Laugavegur 4-6/Skólavörðustígur 1A, Keilugrandi 1, Holtavegur 10, Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, Norðlingabraut 7, Olís, Norðlingaholt suður, Leiðhamrar 46, Laufásvegur 68, Úlfarsárdalur, Afgreiðslufundur bygginarfulltrúa, Freyjubrunnur 23, Laugavegur 99, Njörvasund 27, Nönnubrunnur 1, Sifjarbrunnur 3, Sörlaskjól 12, Úlfarsbraut 22-24, Barðastaðir 67, Bryggjuhverfi, Grundarstígur 5, Laxalón, Spöngin, Götusalerni, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Kjalarnes, Álfsnes, Kjalarnes, Laufbrekka,

Skipulagsráð

78. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 20. desember kl. 10:10, var haldinn 78. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Snorri Hjaltason, Stefán Þór Björnsson, Dagur B Eggertsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60562 (01.17.13)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
1.
Laugavegur 4-6/Skólavörðustígur 1A, reitur 1.171.3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga GP arkitekta að breytingu á deiliskipulagi og skuggavarp, mótt. 14. september 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. september til 23. október 2006. Athugasemdabréf barst frá Höllu Pálmadóttur, dags. 16. október 2006 og 23. október 2006, eigendum húseignarinnar að Skólavörðustíg 3, dags. 10. október 2006 og Laugavegi 2 ehf., dags. 22. október 2006. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. nóvember, breytt 18. desember 2006 og útlitsteikningar og skuggavarp, mótt. 9. nóvember 2006. Jafnframt er lagt fram bréf eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 14. desember 2006, þar sem athugasemdir eru dregnar tilbaka.

Dagur B. Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 10:14

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð og til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ráðið leggur áherslu á að með samþykkt á auglýstri tillögu er ekki tekin afstaða til útlits nýbygginga á þessu stigi en ráðið mun kynna sér aðaluppdrætti þegar sótt verður um byggingarleyfi og leita umsagnar rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni.

Ólafur F. Magnússon; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Undirritaður lýsir eindreginni andstöðu við þau áform sem nú eru uppi um allt að 4. hæða byggingar á Laugavegi 4-6, sem eru með öllu úr takt við gamla götumynd og kalla á niðurrif þeirra lágreistu 19 aldar húsa sem þar standa nú og eru þýðingarmikill hluti 19 aldar götumyndar Laugavegarins.
Minnt er á tillögur F-listans til verndar þessari götumynd.


Umsókn nr. 50610 (01.51.33)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
500501-2350 Rúmmeter ehf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
2.
Keilugrandi 1, tillaga að uppbyggingu
Lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda.

Óskar Bergsson tók sæti á fundinum kl. 10:17

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu, þ.m.t. KR. Einnig er tillögunni vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna umferðarmála, Menntasviðs vegna skólamála og ÍTR vegna íþróttamála.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson óskuðu bókað:
Uppbygging á reitnum var til umfjöllunar á síðasta kjörtímabili. Það strandaði á ætlun borgaryfirvalda á að kaupa reitinn til að hlúa að íþróttum og útivist í vesturbæ ef ekki yrði af landfyllingu við Ánanaust. Góð samstaða var um þá stefnumörkun, því er mikilvægt að afla viðbragða úr hverfinu.


Umsókn nr. 60787 (01.40.81)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
3.
Holtavegur 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 12. desember 2006, ásamt tillögu, dags. 8. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Holtaveg.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60537 (01.22.01)
4.
Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:26

Athugasemdir kynntar. Frestað.
Aðalskipulagsferli ólokið.

Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að boða til upplýsingafundar fyrir íbúa hverfisins til að kynna nýja og breytta tillögu að deiliskipulagi reitsins sem unnin hefur verið til að koma til móts við framkomnar athugasemdir við auglýsingu.


Umsókn nr. 60320 (01.22.01)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
5.
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006 og umsögn Menntasviðs, dags. 24. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 18. september til og með 13. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Lex lögmannsstofu f.h. íbúa í Túnahverfi, dags. 30. október 2006 og 13. nóvember 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, 17 íbúum að Ásholti 2-42, mótt. 31. október 2006 og Málfríði Kristjánsdóttur, dags. 7. nóvember 2006, Samtök um betri byggð, dags. 10. nóvember 2006. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. desember 2006.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Því er fagnað að fallist er á ósk um opinn fund en Samfylkingin og Vinstri Grænir hafa allan fyrirvara á byggingarmagni og hæðum húsa í deiliskipulaginu.

