Kaplaskjólsvegur 54
Verknúmer : SN080197
128. fundur 2008
Kaplaskjólsvegur 54, málsmeðferð vegna byggingarleyfisumsóknar
Lagt fram bréf eiganda að Granaskjóli 3, dags. 13. mars 2008, varðandi málsmeðferð vegna byggingarleyfisumsóknar bílgeymslu á norðausturhlið lóðarinnar nr. 54 við Kaplaskjólsveg.
Á fundi skipulagsstjóra þann 9. janúar 2008 var lögð fram byggingarleyfisumsókn BN 036565 þar sem sótt var um leyfi að byggja bílgeymslu á norðausturhlið lóðar nr. 54 við Kaplaskjólsveg. Málið var grenndarkynnt 1- 29. október 2007. Athugasemdir bárust frá eigendum Granaskjóls 3. Jafnframt lá frammi umsögn skipulagsstjóra dags. 2. nóvember 2007. Við umræðu um málið á fundinum ákvað ráðið að mjókka bílgeymsluna um 2,9 metra og að hún næði að lóðarmörkum Granaskjóls 3, enda yrði bílgeymslan þó innan þeirra stærðarmarka sem fram koma í gr. 113.1 byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Þessi ákvörðun skipulagsráðs var ekki bókuð með öðrum hætti en þeim að skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa var falið að tilkynna umsækjanda um niðurstöðuna.
Samþykkt byggingarfulltrúa á umsókninni þann 4. mars sl. er því í fullu samræmi við vilja ráðsins í málinu.