Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur,
Reitur 1.116, Slippareitur,
Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur,
Mýrargötusvæði,
Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Reitur 1.152.5,
Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir,
Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitur,
Ánanaust,
Reitur 1.524, Melar,
Byggðarendi 13,
Barðastaðir 69,
Árbæjarsundlaug,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bjallavað 7-11,
Gnoðarvogur 56,
Hringbraut 89,
Laugavegur 118,
Tunguháls 6,
Víðimelur 29,
Þingvað 27,
Tryggvagata 18,
Ystasel 37,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Gistiheimili, heimagistingar,
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10,
Skólavörðustígur 25,
Víðidalur, Fákur,
Ægisíða,
Skipulagsráð
30. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 5. október kl. 09:05, var haldinn 30. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Árni Þór Sigurðsson, Halldór Guðmundsson, Anna Kristinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Benedikt Geirsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Guðrún Jónsdóttir og Vignir Albertsson.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir, Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Másson og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50296 (01.11.53)
460302-4120
Nýja Jórvík ehf
Hátúni 6a 105 Reykjavík
1. Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, breyting á deiliskipulagi, v/Mýrargötu 26
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 4.08.05 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni Mýrargötu 26. Málið var í kynningu frá 15. ágúst til 12. september 2005. Athugasemdarbréf barst frá Reykjaprenti ehf, dags. 07.09.05. Einnig lagt fram bréf Nýju Jórvíkur dags. 16. september 2005. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3.10.05.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 50593
2. Reitur 1.116, Slippareitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Slippareits, dags. 30.09.05.
Kynnt. Tillögunni vísað til kynningar í stjórn Faxaflóahafna.
Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
3. Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga V.A. arkitekta, dags. 20.07.05, að deiliskipulagi reitsins. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Roy Guest og Ólafur Axelsson, Vesturgötu 61, dags. 17.08.05, íbúar að Vesturgötu 65 og 65a, dags. 06.09.05, Lex - Nestor ehf. dags 06.09.05. Einnig lagt fram bréf GP arkitekta, dags. 04.10.05.
Athugasemdir kynntar. Frestað og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa auk lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50542 (01.13)
4. Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 3.10.05, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Mýrargötusvæðis.
Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðsluna.
Umsókn nr. 50494 (01.32.8)
5. Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, Kassagerðarreitur
Lögð fram greinargerð/drög að forsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2005.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi kl. 10:10 og tók Ágústa Kristófersdóttir sæti á fundinum í hans stað.
Frestað. Greinargerðinni vísað til umsagnar stjórnar Faxaflóahafna.
Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
6. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju lagfærðir uppdrættir Úti og inni, mótt. 4. ágúst 2005, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3. Einnig lagt fram tölvubréf stjórnar húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 28. júlí 2005. Málið var í auglýsingu frá 18. júlí til 26. ágúst, en augýsingin var framlengd til 16. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdabréf: Páll Ólafur Eggerz, Laugavegi 65, dags. 20.08.05, Ask arkitektar f.h. Félagsstofnunar stúdenta, dags. 09.09.05, 4 eigendur að Vitastíg 3, dags. 14.09.05, Lex-Nestor f.h. húsfélagsins Skúlagötu 32-34, dags. 15.09.05, Björgvin Þorsteinsson hrl. f.h. Neskjara, dags. 15.09.05.
Halldór Guðmundsson og Ágústa Kristófersdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Kristrún Heimisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:25.
Frestað.
Umsókn nr. 50213 (01.15.25)
580105-1140
Atelier arkitektar ehf
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
7. Reitur 1.152.5, Vatnsstígur, Frakkastígur, Lindargata og Hverfisgata, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Skipulagssjóðs í tölvupósti, dags. 15. sept. 2005, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi dags. 5. október 2005.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vatnsstíg 12.
Umsókn nr. 30401 (01.18.40)
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
8. Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, Óðinsgata, Bjargarstígur, Grundarstígur og Spítalastígur.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, að deiliskipulagi reits 1.184.0, sem afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg, dags. 15.02.04, síðast breytt 08.03.05. ásamt forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2003, að deiliskipulagi reits 1.184.0. Málið var í auglýsingu frá 21. júlí til 15. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdabréf: Ragnheiður Guðmundsdóttir og Karl Jónas Gíslason, Grundarstíg 5a, mótt. 12.09.05, Einar Árnason, Grundarstíg 5, dags. 15.09.05, Sigurbjörn Þorbergsson hdl., f.h. ÞG verktaka ehf og Sighvatar Snæbjörnssonar, Spítalastíg 4, dags. 15.09.05, starfsnefnd fyrir íbúahóp Bergstaðastrætisreita, dags. 15.09.05, Sigurborg Jónsdóttir, Spítalastíg 2b og Ísold Grétarsdóttir, Grundarstíg 3, dags. 15.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa auk lögfræði og stjórnsýslu um athugasemdir dags 30. september 2005.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Frestað á milli funda.
