Arngrímsgata 5,
Gamla höfnin - Vesturbugt,
Holtsgata 16,
Þrastargata 1-11,
Dragháls 18-26,
Elliðaárdalur,
Vogabyggð svæði 1,
Vesturhöfn, Línbergsreitur,
Grensásvegur 12,
Hjarðarhagi 2-6,
Reynimelur 53,
Safamýri 52-56,
Sogavegur 73-75,
Sogavegur 77,
Sóleyjargata 13,
Sólvallagata 2,
Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36,
Grjótháls 8,
Haðaland 26, Fossvogsskóli,
Kirkjustétt 2-6,
Sigtún 30-40,
Suðurlandsbraut 72-74,
Skarphéðinsgata 6,
Holtavegur 23, Langholtsskóli,
Hrefnugata 5,
Kirkjusandur 1-5,
Kúrland 1-29 2-30,
Laugavegur 4,
Miklabraut frá Stigahlíð 33 að Kringlunni,
Rafstöðvarvegur 1A,
Skipholt 21,
Sóleyjargata 31,
Vitastígur 13,
Hringbraut Landsp.,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stekkjarbakki,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur,
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
642. fundur 2017
Ár 2017, föstudaginn 21. júlí kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 642. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Jón Kjartan Ágústsson og Guðlaug Erna Jónsdóttir.
Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1.17 Arngrímsgata 5, Hús Íslenskra fræða
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja "Hús íslenskra fræða" sem verður þrjár hæðir og kjallari auk bílakjallara fyrir 60 bíla, staðsteypt og klætt cortenstáli, ásamt því að innrétta veitingastað í flokki l - tegund c, á lóð nr. 5 við Arngrímsgötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 16. maí 2017 og skýringasett sem sýnir breytingar frá áður samþykktu erindi BN044048. Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð frá Eflu dags. 12.05.2017. Stærð, A-rými: 6.464,5 ferm., 28.415,4 rúmm. B-rými: 2.271,3 ferm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.17 Gamla höfnin - Vesturbugt, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, mótt. 19. júlí 2017, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Gömlu hafnarinnar - Vesturbugtar, reitir 03 og 04. Gröftur hefst september/október 2017 og er reiknað með að framkvæmdum ljúki eigi síðar en apríl 2022. Fyrsti hluti framkvæmda verður uppbygging á austari lóð frá norðri til suðurs. Einnig eru lagðar fram teikningar verkfræðistofunnar Mannvits, dags. febrúar 2014.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
3.17 Holtsgata 16, Svalir og breyting inni - sjá einnig BN035585
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja timbursvalir á 2. hæð og færa snyrtingu á 1. hæð úr sameign inn í íbúð, sjá erindi BN035589, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Holtsgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní 2017 til og með 12. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
4.17 Þrastargata 1-11, 7b - Kvistur og breyta innra skipulagi. ATH Endurnýjun á BN049026
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049026, og til að byggja kvist stígmegin og sólskála garðmegin og breyta innra skipulagi í húsi nr. 7B á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.
Stækkun: 6.6 ferm., 28.3 rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.17 Dragháls 18-26, Stækkun á viðbyggingu (Ath. LEIÐRÉTT UMSÓKN BARST MEÐ SEINNA ERINDI BN053473)
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að stækka viðbyggingu, sjá erindi BN052369, við hús á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.17 Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi norðan Stekkjarbakka
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst að núverandi reiðstíg er breytt í hjólastíg í ljósi þess að hesthúsabyggð hefur verið aflögð á Sprengisandi við Bústaðaveg. Svæðið sem breytingin nær til afmarkast að mestu af 5 metra svæði sitt hvoru megin við núverandi reiðstíg, frá göngustíg við undirgöng undir Höfðabakka að undirgöngum undir Reykjanesbraut til vesturs, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 19. apríl 2017. Tillagan var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
7.17 Vogabyggð svæði 1, nýtt deiliskipulag, Gelgjutangi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2017, vegna gerðs nýs deiliskipulags Vogabyggðar svæði 1 fyrir Gelgjutanga. Einnig er lögð fram almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, dags. 11. maí 2017, og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 11. maí 2017, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. júní 2016 og byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2016. Tillagan var auglýst frá 2. júní til og með 14. júlí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eik fasteignafélag, dags. 23. maí 2017, Hörður Páll Steinarsson, dags. 10. júlí 2017 og Festir fasteignafélag ehf. dags. 14. júlí 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.17 Vesturhöfn, Línbergsreitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Andra Klausen, mótt. 11 júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Línbergsreits, reit sem afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði, sem felst í að skipuleggja byggð með skrifstofuhúsnæði á þrem til fjórum hæðum. Byggingar verða lægstar næst Fiskislóð og Grandagarði, 3 hæðir, en hækka um hæð nær Djúpslóð, samkvæmt kynningargögnum Ask arkitekta ehf., dags. 16. júní 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.17 Grensásvegur 12, Ofanábygging - íbúðir 2., 3. og 4.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð, einnig að afmarka sérnotafleti á lóð húss nr. 12 við Grensásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017. Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 28. desember 2016. Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm. Gjald kr. 10.100
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.17 Hjarðarhagi 2-6, Yfirbyggð hjólaskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvö hjólaskýli úr járni og timbri við göngustíg milli VR1 og VR2 á lóð nr. 2-6 við Hjarðarhaga.
