Höfðatorg

Verknúmer : SN060537

88. fundur 2007
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. mars 2007. Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs um hljóðvist, dags. 22. mars 2007 ásamt lagfærðri samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 26. mars 2007 og hljóðvistarskýrslu VSÓ ráðgjafar, dags mars 2007.
Framlögð gögn samþykkt.

85. fundur 2007
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2007, um samþykkt borgarstjórnar frá 20 s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007, á breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgsreit 1.220.1 og 1.220.2.


82. fundur 2007
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að Skúlatúnsreitur eystri verði ein lóð og nefnist hér eftir Höfðatorg, lóðarstækkun verður við Höfðatún og Borgartún, heimilt verði að byggja íbúðarbyggð sem nemur allt að fimmtíu prósent af leyfilegur byggingarmagni eða allt að 300 íbúðir, heimilt verði að byggja þrjú háhýsiá lóðinni, einu allt að 19 hæðum, öðru allt að 16 hæðum og því þriðja allt að 14 hæðum. Aðrir byggingareitir gera ráð fyrir sjö til níu hæðum. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006. Einnig lögð fram bréf Ragnheiðar Liljudóttur og Helgu Ögmundsdóttur, dags. 15. janúar 2007 og stjórnar íbúasamtaka Túnahverfis, dags. 16. janúar 2007. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

Jafnframt lagði skipulagsráð fram eftirfarandi bókun:
Í framhaldi af þeirri uppbyggingu sem áformuð er á þessu svæði telur skipulagsráð mikilvægt að huga sérstaklega að þróun og framtíð Túnanna og þeirri sérstöðu
sem sérbýlishúsabyggðin á svæðinu á að njóta. Skipulagsfulltrúa er falið að hefja þessa vinnu í samstarfi við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu.

Fulltrúar Samfylkingar og Vintri hreyfingarinnar Græns framboðs sátu hjá við afgreiðslu málsins, áskildu sér rétt til að greiða atkvæði á móti í borgarráði og óskuðu bókað:
Jákvætt er að reiturinn komi til uppbyggingar og atvinnuhúsnæði breytist í íbúðarhúsnæði í baklandi miðborgar. Byggingarmagn og yfirbragð er hins vegar of mikið og yfirþyrmandi. Hætt er við að skuggar geri svæðið kalt og dautt í stað þess að stuðla að lifandi miðborgarbrag. Þetta eru mistök sem mega ekki endurtaka sig og undirstrikar veikleika þess að láta uppbyggingaraðila eftir að leggja grunn að og útfæra skipulag.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Umrædd tillaga um uppbyggingu við Höfðatorg hefur verið unnin í nánu samstarfi og samráði við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu. Mikið tillit hefur verið tekið til athugasemda og ábendinga, m.a. með því að byggingamagn á reitnum hefur verið minnkað um 12.300 fm., hæðir húsa lækkaðar og byggingarreitir færðir fjær núverandi íbúðabyggð. Allar þessar breytingar tryggja að skuggavarp þessarar tillögu er sambærilegt við það skuggavarp sem gildandi skipulag leiddi af sér. Skipulagstillagan er þannig afrakstur af löngu ferli sem að hafa komið skipulagsyfirvöld, hagsmunaaðilar og íbúar og telur meirihluti skipulagsráðs að hún sé mjög jákvæð fyrir þróun hverfisins og uppbyggingu á miðsvæði borgarinnar.


79. fundur 2007
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006. Lögð fram drög að umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2007.
Frestað. Aðalskipulagsferli ólokið.

78. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:26

Athugasemdir kynntar. Frestað.
Aðalskipulagsferli ólokið.

Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að boða til upplýsingafundar fyrir íbúa hverfisins til að kynna nýja og breytta tillögu að deiliskipulagi reitsins sem unnin hefur verið til að koma til móts við framkomnar athugasemdir við auglýsingu.


145. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006.
Vísað til skipulagsráðs

76. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

138. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25. október 2006, varðandi framlengingu á athugasemdarfresti vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Einnig lagt fram bréf stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

72. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25. október 2006, varðandi framlengingu á athugasemdarfresti vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Einnig lagt fram tölvubréf Lex lögmannsstofu dags. 26. október 2006, bréf stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006 og bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27. október 2006, vegna bókunar sem samþykkt var í borgarráði 26. október 2006 að vísa til skipulagsráðs.
Með vísan til framlagðs erindis Lex lögmannsstofu samþykkir ráðið að framlengja frest til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu að deiliskipulagi til 24. nóvember nk.

Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Athugasemdir íbúa varðandi skipulag á Höfðatorgsreit sýna að styðja þarf kynningarferlið og samráð við íbúa á fyrri stigum skipulagsvinnu. F-listinn hefur frá upphafi gagnrýnt það hve hátt byggðin á að rísa á Höfðatorgsreit. Sérstaklega hefur F-listinn gagnrýnt áform fyrrverandi meirihluta um 16 hæða háhýsi gegnt Höfða sem núverandi meirihluti hyggst hækka í 19 hæðir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins óskuðu bókað:
Skipulagsráð hefur með afgreiðslu sinni hér í dag ákveðið að koma til móts við óskir íbúa og framlengja frest til athugasemda. Samráð við íbúa í þessu ferli hefur verið bæði ítarlegt og umfangsmikið enda ákvað skipulagsráð um leið og tillagan var send í auglýsingu að allir íbúar á svæðinu myndu fá sent sérstakt bréf vegna málsins auk þess sem haldinn var opinn kynningarfundur um tillöguna. Íbúar á þeim fundi lýstu almennti ánægju með þessa málsmeðferð og í framhaldi af því samráði fer nú fram vinna við endurskoðun tillögunnar með hliðsjón af ábendingum íbúa. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar verður kynnt íbúum áður en hún verður endanlega lögð fram í skipulagsráði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna óskuðu bókað:
Því er fagnað að frestur sé lengdur og orð um endurskoðun vekur vonir um að nægar breytingar á skipulaginu verði gerðar til að sátt geti náðst.


65. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf borgarstóra, dags. 6. september 2006, vegna samþykkt borgarstjórnar 5. þ.m á afgreiðslu skipulagsráð 31. f.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.1 og 1.220.2, Höfðatorgsreitur.


63. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Jafnframt samþykkt að vekja athygli hagsmunaaðila á auglýsingunni með bréfi og vísa málinu til kynningar í hverfisráði Laugardals. Skipulagsfulltrúa er falið að boða til opins kynningarfundar með hagsmunaaðilum á svæðinu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs, sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs óskaði bókað:
Fagna ber væntanlegri uppbyggingu á Höfðatorgi enda er tillagan sett fram af metnaði og framsýni. Um er að ræða blöndu af íbúðarbyggð, atvinnuhúsnæði, verslun og þjónustu en þannig verður reiturinn á margan hátt sjálfum sér nægur að því er varðar daglegt líf. Þó er minnst á að enn er ekki ljóst hvort bygging skóla við Sóltún helst í hendur við uppbyggingu svæðisins sem íbúðarsvæðis.
Þá er nýtingarhlutfall reitsins of hátt að mati Vinstri grænna og langt umfram það sem sambærilegir eða nálægir reitir gefa tilefni til. Einkum er gerð alvarleg athugasemd við þá fyrirætlan að byggja 19 hæða hús á norðausturhorni reitsins og hafa þar með áhrif á ásýnd borgarinnar með afdrifaríkum hætti.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Jákvætt er að Höfðatorgsreitur komi til uppbyggingar með blöndu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Fari auglýst tillaga óbreytt til uppbyggingar er hætt við að reiturinn verði yfirþyrmandi skuggsæll og kaldur úr hófi og með því glatist það mikla tækifæri sem er til skemmtilegrar uppbyggingar á þessum stað. Óskað er eftir því að málið verði kynnt afdráttarlaust og áberandi fyrir borgarbúum á auglýsingartímanum.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég lýsi yfir andstöðu við fyrirliggjandi tillögu þar sem byggðin rís of þétt og fellur ekki vel að umhverfinu. Sérstaklega er ekki við hæfi ef 19. hæða bygging rís í næsta nágrenni við Höfða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Þær hugmyndir sem hér eru kynntar til uppbyggingar fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi fara nú í auglýsingu til að fá viðbrögð og athugasemdir frá íbúum og umhverfi. Þegar hafa þessar hugmyndir fengið jákvæða umsögn frá Framkvæmdasviði og Menntasviði.
Núverandi minnihluti er minntur á þá staðreynd að vinna við Höfðatorg stóð allt síðasta kjörtímabil og þáverandi meirihluti heimilaði mikla uppbyggingu á reitnum, þ.á.m. 16. hæða byggingu á norðaustur horni reitsins.


62. fundur 2006
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 22. ágúst 2006.
Frestað.