Laugarnestangi 65

Verknúmer : SN100091

205. fundur 2010
Laugarnestangi 65, vegna óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 25. s.m. að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs: Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu. Einnig lagt fram bréf Hrafns Gunnlaugssonar dags. 5. apríl 2010 til byggingarfulltrúa ásamt fylgiskjölum, verkefni Háskólanema Náttúrugallerí Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnesinu dags. í apríl 2002, bréf byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2010, ásamt ljósmyndum.
Tillaga um málsmeðferð í bréfi byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2010 samþykkt

204. fundur 2010
Laugarnestangi 65, vegna óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 25. s.m. að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs: Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu.
Vísað til umsagnar hjá embætti skipulagsstjóra.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarnnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað:
"Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar þá afstöðu sína að grípa verði til aðgerða á og við lóðina á Laugarnestanga 65 hið fyrsta. Um margra ára skeið hefur lóðarhafi komist upp með að vanvirða lóð og land á svæðinu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og kvartanir frá borgarbúum. Nauðsynlegt er að svæðinu sé komið í sómasamlegt horf fyrir vorið."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ragnar Sær Ragnarsson og fulltrúar Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásgeir Ásgeirsson óskuð bókað:" Eins og upplýst hefur verið er mál þetta þegar í vinnslu hjá byggingarfulltrúa og verður til umfjöllunar á næsta fundi skipulagsráðs."


297. fundur 2010
Laugarnestangi 65, vegna óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 25. s.m. að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs: Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu.
Kynna formanni skipulagsráðs.