Elliðaárdalur við Dimmu

Skjalnúmer : 5813

6. fundur 1998
Elliðaárdalur, veiðihús
Lagt fram erindi borgarverkfræðings dags. 4.3. 1998, ásamt bréfi Hitaveitu Reykjavíkur dags. 23.12. 1997, vegna veiðihúss í Elliðaárdal.
Vísað til umhverfismálaráðs.

28. fundur 1995
Elliðaárdalur, vatnslögn í veiðihús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.11.95 um dreifistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.



26. fundur 1995
Elliðaárdalur, vatnslögn í veiðihús
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra f.h. umhverfismálaráðs, dags. 20.11.95, varðandi erindi Rafmagnsveitu Reykjavíkur um að leggja vatnslögn í veiðihús Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal.

Borgarskipulagi falið að athuga í samvinnu við eiganda veiðihússins nýja staðsetningu þess.

25. fundur 1995
Elliðaárdalur, dreifistöð R.R.
Lagt fram að nýju bréf umhverfismálaráðs, dags. 10.10.95, varðandi ósk Rafmagnsveitu Reykjavíkur til þess að setja upp og tengja nýja smádreifistöð í Elliðaárdal. Einnig lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. 2.11.95, ásamt bréfi dags. s.d.

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt, kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.


24. fundur 1995
Elliðaárdalur, dreifistöð R.R.
Lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 10.10.95, varðandi ósk Rafmagnsveitu Reykjavíkur til þess að setja upp og tengja nýja smádreifistöð sunnan brúa í Elliðaárdal.

Frestað. Athuga aðra staðsetningu fjær gönguleiðum.

23. fundur 1994
Elliðaárdalur, íbúðarhús
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd lögðu fram svohljóðandi tillögu:
"Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi að skoða umhverfi gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárdal með framtíðarskipulag í huga. Sérstaklega skal skoða íbúðarhúsabyggð á svæðinu og framtíð þess".
Tillagan er samþykkt samhljóða.