Barðastaðir 69
Verknúmer : SN050312
36. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga ARKO, dags. 23.09.05, að stækkun lóðarinnar nr. 69 við Barðastaði. Einnig lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 20.09.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. til 31. október 2005. Athugasemdir bárust frá Gunnari Hall, Barðastöðum 71 og íbúum að Barðastöðum 73, 75 og 77, dags. 30.10.05. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við umsótta lóðarstækkun þegar að lóðarhafi hefur látið stytta og lækka skjólvegg þannig að hann samræmist samþykktum deiliskipulagsskilmálum og ákvæðum byggingarreglugerðar.
Að því loknu skal lóðarhafi láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verði grenndarkynnt.
94. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga ARKO, dags. 23.09.05, að stækkun lóðarinnar nr. 69 við Barðastaði. Einnig lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 20.09.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. til 31. október 2005. Athugasemdir bárust frá Gunnari Hall Barðastöðum 71 og íbúum Barðastöðum 73, 75 og 77, dags. 30.10.05.
Vísað til skipulagsráðs.
93. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga ARKO, dags. 23.09.05, að stækkun lóðarinnar nr. 69 við Barðastaði. Einnig lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 20.09.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. til 31. október 2005. Athugasemdir bárust frá Gunnari Hall Barðastöðum 71 og íbúum Barðastöðum 73, 75 og 71, dags. 30.10.05.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
30. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Lögð fram tillaga ARKO, dags. 23.09.05, að stækkun lóðarinnar nr. 69 við Barðastaði. Einnig lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 20.09.05.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Barðastöðum 71, 73, 75 og 77.
Ráðið ítrekar jafnframt fyrri bókun skipulagsfulltrúa um að hæð skjólveggja samræmast ekki deiliskipulagsskilmálum og er ekki fallist á breytingar á þeim.
87. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Lögð fram tillaga ARKO, dags. 23.09.05, að stækkun lóðarinnar nr. 69 við Barðastaði. Einnig lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 20.09.05.
Vísað til skipulagsráðs.
72. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 09.06.05, varðandi fyrirspurn um stækkun á lóðinni nr. 69 við Barðastaði.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
70. fundur 2005
Barðastaðir 69, stækkun á lóð
Lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 25.05.05, varðandi fyrirspurn um stækkun á lóðinni nr. 69 við Barðastaði og fleira.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurn um lóðarstækkun. Fyrirspyrjendum er gert að sækja um lóðarstækkun í samræmi við fyrirspurn og leggja fram uppdrátt. Hæð skjólveggs samræmist ekki deiliskipulagsskilmálum og er ekki fallist á breytingar í samræmi við fyrirspurn.