstæðara. Með því getur verið kominn grunnur fyrir byggingu nýs grunnskóla og fyrir aðra þjónustu fyrir íbúa. Ef vandað er til nýs skipulags svæðisins mun það geta aukið gæði gamla hverfisins en borgaryfirvöld verða að vera minnug þess að samráð í skipulagsmálum er lögbundið".
380. fundur 2012
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Kynna formanni skipulagsráðs.
241. fundur 2011
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.
239. fundur 2011
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.
238. fundur 2011
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.
344. fundur 2011
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lagt fram erindi Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Kynna formanni skipulagsráðs.