Reykjavíkurflugvöllur
Verknúmer : SN080110
128. fundur 2008
Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) aðstaða fyrir Iceland Express
Lögð fram afgreiðsla skipulagsstjóra frá 29. febrúar sl. á fyrirspurn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir að setja upp farþegaafgreiðslu til bráðabirgða fyrir Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi umræðu sem verið hefur að undanförnu um þá beiðni Iceland Express að fá aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll, vill skipulagsráð árétta að borgaryfirvöld höfðu engan annan kost en þann að synja þeirri beiðni enda lóðin sem um var sótt samningsbundinn framtíðaruppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Í þeirri afgreiðslu fólst því hvorki afstaða né andstaða borgaryfirvalda til samkeppni í flugrekstri, heldur einungis sú staðreynd að umrædd lóð eru ekki til ráðstöfunar. Í ljósi umsóknar Iceland Express og umsóknar Flugfélags Íslands um breytingar á þeirra aðstöðu við flugvöllinn, er nú í gangi skoðun á þeim lausnum sem borgaryfirvöld telja sig geta boðið til að koma til móts við bæði þessi félög. Þær lausnir verða kynntar samgönguráðherra á fundi hans og borgarstjóra mánudaginn 31. mars næstkomandi.
201. fundur 2008
Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) aðstaða fyrir Iceland Express
Lögð fram fyrirspurn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008 þar sem þeir óskar eftir að setja upp farþegaafgreiðslu til bráðabirgða fyrir Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Neikvætt. Uppbygging á umbeðnu svæði er ekki í samræmi við heimildir í gildandi deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar og deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Ekki er fallist á að gera breytingar á gildandi skipulagi í samræmi við fyrirspurn.
200. fundur 2008
Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) aðstaða fyrir Iceland Express
Lögð fram fyrirspurn Flugstoða dags. 12. febrúar 2008 þar sem þeir óskar eftir að setja upp bráðabirgða farþegaafgreiðslu fyrir Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Vísað til skipulagsráðs.