Stærð: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.17 Reynimelur 53, (fsp) svalalokun
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Ingólfssonar, mótt. 30. maí 2017, um að loka svölum á 2. hæð hússins á lóð nr. 53 við Reynimel.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.17 Safamýri 52-56, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Fernando Sabido, mótt. 9. júní 2017, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 52-56 við Safamýri.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.17 Sogavegur 73-75, Fjölbýlishús.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3ja hæða fjölbýlishús, auk kjallara, með 19 íbúðum ásamt því að rífa núverandi hús á lóð nr. 73-75 við Sogaveg.
Stærðir: A-rými: 2.526,9 ferm., 8.692,2 rúmm. B-rými: 16,2 ferm., 51,9 rúmm.Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.17 Sogavegur 77, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 26 íbúðum auk bílgeymslu í kjallara á lóð nr. 77 við Sogaveg.
Stærðir: A-rými 3.676,3 ferm., 12.041,9 rúmm. B-rými 37,9 ferm., 113,7 rúmm. Greinargerð um hljóðvist dags. desember 2016 fylgir erindi. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.17 Sóleyjargata 13, Bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. maí 2017 til og með 19. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Unnur Gunnarsdóttir Sande, dags. 17. júní 2017, Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, dags. 19. júní 2017 og Lögmenn Lækjargötu f.h. Þórdísar Unndórsdóttur, dags. 19. júní 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016. Niðurrif: xx ferm.,xx rúmm. Stærð: 60,7 ferm., 210,5 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.17 Sólvallagata 2, Stækkun og breyting
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með þaksvölum á bakhlið, nýjan kvist einnig á bakhlið, skýli fyrir reiðhjól við bílskúr, breikka kjallaraglugga og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Sólvallagötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. júlí 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. apríl 2017 og bréf hönnuðar dags. 5. júlí 2017. Stækkun: 37,6 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.17 Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Eiríkssonar, mótt. 26. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóða nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu sem felst í breyttri notkun og uppbyggingu á lóðunum. Er um að ræða stækkun á núverandi hóteli og breytingum á umhverfi Barónsfjóssins, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 13. júní 2017. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 26. júní 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skiplagsfulltrúa, dags. XXXX
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
18.17 Grjótháls 8, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Mansard - teiknistofu ehf., mótt. 29. maí 2017, um að stækka húsið á lóð nr. 8 við Grjótháls um 30 fm., samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu ehf., dags. 15. maí 2017. Opin þvottabil, sem eru þrjú, verða fækkuð um tvö og komið fyrir skoðunarstöð og móttöku í staðinn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017. Samræmist deiliskipulagi.
19.17 Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á austurhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júlí 2017.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
20.17 Kirkjustétt 2-6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn M fasteigna ehf., mótt. 21. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni felst að hækka húsið um eina hæð og gera að hámarki 20 íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt endurskoðun á bílastæðaskilmálum á lóð, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta ehf., dags. 2. nóvember 2016. Einnig er lagður fram tölvupóstur M fasteigna ehf., dags. 20. júlí 2017, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsóknin er dregin til baka sbr. tölvupóstur umsækjanda, dags. 20. júlí 2017.
21.17 Sigtún 30-40, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 6 fjölbýlishús, mhl.02-07, með verslun og þjónustu á 1. hæð við Sigtún, ásamt bílakjallara, mhl.01, á lóð nr. 40 við Sigtún.
Stærðir: Bílakjallari: Mhl.01 A-rými 0 ferm., 0 rúmm. B-rými 7.017,3 ferm., 28.030,0 rúmm. Hús nr. 30: Mhl.02 A-rými 2.827,3 ferm., 9.501,1 rúmm. B-rými 146,0 ferm., 426,1 rúmm. Hús nr. 32: Mhl.03 A-rými 4.646,5 ferm., 15.573,2 rúmm. B-rými 226,7 ferm., 379,2 rúmm. Hús nr. 34: Mhl.04 A-rými 1.105,0 ferm., 3.767,8 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Hús nr. 36: Mhl.05 A-rými 1.117,1 ferm., 3.855,9 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Hús nr. 38: Mhl.06 A-rými 2.229,8 ferm., 7.683,3 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Hús nr. 40: Mhl.07 A-rými 4.928,2 ferm., 16.544,6 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.17 Suðurlandsbraut 72-74, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hans Olav Andersen, mótt. 11. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 58-76 vegna lóða nr. 72-74. Í breytingunni felst að skilgreiningu á byggingarlínu á Suðurlandsbraut er breytt úr bundinni byggingarlínu yfir í byggingarlínu fyrir ytri byggingarreit. Staðsetja skal að lámarki 50% úthliðar byggingarinnar 1,2 m frá byggingarlínu að Suðurlandsbraut, samkvæmt uppdrætti teiknistofunnar Traðar, dags. 13. júlí 2017.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Suðurlandsbraut 70 og 76.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
23.17 Skarphéðinsgata 6, Endurnýja þak - bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júlí 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka ásamt því að breyta gluggum og hurðum á bílskúr lóð nr. 6 við Skarphéðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2017.
