Þingholtsstræti 2-4, Naustareitur-Vesturhluti, Lækjargata 12, Korngarðar 1-3, Sléttuvegur, Suður Mjódd, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Laxalón, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, Bræðraborgarstígur 31, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Sóleyjarimi 13, Skólavörðustígur/Bankastræti, Úlfarsfell, Bergstaðastræti 12B, Vesturberg 195, Vesturberg 195, Vesturgata 24, Blesugróf 27, Grjótháls, Vesturlandsvegur, Gylfaflöt, Grafarvogi, Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, Kaplaskjólsvegur 54, Reykjavíkurflugvöllur, Reykjavik Energy Invest/Orkuveita Reykjavíkur,

Skipulagsráð

128. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 19. mars kl. 09:08, var haldinn 128. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Óskar Bergsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Helga Björk Laxdal, Marta Grettisdóttir, Jón Árni Halldórsson og Jóhannes Kjarval Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70801 (01.11.702.05)
490388-1419 Skipulags-,arkitekta-/verkfrst
Garðastræti 17 101 Reykjavík
1.
Þingholtsstræti 2-4, breyting á deiliskipulagi reits 1.170.2
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Gests Ólafssonar, dags. 19. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.2 vegna lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1 skv. uppdrætti, dags. 8. janúar 2008. Um er að ræða tillögu að stækkun á kjallararými og hækkun á bakhýsi Þingholtsstrætis 2-4 og hækkun á Skólastræti 1. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. janúar til og með 6. mars 2008. Athugasemd barst frá Kornelíusi Jónssyni Bankastræti 6, dags. 19. febrúar 2008 en einnig er lögð fram yfirlýsing Gests Ólafssonar, dags. 5. mars 2008 um útfærslu svala á Þingholtsstræti 2-4 og umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2008.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
Ráðið beinir því til lóðarhafa að gæta sérstaklega að því við hönnun að útlit hússins taki mið af umhverfi sínu.


Umsókn nr. 70593
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
2.
Naustareitur-Vesturhluti, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Glámu Kím dags. í september 2007 að breytingu á deiliskipulagi Naustareits. Í breytingunni felst m.a. sameining lóða og aukning á byggingarmagni. Einnig er lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. okt. 2007. Auglýsing stóð yfir frá 28. nóvember 2007 til 11. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 8. jan. 2008, Stefán S. Grétarsson Túngötu 44, dags. 8. janúar 2008, Ragnhildur Ásvaldsdóttir og Arnar Þórisson Vesturgötu 20, dags. 10. janúar 2008, Guðríður A. Ragnarsdóttir, dags. 11. janúar, Þórdís Gísladóttir Karlagötu 14, dags. 11. janúar, Vigdís Eva Líndal Tjarnargötu 28, dags. 11. janúar, Jón Óskarsson Norðurstíg 3, dags. 10. janúar, 4 íbúar Vesturgötu 20, dags. 8. janúar, Þorgerður Sigurðardóttir Ránargötu 5a, dags. 11. janúar, Óskar Jónasson, dags. 11. janúar, Marinó Þorsteinsson Vesturgötu 19, dags. 11. janúar, Björg E. Finnsdóttir, dags. 11. janúar, Þórður Magnússon, Bryndís H. Gylfadóttir og Guðjón I. Guðjónsson, dags. 11. janúar 2008, Torfusamtökin, dags.11. janúar 2008, Júlíana Gottskálksdóttir, mótt. 11. janúar, Sif Knudsen Vesturgötu 26b, dags. 12. janúar, Árný Ásgeirsdóttir, Stóragerði 23, dags. 12. janúar, María Sigfúsdóttir, dags. 11. janúar, Sigurlaug Stefánsdóttir Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Jónína Óskarsdóttir Hagamel 28, mótt. 11. janúar, Pjetur Lárusson, dags. 11. janúar, Þráinn Guðbjörnsson Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Einar Ólafsson Trönuhjalla 13, dags. 11. janúar, Margrét Aðalsteinsdóttir Laufásvegi 43, dags. 11. janúar, Þorgrímur Gestsson Austurgötu 17, dags. 11. janúar, Lára Einarsdóttir Vesturgötu 23, dags. 11. janúar, Jón Bergþórsson og Halla Önnudóttir Norðurstíg 5, dags. 11. janúar, Vésteinn Snæbjarnarson, dags. 11. janúar, Andrea Jónsdóttir Öldugranda 3, dags. 11. janúar 2008. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla VGK hönnunar dags. í desember 2007 og umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 10. mars 2008, breytt 19. mars 2008.

Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:16.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80082 (01.14.12)
601202-3280 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
3.
Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi reits 1.141.2
Lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.141.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu skv. uppdráttum teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3. febrúar 2008, breytt 18. mars 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni og sameiningu lóðanna Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 og 4B. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við athugasemdir í minnisblaði skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Ráðið vekur athygli á að samtíma tillögum að uppbyggingu á lóð Lækjargötu nr. 12 stendur einnig yfir metnaðarfull vinna að deiliskipulagi í Kvosinni. Í þeirri tillögu er mikil áhersla lögð á frágang gatna og gangstétta samhliða uppbyggingu og leggur skipulagsráð áherslu á að heildstæð útfærsla verði unnin alla Lækjargötuna að Tjörninni.


