Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2

Verknúmer : SN060320

79. fundur 2007
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2006, um samþykkt borgarráðs 21. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs 20. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita.


78. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006 og umsögn Menntasviðs, dags. 24. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 18. september til og með 13. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Lex lögmannsstofu f.h. íbúa í Túnahverfi, dags. 30. október 2006 og 13. nóvember 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, 17 íbúum að Ásholti 2-42, mótt. 31. október 2006 og Málfríði Kristjánsdóttur, dags. 7. nóvember 2006, Samtök um betri byggð, dags. 10. nóvember 2006. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. desember 2006.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Því er fagnað að fallist er á ósk um opinn fund en Samfylkingin og Vinstri Grænir hafa allan fyrirvara á byggingarmagni og hæðum húsa í deiliskipulaginu.

Ólafur F. Magnússon; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég fellst ekki á svo mikla hæð bygginganna sem fyrirhugaðar eru á Höfðatorgi. Sérstaklega lýsi ég andstöðu við allt að 19 hæða turn gengt Höfða, eins og áður hefur komið fram. Sem fyrr er lögð áhersla á samráð við íbúa og aðkomu þeirra að skipulagsbreytingum á fyrri stigum skipulagsferlisins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason og fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað:
Breytingin á aðalskipulaginu tekur til þess að heimila íbúðabyggð á Höfðatorgi. Með því móti er blandað saman íbúðum, verslunum og þjónustu sem er tvímælalaust í anda góðs borgarskipulags. Það kemur því á óvart að fulltrúar minnihlutans skuli ekki styðja aðalskipulagsbreytinguna. Deiliskipulagstillagan sem kynnt er samhliða aðalskipulagsbreytingunni hefur tekið breytingum á auglýsingatímanum. Komið hefur verið til móts við ábendingar nágranna og skuggavarp á Túnahverfið er ekki meira en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Byggingamagn á reitnum hefur verið minnkað um 12.300 ferm., byggingarreitir færst fjær núverandi íbúðarbyggð og hæð húsa lækkað verulega. Þannig er komið til móts við athugasemdir íbúa enda mikið samráð verið haft við þá við meðferð málsins.


77. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006 og umsögn Menntasviðs, dags. 24. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 18. september til og með 13. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Lex lögmannsstofu f.h. íbúa í Túnahverfi, dags. 30. október 2006 og 13. nóvember 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, 17 íbúum að Ásholti 2-42, mótt. 31. október 2006 og Málfríði Kristjánsdóttur, dags. 7. nóvember 2006, Samtök um betri byggð, dags. 10. nóvember 2006. Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 8. desember 2006.
Frestað.

76. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006 og umsögn Menntasviðs, dags. 24. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 18. september til og með 13. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Lex lögmannsstofu f.h. íbúa í Túnahverfi, dags. 30. október 2006 og 13. nóvember 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, 17 íbúum að Ásholti 2-42, mótt. 31. október 2006 og Málfríði Kristjánsdóttur, dags. 7. nóvember 2006, Samtök um betri byggð, dags. 10. nóvember 2006.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

138. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25. október 2006, varðandi framlengingu á athugasemdarfresti vegna auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Einnig lagt fram bréf stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

72. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25. október 2006, varðandi framlengingu á athugasemdarfresti vegna auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Einnig lagt fram tölvubréf Lex lögmannsstofu dags. 26. október 2006, bréf stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006 og bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27. október 2006, vegna bókunar sem samþykkt var í borgarráði 26. október 2006 að vísa til skipulagsráðs.
Með vísan til framlagðs erindis Lex lögmannsstofu samþykkir ráðið að framlengja frest til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi til 13. nóvember nk.

Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Athugasemdir íbúa varðandi skipulag á Höfðatorgsreit sýna að styðja þarf kynningarferlið og samráð við íbúa á fyrri stigum skipulagsvinnu. F-listinn hefur frá upphafi gagnrýnt það hve hátt byggðin á að rísa á Höfðatorgsreit. Sérstaklega hefur F-listinn gagnrýnt áform fyrrverandi meirihluta um 16 hæða háhýsi gegnt Höfða sem núverandi meirihluti hyggst hækka í 19 hæðir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins óskuðu bókað:
Skipulagsráð hefur með afgreiðslu sinni hér í dag ákveðið að koma til móts við óskir íbúa og framlengja frest til athugasemda. Samráð við íbúa í þessu ferli hefur verið bæði ítarlegt og umfangsmikið enda ákvað skipulagsráð um leið og tillagan var send í auglýsingu að allir íbúar á svæðinu myndu fá sent sérstakt bréf vegna málsins auk þess sem haldinn var opinn kynningarfundur um tillöguna. Íbúar á þeim fundi lýstu almennti ánægju með þessa málsmeðferð og í framhaldi af því samráði fer nú fram vinna við endurskoðun tillögunnar með hliðsjón af ábendingum íbúa. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar verður kynnt íbúum áður en hún verður endanlega lögð fram í skipulagsráði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna óskuðu bókað:
Því er fagnað að frestur sé lengdur og orð um endurskoðun vekur vonir um að nægar breytingar á skipulaginu verði gerðar til að sátt geti náðst.


64. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. ágúst 2006, varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 23. þ.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna Höfðatorgsreits.


62. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Lagt fram bréf sviðsstjóra um óverulega breytingu á svæðisskipulagi, dags. 23. ágúst 2006. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs

Bréf sviðsstjóra samþykkt.


128. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri skv. uppdr., mótt. 19. júlí 2006. Erindinu fylgir beiðni um að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborgarsvæði.
Vísað til skipulagsráðs.

61. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri skv. uppdr., mótt. 19. júlí 2006. Erindinu fylgir beiðni um að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborgarsvæði.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við fyrirliggjandi erindi um breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs.

127. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri skv. uppdr., mótt.. 19. júlí 2006. Erindinu fylgir beiðni um að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborgarsvæði.
Tillögunni er vísað til umsagnar hverfisarkitekts, Menntasviðs vegna áhrifa fjölgunar íbúða á leikskóla og grunnskóla, Framkvæmdasviðs vegna umferðaraukningar.

60. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram til kynningar bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri skv. uppdr., mótt.. 19. júlí 2006. Erindinu fylgir beiðni um að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborgarsvæði.
Ráðgjafar kynntu. Frestað.

59. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram bréf PK arkitekta, dags. 3. maí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Skúlatúnsreit eystri skv. uppdr., dags. 3. maí 2006. Jafnframt er farið fram á að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborg. Einnig lagðir fram uppdr. og skuggavarp, dags. 11. júní 2004, breytt 22. maí 2006, Einnig lagðir fram nýjir uppdrættir mótteknir 19. júlí 2006.
Frestað.

124. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram bréf PK arkitekta, dags. 3.05.06, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Skúlatúnsreit eystri skv. uppdr., dags. 3.05.06. Jafnframt er farið fram á að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborg. Einnig lagðir fram uppdr. og skuggavarp, dags. 11.06.04 síðast breytt 22.05.06.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

115. fundur 2006
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram bréf PK arkitekta, dags. 3.05.06, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Skúlatúnsreit eystri skv. uppdr., dags. 3.05.06. Jafnframt er farið fram á að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborg.
Kynna formanni skipulagsráðs.