Samþykki fylgir ódagsett og umboð frá Gunnhildi Hörpu Gunnarsdóttir sem veitir Gunnari Þór umboð til að fara með atkvæði í hússtjórn. Stækkun: 19,1 rúmm. Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júlí 2017.
24.17 Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 22. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsskóla að Holtavegi 23. Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur fyrir færanlegar stofur á suðausturhluta lóðarinnar sunnan við álmu C færist nær álmu C, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 13. júlí 2017, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsókn er dregin til baka sbr. framlagður tölvupóstur umsækjanda, dags. 13. júlí 2017.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
25.17 Hrefnugata 5, (fsp) stækkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Kára Sigurðssonar, mótt. 8. júní 2017, ásamt greinargerð, dags. 6. júní 2017, varðandi stækkun á bílskúr á lóð nr. 5 við Hrefnugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skiplagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017, samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem þar koma fram.
26.17 Kirkjusandur 1-5, 5 - Fótaaðgerðastofa
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. júlí 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 4. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og stækka rými 0105 sem var áður leikstofa í fótaaðgerðastofu í húsinu nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Kirkjusand. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017.
27.17 Kúrland 1-29 2-30, 3 - Bygging svalaskýlis
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli sem verður úr 10 mm öryggisgleri á þar til gerðri stýrisbraut íbúð 0101 í raðhúsi nr. 3 á lóð nr. 1-29, 2-30 við Kúrland.
Stækkun, B rými: 10,5 ferm. , 26,4 rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.17 Laugavegur 4, Skólavörðustígur 1A - Breyta götuhlið jarðhæðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum og hurðum og klæða með kopar götuhlið jarðhæðar Skólavörðustígs 1A á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir uppfærð brunahönnun frá Eflu dags. 11. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.17 Miklabraut frá Stigahlíð 33 að Kringlunni, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Veitna ohf., mótt. 19. júlí 2017, ásamt bréfi, dags. 19. júlí 217, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar stofnlagnar fyrir kalt vatn frá nýju lokahúsi Veitna við Stigahlíð þvert yfir Kringlumýrarbrautina að mislægum gatnamótum við Kringluna, samkvæmt teikningum Veitna og Verkís, dags. 30. maí 2017. Einnig er lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 10. júlí 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
30.17 Rafstöðvarvegur 1A, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Sindra Más Guðbjörnssonar, mótt. 18. júlí 2017, um breytta notkun á lóð nr. 1A við Rafstöðvarveg vegna fyrirhugaðrar breytingar á skráningu á geymsluhúsnæði í æfingarsal og kröfur til bílastæðafjölda. Einnig er lögð fram greinargerð Fortis, dags. 17. júlí 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.17 Skipholt 21, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Jóns Guðmundssonar, mótt. 12. júlí 2017, um að breyta skrifstofuhúsnæði að Skipholti 21 (við vesturenda Nóatúnsmegin) í gisti- og verslunarhúsnæði, samkvæmt meðf. skissum.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.17 Sóleyjargata 31, Kjallari - grafið frá, gluggar, hurð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að grafa frá vesturhlið kjallara að hluta og gera gólfsíða glugga með útgengi í garð, breyta innra skipulagi í móttöku á 1. hæð og stækka kjallaraglugga á suðurhlið og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili á lóð nr. 31 við Sóleyjargötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júlí 2017. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
33.17 Vitastígur 13, Íbúðarhúsnæði - 2. og 3.hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. júlí 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 4. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að skipta núverandi eign sem er atvinnuhúsnæði í þrjár eignir og innrétta tvær íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt því að gera svalir á austurhlið í húsi á lóð nr. 13 við Vitastíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2017.
34.17 Hringbraut Landsp., Eiríksgata 34 - Lyfta fyrir fatlaða o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052751 þannig að byggður er lyftustokkur og anddyri og til að byggja skábraut við suðurhlið Hjúkrunarskólans , Eiríksgötu 34A á lóðinni Hringbraut Landsp.
Stækkun: 32,6 ferm., 104,6 rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.17 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stekkjarbakki, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka, dags. júní 2017. Breytingin felst í að horfið er frá fyrirhugaðri færslu götu til norðurs. Kynning stóð til og með 12. júlí 2017. Eftirtaldir sendu inn umsagnir: Vegagerðin, dags. 30. júní 2017, Skipulagsstofnun, dags. 29. júní 2017 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júlí 2017.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.
36.17 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2017, vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að reiðstígur er aflagður milli Sprengisands og stíflu í Elliðaárdal og nýr hjólastígur kemur í stað reiðstígsins. Tillagan var auglýst frá 29. maí 2017 til og með 10. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
37.17 Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. júlí 2017 þar sem bent er á að bregðast þurfi við ákveðnar athugasemdir áður en samþykkt er.
Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.