Ólafur F. Magnússon; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég fellst ekki á svo mikla hæð bygginganna sem fyrirhugaðar eru á Höfðatorgi. Sérstaklega lýsi ég andstöðu við allt að 19 hæða turn gengt Höfða, eins og áður hefur komið fram. Sem fyrr er lögð áhersla á samráð við íbúa og aðkomu þeirra að skipulagsbreytingum á fyrri stigum skipulagsferlisins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason og fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað:
Breytingin á aðalskipulaginu tekur til þess að heimila íbúðabyggð á Höfðatorgi. Með því móti er blandað saman íbúðum, verslunum og þjónustu sem er tvímælalaust í anda góðs borgarskipulags. Það kemur því á óvart að fulltrúar minnihlutans skuli ekki styðja aðalskipulagsbreytinguna. Deiliskipulagstillagan sem kynnt er samhliða aðalskipulagsbreytingunni hefur tekið breytingum á auglýsingatímanum. Komið hefur verið til móts við ábendingar nágranna og skuggavarp á Túnahverfið er ekki meira en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Byggingamagn á reitnum hefur verið minnkað um 12.300 ferm., byggingarreitir færst fjær núverandi íbúðarbyggð og hæð húsa lækkað verulega. Þannig er komið til móts við athugasemdir íbúa enda mikið samráð verið haft við þá við meðferð málsins.


Umsókn nr. 60680 (04.73.31)
700176-0109 Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
500269-3249 Olíuverslun Íslands hf
Pósthólf 310 121 Reykjavík
6.
Norðlingabraut 7, Olís, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 13. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Norðlingabraut. Einnig lagt fram bréf Hafsteins Guðmundssonar f.h. Olíuverslunar Íslands h.f., dags. 27. október 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 13. nóvember til 11. desember 2006. Athugasemdir bárust frá Mótás, dags. 14. nóvember 2006, Bros auglýsingavörur, dags. 14. nóvember 2006, Mest ehf., dags. 28. nóvember 2006. Samþykki barst frá Guðmundi Kristinssyni ehf., dags. 13. nóvember 2006. Einnig lögð fram minnisblöð Hafsteins Guðmundssonar f.h. Olíuverslun Íslands h.f., dags. 21. nóvember og 14. desember 2006 ásamt götumynd, dags. 14. desember 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. desember 2006.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa þegar uppdrættir hafa verið lagfæðir, samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 40706 (04.79)
7.
Norðlingaholt suður, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 27. nóvember 2006 og umsögn garðyrkjustjóra dags. 21. nóvember 2006.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Svandís Svavarsdóttir; fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og Ólafur F. Magnússon; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskuði bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í skipulagsráði telja enga ástæðu til að skipuleggja einbýlishúsabyggð suður af Norðlingaholti, alveg við Elliðavatn. Í útjaðri byggðarinnar í Reykjavík er nægt framboð af einbýlishúsalóðum og því rétt að leyfa þessu græna útivistarsvæði sem nær að Elliðavatni að vera í friði. Þannig gefum við komandi kynslóðum tækifæri til að njóta þess sem við teljum til lífsgæða.



Umsókn nr. 60398 (02.29.21)
140548-2439 Halldór Guðmundsson
Laugalækur 14 105 Reykjavík
290365-3769 Svafa Grönfeldt
Leiðhamrar 46 112 Reykjavík
8.
Leiðhamrar 46, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 26. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 46 við Leiðhamra. Grenndarkynning stóð yfir frá 2. nóvember til 30. nóvember 2006. Athugasemd barst frá eigendum að Leiðhömrum 42 og 48, dags. 29. nóvember 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 14. desember 2006. Jafnframt er lögð fram ný tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 14. desember 2006.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

Umsókn nr. 60719 (01.19.72)
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
420805-1010 AB stoð ehf
Brautarholti 2 105 Reykjavík
9.
Laufásvegur 68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektur.is, dags. 27. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi á loðinni nr. 68 við Laufásveg. Einnig lagt fram bréf íbúa í nágrenni við Laufásveg 68, mótt. 6. nóvember 2006. Kynning stóð yfir frá 13. nóvember til og með 11. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Skipulagsráð áréttaði ákvæði gildandi deiliskipulags Smáragötureits en þar kemur fram að við hönnun breytinga og viðbygginga ber að sýna sérstaka aðgát. Virða skal upprunaleg form- og útlitseinkenni, svo sem stærðarhlutföll, þakgerð, vegg- og þakefni, gluggagerðir og mikilvægar deiliskausnir í hönnun. Við mat á tillögum að útlitsbreytingum skal skoða hvert tilvik sérstaklega og leita eftir umsögn borgarminjavarðar (Minjasafns Reykjavíkur) sem leitar samstarfs byggingarlistadeildar.


Umsókn nr. 60677 (02.6)
10.
Úlfarsárdalur, endurskoðun austurhluta fyrsta áfanga
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagshöfunda, VA arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, dags. 12. október 2006. Auglýsing stóð yfir frá 1. nóvember til og með 13. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 35164
11.
Afgreiðslufundur bygginarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 425 frá 19. desember 2006.