Umsókn nr. 80148 (01.33.2)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4.
Korngarðar 1-3, breyting á deiliskipulagi Skarfabakka
Á fundi skipulagsstjóra 29. febrúar 2008 var lögð fram umsókn skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 27. febrúar 2008, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka vegna lóðar nr. 1-3 við Korngarða skv. uppdrætti Ask arkitekta, dags. 22. febrúar 2008. Sótt er um breytingu á lögun og legu byggingarreits. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum mótt. 13. mars 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt uppdráttum dags. 13. mars 2008.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80066 (01.79)
480699-2629 Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
5.
Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf. dags. 23. janúar 2008 að breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegs vegna lóðar merkt A1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit, breyting á innkeyrslu, bílastæðum og aðkomu samkv. meðf. uppdráttum dags. 23. janúar 2008. Grenndarkynningin stóð yfir frá 30. janúar til og með 27. febrúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Húsfélagið Sléttuvegi 19-23, dags. 14. febrúar 2008. Einnig eru lagðar fram ábendingar lóðarhafa dags. 13. mars 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2008.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80191 (04.91)
6.
Suður Mjódd, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 14. mars 2008 að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Suður Mjóddar.
Samþykkt.



Umsókn nr. 37965
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 484 frá 18. mars 2008.


Umsókn nr. 80153 (04.12.91)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Pósthólf 221 235 Keflavíkurflugvöllu
250456-4339 Guðjón Magnússon
Fellsás 4 270 Mosfellsbær
8.
Laxalón, (fsp) aukið byggingarmagn
Á fundi skipulagsstjóra 7. mars 2008 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Magnússonar f.h. ÍAV, dags. 28. febrúar 2008, um aukið byggingarmagn á lóð Laxalóns. Erindinu var vísað til meðferðar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. mars 2008.
Frestað.
Ráðið er jákvætt gagnvart uppbyggingu og landnotkun samkvæmt erindinu en beinir því til lóðarhafa að draga úr byggingarmagni með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.



Umsókn nr. 10070
9.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. og 14. mars 2008.


Umsókn nr. 37977 (01.53.--9.3)
10.
Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dgs. 14. mars 2008 vegna stöðvunar á óleyfisframkvæmdum við húsið Lambhól v. Þormóðsst.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.

Umsókn nr. 80164 (01.13.74)
11.
Bræðraborgarstígur 31, orðsending
Á fundi skipulagsstjóra 7. mars 2008 var lögð fram orðsending borgarstjóra R06120095 frá 4. mars 2008 ásamt erindi Kvasir lögmanna f.h. Ólafs Björnssonar varðandi Bræðraborgarstíg 31. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju.


Umsókn nr. 80023
12.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2008
Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2008..
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80143 (02.53.4)
480206-1500 Arkitektastofa Pálma Guðm ehf
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
13.
Sóleyjarimi 13, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 29. febrúar 2008 var lagt fram málskot arkitektastofu Pálma Guðmundssonar vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 7. desember 2007 á fyrirspurn um breytta notkun Sóleyjarima 13 úr stofnanalóð í íbúðarhúsalóð. Erindinu var vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra staðfest.

Umsókn nr. 80157 (01.17.1)
14.
Skólavörðustígur/Bankastræti, endurnýjun götu lokaáfangi
Lagt fram til kynningar tillaga Kjartans Mogensen dags. 15. janúar 2008. að lokaáfanga endurnýjunar á Skólavörðustíg.
Kynnt.

Umsókn nr. 70559 (02.6)
540703-2480 Reynimelur ehf
Birkigrund 46 200 Kópavogur
15.
Úlfarsfell, lóðarumsókn Reynimels ehf. (Quiznos Sub)
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. febrúar 2008, ásamt bréfi Reynimels ehf. (Quiznos Sub), dags. 21. s.m. varðandi lóð undir veitingastað í landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skipulagsráðs.
Afgreiðsla skipulagsstjóra frá 15. febrúar sl. er staðfest en þar var bókað að ekki er unnt að verða við erindinu þar sem ekki hafa verið skipulagðar lóðir á svæðinu sem uppfylla skilyrði umsækjanda. Athygli er vakin á því að ekki stendur til að breyta gildandi deiliskipulagi Úlfarsárdals til þess að útbúa slíka lóð.

Umsókn nr. 80130 (01.18.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Bergstaðastræti 12B, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. mars 2008, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa um að veita leyfi til að endurnýja byggingarleyfi að Bergstaðastræti 12b. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. janúar 2008 um að endurnýja áður veitt leyfi til að rífa framhlið hússins nr. 12b á lóðinni nr. 12 við Bergstaðastræti, reisa viðbyggingu meðfram allri hliðinni og koma fyrir í húsinu fjórum íbúðum og átta bílastæðum á lóðinni.


