Laufásvegur 68
Verknúmer : SN060719
78. fundur 2006
Laufásvegur 68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektur.is, dags. 27. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi á loðinni nr. 68 við Laufásveg. Einnig lagt fram bréf íbúa í nágrenni við Laufásveg 68, mótt. 6. nóvember 2006. Kynning stóð yfir frá 13. nóvember til og með 11. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Skipulagsráð áréttaði ákvæði gildandi deiliskipulags Smáragötureits en þar kemur fram að við hönnun breytinga og viðbygginga ber að sýna sérstaka aðgát. Virða skal upprunaleg form- og útlitseinkenni, svo sem stærðarhlutföll, þakgerð, vegg- og þakefni, gluggagerðir og mikilvægar deiliskausnir í hönnun. Við mat á tillögum að útlitsbreytingum skal skoða hvert tilvik sérstaklega og leita eftir umsögn borgarminjavarðar (Minjasafns Reykjavíkur) sem leitar samstarfs byggingarlistadeildar.
71. fundur 2006
Laufásvegur 68, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitektur.is, dags. 27. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi á loðinni nr. 68 við Laufásveg. Einnig lagt fram bréf íbúa í nágrenni við Laufásveg 68, mótt. 6. nóvember 2006.
Birgir Hlynur Sigurðsson tók sæti á fundinum kl. 10:04
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 66, 69, 70, 71 og 73.
Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Álfheiður Ingadóttir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Grænt framboð greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
139. fundur 2006
Laufásvegur 68, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitektur.is, dags. 27.10.06, að breytingu á deiliskipulagi á loðinni nr. 68 við Laufásveg.
Vísað til skipulagsráðs