Umsókn nr. 35144
670603-3850 Húsabær ehf
Berjarima 43 112 Reykjavík
12.
Freyjubrunnur 23, fjölbýslish. m. 5 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús ásamt geymslu- og bílgeymslukjallara með samtals fimm íbúðum og bílgeymslu fyrir fimm bíla á lóð nr. 23 við Freyjubrunn.
Stærð: Íbúð geymslukjallari 85,7 ferm., 1. hæð 197,7 ferm., 2. hæð 197,7 ferm., 3. hæð 148,8 ferm., bílgeymsla 117,2 ferm., samtals 747,1 ferm., 2426,8 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 148.035
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34998 (01.17.411.6)
560305-1090 Lögskjal ehf
Laugavegi 99 101 Reykjavík
13.
Laugavegur 99, nýbygging og viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt skrifstofuhús við norðurhlið núverandi húss nr. 99 (matshluta 01) auk inndreginnar fjórðu hæðar og geymslukjallara allt einangrað að utan og að mestu klætt með dökkgráum steinflísum, einnig er sótt um að breyta húsum nr. 95 og 97, loka áður undirgöngum að Laugavegi, byggja við norðurhlið 2. og 3. hæðar, byggja inndregna 4. hæð yfir Laugaveg 95, 97 og núverandi Laugaveg 99 sem allt verður sameinað í einn matshluta á sameinaðri lóð nr. 95 -99 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi 33125 dregið til baka.
Brunahönnun VSI dags. 11. nóvember 2006, bréf VHÁ dags. 31. október 2006, ástandskönnun útveggja dags. 10. desember 2006, bréf f.h. umsækjenda dags. 15. nóvember 2006 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur frá fundi 27. nóvember 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun kjallari 339,5 ferm., 1. hæð 350 ferm., 2. hæð 432,4 ferm., 3. hæð 417,4 ferm., 4. hæð 544,6 ferm., samtals 2083,9 ferm., 6786,5 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 413.977
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 34911 (01.41.510.2)
150744-2029 Sigurður Stefánsson
Njörvasund 27 104 Reykjavík
14.
Njörvasund 27, svalir á 1 hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. okt. 2006. Sótt er um leyfi til að gera svalir úr stáli með timburgólfi fyrir íbúð 0101 á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 27 við Njörvasund, skv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson, dags. 10. okt. 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóv. til og með 7. des. 2006. Bréf barst frá Kristni Ólafssyni og Helgu Þórisdóttur, dags. 6. des. 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2006.
Samþykki meðeigenda dagsett 23. okt. 2006 fylgir erindinu.
Stærð svala 6,6 ferm.
Gjald kr. 6.100
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35148 (05.05.370.1)
660602-4530 Verkland ehf
Smyrlahrauni 25 220 Hafnarfjörður
15.
Nönnubrunnur 1, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu 10 íbúða fjölbýlishúsi á 3. hæðum auk kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 1 við Nönnubrunn.
Stærðir: 1941,2 ferm., 5998,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 365.932
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35133
250464-2319 Valgeir Berg Steindórsson
Vættaborgir 144 112 Reykjavík
16.
Sifjarbrunnur 3, nýbygging einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Sifjarbrunn.
Stærð: Íbúð 1. hæð 107,7 ferm., 2. hæð 137,7 ferm., bílgeymsla 36,3 ferm.
Samtals 281,7 ferm. og 852,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 51.978
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33909 (01.53.221.3)
050657-4859 Gunnar Kvaran Hrafnsson
Sörlaskjól 12 107 Reykjavík
270757-2439 Sólveig Baldursdóttir
Sörlaskjól 12 107 Reykjavík
17.
Sörlaskjól 12, endurn. á byggingarl. frá 29.05.2001
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2006. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 29. maí 2001 þar sem samþykkt var að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar íbúðarhússins og byggja steinsteypta bílgeymslu við austurhlið hússins á lóð nr. 12 við Sörlaskjól, skv. uppdr. Studio Granda, dags. nóvember 2000 síðast breytt 26. október 2006. Málið var í kynningu frá 10. ágúst til 7. september 2006. Athugasemdabréf barst frá eigendum að Sörlaskjóli 14, mótt. 4. september 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2006 ásamt skilyrtu samþykki eigenda að Sörlaskjóli 14, dags. 9. desember 2006.
Samþykki eiganda Sörlaskjóls 10 dags. 9. júlí 2006, skilyrt samþykki eigenda Sörlaskjóls 14, dags. 19. janúar 2001 og bréf umsækjanda dags. 13. júlí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Bílgeymsla 42,2 ferm., 117,4 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.161
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34895 (02.69.840.4)
080757-3449 Gunnar Gunnarsson
Jónsgeisli 15 113 Reykjavík
18.
Úlfarsbraut 22-24, nýbygging parhús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft staðsteypt parhús með kjallara og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 22-24 við Úlfarsbraut.
Stærðir: Úlfarsbraut 22 (Matshl. 1): Kjallari: íbúð 64,3 ferm., 1. hæð: íbúð 65,4 ferm, bílgeymsla 26,8 ferm., 2. hæð íbúð 67,3 ferm.
Úlfarsbraut 24 (Matshl. 2): Sömu stærðir.
Samtals 447,6 ferm., 1512,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 92.244
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 60763 (02.40.43)
090961-3739 Sigurður Matthíasson
Háaleitisbraut 53 108 Reykjavík
19.
Barðastaðir 67, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn vinnustofunnar Vesturvör 9 f.h. Sigurðar Matthíassonar, dags. 30. nóvember 2006 ásamt uppdrætti, dags. 19. september 2006, varðandi breytt deiliskipulag lóðar nr. 67 við Barðastaði vegna lóðarstækkunar og byggingu garðskála. Einnig lögð fram bréf eiganda, mótt. 30. nóvember 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa dags 6. desember 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Erindið fullnægir ekki skilyrðum byggingarreglugerðar um bil á milli húsa.