Umsókn nr. 70400 (04.66.08)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Vesturberg 195, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. mars 2008 vegna kæru á samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 18. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Breiðholt III er fól í sér heimild til að byggja við og hækka fyrrum dæluhús Hitaveitu Reykjavíkur á lóðinni að Vesturbergi 195 í Reykjavík og breyta því í þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með kjallara. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 18. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Breiðholt III er fól í sér heimild til að byggja við og hækka fyrrum dæluhús Hitaveitu Reykjavíkur á lóðinni að Vesturbergi 195 í Reykjavík og breyta því í þriggja íbúða raðhús.


Umsókn nr. 80131 (04.66.08)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Vesturberg 195, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. mars 2008 vegna kæru á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2007 að veita leyfi til að byggja við hús á lóðinni nr. 195 við Vesturberg. Úrskurðarorð: Framkvæmdir á lóðinni að Vestubergi 195 í Reykjavík skulu stöðvaðar þar til endanlegur úrskurður liggur fyrir í máli þessu.


Umsókn nr. 60664 (01.13.20)
19.
4">Vesturgata 24, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. mars 2008 vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna samþykktar skipulagsráðs 17. maí 2006 á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna Vesturgötu 24.


Umsókn nr. 70700 (01.88.54)
20.
Blesugróf 27, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Blesugróf.


Umsókn nr. 70599
21.
Grjótháls, Vesturlandsvegur, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi við Grjótháls og Vesturlandsveg vegna stækkunar svæðis.


Umsókn nr. 70598
22.
Gylfaflöt, Grafarvogi, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi í Grafarvogi vegna stækkunar athafnasvæðis við Gylfaflöt.


Umsókn nr. 70213 (01.11.74)
660269-5929 Ungmennafélag Íslands
Laugavegi 170 105 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
23.
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Tryggvagötu 13 vegna höfuðstöðva Ungmennafélags Íslands.


Umsókn nr. 80197 (01.51.71)
241258-6539 Einar Hjörleifsson
Granaskjól 3 107 Reykjavík
24.
Kaplaskjólsvegur 54, málsmeðferð vegna byggingarleyfisumsóknar
Lagt fram bréf eiganda að Granaskjóli 3, dags. 13. mars 2008, varðandi málsmeðferð vegna byggingarleyfisumsóknar bílgeymslu á norðausturhlið lóðarinnar nr. 54 við Kaplaskjólsveg.
Á fundi skipulagsstjóra þann 9. janúar 2008 var lögð fram byggingarleyfisumsókn BN 036565 þar sem sótt var um leyfi að byggja bílgeymslu á norðausturhlið lóðar nr. 54 við Kaplaskjólsveg. Málið var grenndarkynnt 1- 29. október 2007. Athugasemdir bárust frá eigendum Granaskjóls 3. Jafnframt lá frammi umsögn skipulagsstjóra dags. 2. nóvember 2007. Við umræðu um málið á fundinum ákvað ráðið að mjókka bílgeymsluna um 2,9 metra og að hún næði að lóðarmörkum Granaskjóls 3, enda yrði bílgeymslan þó innan þeirra stærðarmarka sem fram koma í gr. 113.1 byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Þessi ákvörðun skipulagsráðs var ekki bókuð með öðrum hætti en þeim að skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa var falið að tilkynna umsækjanda um niðurstöðuna.
Samþykkt byggingarfulltrúa á umsókninni þann 4. mars sl. er því í fullu samræmi við vilja ráðsins í málinu.


Umsókn nr. 80110 (01.6)
670706-0950 Flugstoðir ohf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
25.
Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) aðstaða fyrir Iceland Express
Lögð fram afgreiðsla skipulagsstjóra frá 29. febrúar sl. á fyrirspurn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir að setja upp farþegaafgreiðslu til bráðabirgða fyrir Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi umræðu sem verið hefur að undanförnu um þá beiðni Iceland Express að fá aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll, vill skipulagsráð árétta að borgaryfirvöld höfðu engan annan kost en þann að synja þeirri beiðni enda lóðin sem um var sótt samningsbundinn framtíðaruppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Í þeirri afgreiðslu fólst því hvorki afstaða né andstaða borgaryfirvalda til samkeppni í flugrekstri, heldur einungis sú staðreynd að umrædd lóð eru ekki til ráðstöfunar. Í ljósi umsóknar Iceland Express og umsóknar Flugfélags Íslands um breytingar á þeirra aðstöðu við flugvöllinn, er nú í gangi skoðun á þeim lausnum sem borgaryfirvöld telja sig geta boðið til að koma til móts við bæði þessi félög. Þær lausnir verða kynntar samgönguráðherra á fundi hans og borgarstjóra mánudaginn 31. mars næstkomandi.


Umsókn nr. 80201
26.
Reykjavik Energy Invest/Orkuveita Reykjavíkur, skýrsla stýrihóps
Í framhaldi af bréfi borgarstjóra er lögð fram skýrsla stýrihóps um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur.

Kynnt, frekari umræðu frestað