Umsókn nr. 50585 (01.24.10)
9. Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitur, forsögn
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn reita 1.241.0. og 1.242.1. Hampiðjureita.
Forsögn samþykkt. Vísað til deiliskipulagsvinnu í stýrihóp Hlemmur +.
Umsókn nr. 50497 (01.13.0)
580302-3860
Fráveita Reykjavíkur
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10. Ánanaust, stækkun lóðar Fráveitu Reykjavíkur
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16.08.05 ásamt uppdr. Arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 15.08.05, varðandi stækkun lóðar sinnar við Ánanaust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50452 (01.54)
11. Reitur 1.524, Melar, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi Mela, dags. 27.07.05. Kynningin stóð yfir frá 15. ágúst til 5. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Grímur Kjartansson, Grenimel 48, dags. 05.09.05, Kjartan J. Kárason, Grenimel 44, dags. 05.09.05, Katla Gunnarsdóttir, Hagamel 44, dags. 05.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 50586 (01.82.60)
670885-0549
Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
12. Byggðarendi 13, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Glámu-Kím, dags. 21.06.05, lagfærður 28.09.05, vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar nr. 13 við Byggðarenda.
Samþykkt, með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 50312 (02.40.41)
111253-5959
Linda Guðbjörg Leifsdóttir
Barðastaðir 69 112 Reykjavík
13. Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Lögð fram tillaga ARKO, dags. 23.09.05, að stækkun lóðarinnar nr. 69 við Barðastaði. Einnig lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 20.09.05.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Barðastöðum 71, 73, 75 og 77.
Ráðið ítrekar jafnframt fyrri bókun skipulagsfulltrúa um að hæð skjólveggja samræmast ekki deiliskipulagsskilmálum og er ekki fallist á breytingar á þeim.
Umsókn nr. 50511 (04.36.47)
14. Árbæjarsundlaug, breyting á deiliskipulagi vegna greiðasölu
Lögð fram tillaga Úti og Inni að breytingu á deiliskipulagi Árbæjarsundlaugar vegna aðstöðu fyrir greiðasölu á lóðinni, dags. 26.09.05.
Tillögunni vísað til umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Umsókn nr. 32646
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 366 frá 4. október 2005.
Umsókn nr. 32621
561184-0709
Búseti, húsnæðissamvinnufél (
Skeifunni 19 108 Reykjavík
16. Bjallavað 7-11, nr.9 - nýtt fjölbýli
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 9 (matshl. 02) sem er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 7-11 við Bjallavað.
Stærð: 1. hæð íbúðir, geymslur o.fl. 239,6 ferm., 2. hæð íbúðir 232,2 ferm., 3. hæð íbúðir 232,2 ferm.
Samtals 704,0 ferm. og 2099,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 119.689
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31935 (01.44.42)
180458-4179
Valgerður Þ E Guðjónsdóttir
Gnoðarvogur 56 104 Reykjavík
17. Gnoðarvogur 56, svalaskýli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. ágúst 2005. Sótt er um leyfi til að byggja óupphitað svalaskýli á svölum fjórðu hæðar hússins nr. 56 við Gnoðarvog. Jafnframt er sótt um leyfi til að stækka austurhluta svala til samræmis við neðri hæðir, samkv. uppdr. Verkhönnun ehf, dags. maí 2005.
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. í apríl 2005.
Athugasemdabréf meðlóðarhafa dags. 1. september 2005 fylgir erindinu.
Málið var í kynningu frá 31. ágúst til 28. september 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 12 ferm. og 28,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.641
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32343 (01.52.401.4)
160661-4029
Gunnar Þorsteinsson
Hringbraut 89 107 Reykjavík
220160-3199
Hafdís Vilhjálmsdóttir
Hringbraut 89 107 Reykjavík
18. Hringbraut 89, svalir 1-2 hæð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2005. Sótt er um leyfi fyrir svölum og verönd á suðurhlið og timburpall í garði sunnanvert við hús á lóð nr. 89 við Hringbraut, samkv. uppdr. AT4 arkitekta, dags. 02.08.05. Málið var í kynningu frá 31. ágúst til 28. september 2005. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 32480 (01.24.01)
540169-1369
Félagamiðstöðin
Grettisgötu 89 105 Reykjavík
19. Laugavegur 118, Grettisg. 89 -br.inni + viðb.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. september 2005. Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð, klæða með flísum og byggja skyggni yfir fyrstu hæð og stækka fjórðu hæð hússins Grettisgata 89 á lóðinni Laugavegur 118, skv. uppdr. Batterísins ehf, dags. 30.08.05. Einnig lagður fram tölvupóstur Batterísins ehf, dags. 26.09.05.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Með vísan til erindis umsækjanda dags. 26. september 2005 samþykkir ráðið að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að heildarlóðinni Laugavegur 118.