Umsókn nr. 60756 (04.0)
460169-7399 Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
20.
Bryggjuhverfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Björgunar, dags. 28. nóvember 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis.
Samþykkt að vísa erindinu til skoðunar og umsagnar stýrihóps um rammaskipulag Elliðaárvogs.

Umsókn nr. 60172 (01.18.40)
030256-7869 Einar Árnason
Tjarnargata 10 101 Reykjavík
21.
Grundarstígur 5, (fsp) hækkun húss, málskot
Lögð fram fyrirspurn Einars Árnasonar, dags. 23. nóvember 2006, varðandi hækkun hússins nr. 5 við Grundarstíg. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2006.
Frestað. Ráðið beinir því til fyrirspyrjanda að nauðsynlegt er leggja fram samþykki aðlægra lóðarhafa fyrir breytingunum áður en unnt er að taka afstöðu til erindisins.

Umsókn nr. 60400 (04.12.91)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Pósthólf 221 235 Keflavíkurflugvöllu
22.
Laxalón, (fsp) breytt landnotkun
Lögð fram fyrirspurn Íslenskra aðalverktaka, dags. 13. júlí 2006, varðandi breytta landnotkun á lóð ÍAV við Laxalón ásamt fyrirspurn Arkform, dags. 8. desember 2006, um að byggja íbúðir fyrir eldri borgara á lóð í eigu ÍAV við Laxalón. Einnig lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2006 og 25. ágúst 2006.
Vísað til Framkvæmdasviðs vegna úttektar á umferðarmálum svæðisins og lagna enda felur erindið í sér breytingu á aðalskipulagi.

Umsókn nr. 60777 (02.37.5)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
23.
Spöngin, (fsp) menningar og þjónustumiðstöð, íbúðir aldraðra
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. desember 2006, ásamt uppdr., dags. 3. desember 2006, varðandi byggingu menningar- og þjónustumiðstöðvar ásamt íbúðum fyrir aldraða í Spönginni.
Erindi kynnt. Frestað.

Umsókn nr. 20351 (01.1)
570498-2669 AFA JCDecaux Ísland ehf
Vesturvör 30b 200 Kópavogur
24.
Götusalerni, (fsp) staðsetning í miðborginni
Lagðar fram tillögur Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts f.h. AFA JCDecaux á Íslandi, dags. 22. nóvmeber 2006, að staðsetningu götusalerna miðsvæðis í Reykjavík. Einnig lagðar fram fundargerðir starfshóps, dags. 23. október 2006 og 8. desember 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. desember 2006.
Erindi kynnt. Frestað. Vísað til umsagnar Mannréttindanefndar Reykjavíkur.

Umsókn nr. 10070
25.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 15. desember 2006.


Umsókn nr. 60104
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
26.
Kjalarnes, Álfsnes, gaslögn að metanáfyllingarstöð við Bíldshöfða, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2006, um framkvæmdaleyfi fyrir metanlögn frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi að metanáfyllingarstöð Olíufélagsins við Bíldshöfða í Reykjavík, alls 10 km. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2006.

Frestað.

Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:53, eftir var að afgreiða lið nr. 24


Umsókn nr. 50709
27.
Kjalarnes, Laufbrekka, kæra
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 1. desember 2006 varðandi kæru Steypustöðvarinnar ehf. á ákvörðun skipulagsráðs þann 31. ágúst 2005 og staðfestingu borgarráðs þann 8. september 2005 á deiliskipulagi vegna Laufbrekku á Kjalarnesi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.