Skipulagsráð

Verknúmer : SN110195

244. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. maí 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi framkvæmdahraða og reglur um lóðir til trúfélaga.


241. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um að vísa erindi til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs.


239. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur:
"Tveimur lóðum var úthlutað til trúfélaga árið 2006 og einni árið 2009. Ekki hefur verið hafist handa við uppbyggingu á þessum lóðum en engar reglur eru til um það hversu lengi trúfélag getur haldið úthlutaðri lóð án þess að hefja framkvæmdir. Trúfélög greiða ekki gatnagerðagjöld af lóðum og þess vegna eru sveitarfélög með úthlutun lóða til trúfélaga að afhenda ákveðin gæði umfram það sem einstaklingar eða aðrir lögaðilar geta vænst að fá.
Með tilliti til ofangreinds er lagt til að sérstakar reglur verði látnar gilda um framkvæmdahraða á lóðum trúfélaga. Þeim verði gert skylt að skila aftur til borgarinnar úthlutuðum lóðum þar sem ekki hefur verið hafist handa við framkvæmdir innan tveggja ára frá því að lóð er byggingarhæf. Trúfélög geri grein fyrir fjármögnun framkvæmda með sérstakri greinargerð fyrir úthlutun.
Þeim trúfélögum sem nú þegar hafa fengið úthlutað lóðum í borgarlandi, en ekki enn þá hafið framkvæmdir, verði gefin sambærilegur frestur frá samþykki þessara reglna í borgarstjórn.
Skipulagsráð leggur til við borgarráð að ofangreindir skilmálar verði látnir gilda um lóðir sem úthlutað er til trúfélaga. Sömuleiðis að tímafrestur verði settur á þær lóðir sem þegar hefur verið úthlutað til trúfélaga".

Samþykkt.