Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Austurhöfn, Hólaberg 84, Sogavegur 69, Vínlandsleið 1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barónsstígur 47, Þjóðhildarstígur, Rauðarárstígur 31, Miðborgin, Laugarnestangi 65, Álftamýri 1-5, Bíldshöfði 8, Nethylur 3-3A, Laugavegur 4-6, Reykjavíkurflugvöllur, Nönnugata 10, Traðarland 1, Víkingur, Grundarstígur 10,

Skipulagsráð

204. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:10, var haldinn 204. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir og árheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes Kjarval , Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Margrét Leifsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 9. apríl 2010.


Umsókn nr. 90009 (01.11)
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
2.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Portus ehf., dags. 14. nóvember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins, dags. 14. desember 2009 mótt. 12. apríl 2010. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar, dags. 12. febrúar 2010, og minnisblað Mannvits, dags. 23. október 2009, ásamt bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins, dags. 23. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð leggur áherslu á að vandað verði sérstaklega til við hönnun og efnisvals á yfirborði gatna og í göturýminu í heild sinni.


Umsókn nr. 100126
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5 101 Reykjavík
490486-3999 Félag eldri borgara
Stangarhyl 4 110 Reykjavík
3.
Hólaberg 84, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Andrésar N. Andréssonar, dags. 25. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gerðuberg/Hólaberg vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg. Um er að ræða breytingu á byggingareitum samkvæmt uppdrætti Hornsteinar arkitektar ehf., dags. 17. mars 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, jafnframt samþykkt að senda bréf til hagsmunaaðila á svæðinu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100031 (01.81.09)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
051131-4879 Konráð Adolphsson
Sogavegur 69 108 Reykjavík
4.
Sogavegur 69, deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 5. febrúar 2010 var lagt fram erindi PK arkitekta, dags. 22. janúar 2010, varðandi deiliskipulag fyrir lóð nr. 69 við Sogaveg samkvæmt uppdrætti, dags. 5. janúar 2010. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdrætti, dags. 23. febrúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 90452 (04.11.14)
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
520171-0299 Húsasmiðjan ehf
Holtavegi 10 104 Reykjavík
5.
Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Arkís, dags. 9. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. Breytingin felur í sér að koma fyrir byggingarreit fyrir timburlager á suðausturhorni lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 2. desember 2009. Auglýsing stóð yfir frá 13. janúar 2010 til og með 24. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: bréf Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 22. febrúar og 18. mars 2010, G. Jón Bjarnason, dags. 24. febrúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. mars 2010 ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 19. mars 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 41404
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 582 frá 13. apríl 2010.


Umsókn nr. 40980 (01.19.310.1)
710304-3350 Álftavatn ehf
Kringlunni 7 103 Reykjavík
7.
Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda, dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Arkþing, dags. 11. febrúar 2010, ásamt uppdráttum, dags. 12. febrúar 2010.
Frestað að beiðni fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Sóleyjar Tómasdóttur.

Umsókn nr. 80548 (04.11)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Lónsbraut 2 220 Hafnarfjörður
8.
Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 22. ágúst 2008, var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf, dags. 21. ágúst 2008, þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir, dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 13. október 2008, og umsögn skipulagsstjóra 26. mars 2010.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 100129 (01.24.40)
691003-2560 Hýði ehf
Kríunesi 1 210 Garðabær
9.
Rauðarárstígur 31, málskot
Lagt fram málskot framkvæmdastjóra Hýðis ehf., dags. 11. mars 2010, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisafgreiðslufundar byggingarfulltrúa 15. desember 2009 á fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að breyta 1. hæð í skammtímaleiguíbúðir í íbúðar- og verslunarhúsinu á lóð nr. 31 við Þverholt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. apríl 2010.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100130
490970-0299 Listahátíð í Reykjavík
Lækjargötu 3 121 Reykjavík
10.
Miðborgin, Listahátíð Reykjavíkur 2010
Listahátíð í Reykjavík óskar eftir leyfi til þess að setja upp ljósmyndir utandyra á 20 stöðum í miðborginn á meðan Listahátíð stendur yfir. Ljósmyndirnar eru í svarthvítu stærð þeirra er frá 50 X 60 cm og upp í 200 X 300 cm. Myndefnið er ágrip af bestu ljósmyndum sögunnar. Áætlaðir uppsetningastaðir:
1) Á Glitnishúsi við Lækjargötu
2) Á veggnum sem snýr að Lækjargötu á horni Austurstrætis og Lækjargötu
3) Á Vonarstræti 4
4) Á vegg Nasa sem snýr að sundinu milli Austurvallar og Ingólfstorgs.
5) Á gamla Póst- og símahúsinu
6) Á gamla Morgunblaðshúsinu
7) Á Miðbæjarmarkaðnum
8) Á húsinu gegnt Skólabrú við Kirkjutorg
9) Á Iðnó
10) Á Hótel Borg ( á milli gamla hóltelsins og Austurbæjarapóteks.
11) Á húsi VG við Suðurgötu
12) Á Grófarhúsi
13) Á Hafnarshúsi
14) Á Ráðhúsi
15) Á Hafnarhvoli
16) Á Tryggvagötu 10
17) Á Tryggvagötu 11
18) Á veggnum við Burgerjoint/Búlluna
19) Á Ægisgötu 4
20) Á 10 skiltum á Austurvelli.
Kynnt.