Umsókn nr. 32558 (04.32.810.1)
590602-3020
Kexverksmiðjan Frón ehf
Tunguhálsi 11 110 Reykjavík
660169-1729
Íslensk-ameríska verslunarfélag
Pósthólf 10200 130 Reykjavík
20. Tunguháls 6, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja verksmiðjuhúsnæði úr stálgrind á lóðinni nr. 6 við Tunguháls.
Brunahönnun dags. 13. sept. 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Kjallari, lager o.fl. 1085,8 ferm., fyrsta hæð skrifst. og framleiðsla 2573,9 ferm., önnur hæð 205,8 ferm.
Samtals 4858,5 ferm. og 30483,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.737.560
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32055 (01.54.110.1)
410672-0309
Sendiráð Kína
Víðimel 29 107 Reykjavík
21. Víðimelur 29, opið bílskýli fyrir 3 bíla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. ágúst 2005. Sótt er um leyfi til að reisa bílskýli fyrir þrjá bíla á baklóð kínverska sendiráðsins með aðkomu frá Furumel að bílskýli og bílastæðum á lóð nr. 29 við Víðimel, samkv. uppdr. Teiknistofunar Völusteins. Málið var í kynningu frá 24. ágúst til 21. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Lögmenn Borgartúni 18, f.h. eigenda að Reynimel 28, dags. 31.08.05, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Tryggvi Þórhallsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir f.h. Þórhalls Tryggvasonar, Reynimel 26, dags. 21.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2005.
Gjald kr. 5.700
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 32518 (04.79.130.5)
030769-3769
Baldur Þór Bjarnason
Hlíðargerði 23 108 Reykjavík
22. Þingvað 27, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi á lóð nr. 27 við Þingvað.
Samþykki nágranna að Þingvaði 29 ódags. fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 204,8 ferm., bílgeymsla 28,2 ferm., samtals 233 ferm., 899,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.266
Ráðið gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við umsókn sem síðan verður grenndarkynnt.
Umsókn nr. 32560 (01.13.210.5)
630785-0309
Kirkjuhvoll sf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
23. Tryggvagata 18, (fsp) kjallari samþ. breytingar 1 hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. sept. 2005. Spurt er hvort leyft yrði að byggja kjallara undir fyrirhugað hús nr. 18 við Tryggvagötu á lóðinni nr. 6-10A við Vesturgötu og nr. 18-18C við Tryggvagötu.
Í kjallara yrði komið fyrir geymslum og tæknirýmum en á fyrstu hæð yrði bílageymsla fyrir 11 bíla, skv. uppdr. + Arkitekta, dags. 20.02.05, síðast breytt dags. 12.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29.09.05.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 50583 (04.93.03)
010445-2219
Hallsteinn Sigurðsson
Ystasel 37 109 Reykjavík
24. Ystasel 37, stækkun lóðar, fsp.
Lögð fram fyrirspurn Hallsteins Sigurðssonar, dags. 29.09.05, um stækkun lóðarinnar nr. 37 við Ystasel um 187 fm.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurn um lóðarstækkun. Fyrirspyrjanda er gert að sækja um lóðarstækkun og leggja fram uppdrátt.
Umsókn nr. 10070
25. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 30. september 2005.
Umsókn nr. 50591
26. Gistiheimili, heimagistingar,
Lögð fram úttekt Óskars Bergssonar á gistiheimilum og heimagistingum í Reykjavík, dags. 2.09.05. Einnig lagður fram uppdráttur skipulagsfulltrúa um staðsetningu gistiheimila og heimagistingar auk hótela.
Frestað.
Umsókn nr. 50508 (01.73.19)
27. Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, kæra
Lagt fram bréf Hróbjarts Jónatanssonar hrl. til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29. september 2005, með kröfu um stöðvun framkvæmda við austurhlið Menntaskólans við Hamrahlíð, með heimild í 8. gr. l. nr. 73/1997, skipulags og byggingalög.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 32648 (01.18.224.2)
28. Skólavörðustígur 25, umsögn lögfræði og stjórnsýslu
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19. september 2005.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 20388 (04.71)
29. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22. september 2005 á bókun skipulagsráðs frá 14. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Víðidals.
Umsókn nr. 40353 (01.5)
30. Ægisíða, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22. september 2005 á bókun skipulagsráðs frá 14. s.m., varðandi endurauglýsingu á deiliskipulagi reits sem afmarkast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægisíðu og Lynghaga.