Umsókn nr. 100091 (01.31.44)
11.
Laugarnestangi 65, vegna óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 25. s.m. að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs: Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu.
Vísað til umsagnar hjá embætti skipulagsstjóra.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarnnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað:
"Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar þá afstöðu sína að grípa verði til aðgerða á og við lóðina á Laugarnestanga 65 hið fyrsta. Um margra ára skeið hefur lóðarhafi komist upp með að vanvirða lóð og land á svæðinu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og kvartanir frá borgarbúum. Nauðsynlegt er að svæðinu sé komið í sómasamlegt horf fyrir vorið."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ragnar Sær Ragnarsson og fulltrúar Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásgeir Ásgeirsson óskuð bókað:" Eins og upplýst hefur verið er mál þetta þegar í vinnslu hjá byggingarfulltrúa og verður til umfjöllunar á næsta fundi skipulagsráðs."


Umsókn nr. 41400 (01.28.010.3)
13.
Álftamýri 1-5, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 1. mars 2010, en í bréfinu er gerð tillaga um að gefa eiganda Álftamýri 1-5 30 daga tímafrest að viðlögðum dagsektum kr. 5.000 til þess að leggja fram samrunaskjal vegna eignabreytinga í húsinu nr. 1-5 við Álftamýri. Ekki hafa borist athugasemdir frá lóðarhafa á þeim tíma sem veittur var til andmæla.
Tillaga í bréfi byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 41402 (04.06.400.1)
14.
Bíldshöfði 8, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 9. mars 2010, en í bréfinu er gerð tillaga um að gefa eiganda Bíldshöfða 8 30 daga tímafrest að viðlögðum dagsektum kr. 5.000 til þess að leggja fram samrunaskjal vegna eignabreytinga í húsinu nr. 8 við Bíldshöfða. Ekki hafa borist athugasemdir frá lóðarhafa á þeim tíma sem veittur var til andmæla.

Tillaga í bréfi byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 41401 (04.23.260.2)
15.
Nethylur 3-3A, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 1. mars 2010, en í bréfinu er gerð tillaga um að gefa eiganda Nethyls 3-3A 30 daga tímafrest að viðlögðum dagsektum kr. 5.000 til þess að leggja fram samrunaskjal vegna eignabreytinga í húsinu nr. 3-3A við Nethyl. Ekki hafa borist athugasemdir frá lóðarhafa á þeim tíma sem veittur var til andmæla.

Tillaga í bréfi byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 100083 (01.17.13)
16.
Laugavegur 4-6, Völundarverk
Kynning á framkvæmdum á lóðunum Laugavegi 4-6 á vegurm Völundarverks.
Örn Baldursson og Margrét Leifsdóttir kynntu.

Umsókn nr. 100137 (01.6)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
530169-3839 Félag íslenskra atvinnuflugm
Hlíðasmára 8 201 Kópavogur
17.
Reykjavíkurflugvöllur, orðsending borgarstjóra
Lögð fram orðsending borgarstjóra, dags. 6. apríl 2010, ásamt ályktun Félags íslenskra atvinnuflugmanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar, dags. 25. mars 2010.


Umsókn nr. 90286 (01.18.65)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Nönnugata 10, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29. júlí 2009, ásamt kæru frá 7. s.m. á ákvörðun skipulagsráðs 10. júní 2009 um afturköllun byggingarleyfis vegna Nönnugötu 10. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. mars 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 90361 (01.87.59)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19.
Traðarland 1, Víkingur, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 9. október 2009, ásamt kæru, dags. 9. september 2009, vegna deiliskipulagsbreytingar að Traðarlandi 1, íþróttasvæði knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 23. mars 2010.

Ragnar Sær Rangarsson vék af fundi kl. 11:50


Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 90316
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Grundarstígur 10, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 8. febrúar 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. júli 2009 um að veita leyfi m.a. til að byggja við kjallara og hækka þak hússins að Grundarstíg 10 í Reykjavík og breyta notkun þess.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. júlí 2009, sem staðfest var í borgarráði 6. ágúst 2009, um að veita leyfi til að byggja við og hækka þak hússins að Grundarstíg 10 í Reykjavík og breyta notkun þess.
Skipulagsráð beinir því til embættis skipulagsstjóra að hefja vinnu við gerð skipulagsforsagnar á reitnum til samræmis við niðurstöður í framlögðum úrskurði.